Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 27
Afrekaskráin Milli- og langhlaup Rut Ólafsdóttir, UÍA var sterkust í 800 og 1500 m. en Guðrún Svanbjömsdóttir, UMSE, í 3000 m. Guðrún Svanbjöms, Fríða Rún Þórðardóttir, UMSK, og Guðrún Erla Gísladóttir, HSK eru kom- ungar og eiga framtíðina fyrir sér. Vonandi æfa þær af kappi. Rut Ólafs og Þórunn Unnarsdóttir, UMSK, kcpptu að ég held í fyrsta skipti undir merkjum UMFÍ síðasta sumar og er því ástæða til að bjóða þær velkomnar í hreyfinguna. Það vekur athygli mína að árangur 6. manns í 800 og 1500 m. er betri en árang- ur fyrsta manns í sömu greinum 1986. Grindahlaup Eldri stúlkumar eru staðnaðar í grindinni. Þó bætti Ingibjörg fvarsdóttir, HSK, sig í 400 m. grind en það er eingöngu “bikargrein” hjá henni. Það sama má segja um 400 m. grindahlaup Berglindar Erlendsdóttur, UMSK. Boðhlaup Árangur í boðhlaupunum var þokka- legur enda leggja flest sambönd áherslu á að vera með sterkar sveitir á Landsmóti. Stökk Árangur Þórdísar Gísladóttur, HSK, í hástökki bcr hæst og á hún að mínu viti möguleika á að ná Ólympíulágmarkinu. Fyrir utan árangur hennar ríkir viss flat- neskja í stökkunum! Hástökk Af öðrum hástökkvurum en Þórdísi er helst að vænta mikilla framfara hjá Elínu Jónu Traustadóttur, HSK. Gaman var að sjá Kristjönu Hrafnkelsdóttur, HSH, Dagbjörtu Leifsdóttur, HVÍ, og Hafdísi Helgadóttur, UMSB, aftur í keppni. Reyndar náðu Kristjana og Dagbjört sínum bcsta árangri frá upphafi. Langstökk Svanhildur Kristjónsdóttir, Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, og Ingibjörg Ivarsdóttir voru nokkuð frá sínu besla. Berglind Bjarnadóttir kom mest á óvart og lofargóðu. HuldaÓlafsdóttir, HSÞ,og þó sérstaklega Lilja Stefánsdóttir, HSH, þurfa að bæta hraðann ætli þær sér að stökkva langt. Guórún Arnardóttir, UMSK. Hér er hún að setja íslandsmet í langstökki ón atrennu d íslandsmeistaramótinu í frjólsum innanhúss fyrir skömmu. Köst Spjótkast írisar Grönfeldt, UMSB, er besli árangurinn í köstunum en Guðbjörg Gylfadóttir, USAH, er í mikilli framför. Kúluvarp Guðbjörg bætti sig um 99 cm og fer að nálgast íslandsmet Guðrúnar Ingólfsdóttur, KR frá '82. íris Grönfeldt er í framför en hinar standa í stað. Kringlukast Soffía Gcstsdóttir, HSK, er best og bætti sig aðeins. Allar stúlkurnar á listan- um hygg ég að hafi bætt sig, nema Hildur Harðardóttir, HSK. Hana vantaði 4 cm. upp á “bætingu”. Athyglisverður er árangur Helgu V. Sigurjónsdóttur ,USÚ. Helga er byrjandi í greininni og spái ég því að hún kasti yfir 40 m. næsta sumar. Spjótkast íris Grönfeldt náði sér ekki á strik síðastliðið sumar, tæknin small ckki saman hjá henni. Vonandi gengur betur hjá henni í ár því hún stefnir vafalíúð á Ólympíuleikana. Allir spjótkastararnir voru nokkuð frá sínu besta og er það áhyggjucfni. Sjöþraut Árangurinn í Sjöþrautinni var hörmulegur og stúlkurnar þrjár á listanum voru allar nokkuð frá sínu besta. Lokaoró í þessari umfjöllun um Afrekaskrána hef ég á köflum verið vægðarlausari cn oft áður. Ég vona að menn taki það ckki illa upp. í umfjöllun sem þessari hlýtur sannleikurinn að vera sagna bestur. Mcð ósk um árangursríkt Ólympíuár, Jón Sævar Þórðarson. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.