Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 34
Afmœli UMFI s Iþróttir eru heilsugæsla í síóasta tölublaöi Skinfaxa ö nýliónu ári birtust fyrirlestrar sem haldnir voru á afmœlisráóstefnu UMFÍ í nóvember á síöasta ári. Hér birtast tveir fyrirlestrar til viöbótar. Pálmi Frímannsson Lífshættir okkar gcta haft veruleg áhrif á heilbrigði okkar og líkamlega getu. Þeir geta orsakað sj úkdóma og flýtt fyrir dauða okkar, og einnig stuðlað að lengra lífi og meira heilbrigði. Þekking okkar á því, hvemig heilbrigðir lífshættir eru, er að aukast og breytast. Fyrir 40 - 50 árum töluðu menn ekki um að reykingar væru hættulegar. Og trúlega munu einhverjir saklausir lífshættir okkar í dag verða gagnrýndir eftir 20 - 30 ár og síðar. Æskulýðs- og íþróttastarf sem ungmennafélögin og önnur ffiróttafclög hafa með höndum, geta vissulega haft áhrif á heilsufar félagsmanna, en reyndar bæði góð og slæm áhrif eftir því hvemig haldið er á málunum. Þetta fer mikið eftir þekkingu og áhuga eða afstöðu stjómarmanna og íþróttaþjálfara, og einn- ig eftir viðbrögðum íjiróttamannanna og annarra félagsmanna. Ég ætla nú að fjalla stuttlega um nokkur atriði, sem skifta máli í þessu sambandi. Áreynsla, lífslengd og vélvœðing Hreyfing og áreynsla er örugglega eitt af því, sem getur haft jákvæð áhrif á heilsu okkar, lífslengd og vellíðan. Und- anfama áratugi hefur aukin vélvæðing breytt lífemi margra vemlega. Stór hluti vinnandi manna ekur til og frá vinnu á bíl, vinnur sitjandi eða í kyrrstöðu við vélar og eyðir frístundunum meira og minna við að sitja og horfa á sjónvarp eða myndband. Öll þátttaka í einhverskonar íþróttum cr þama til bóta, jafnvel bara 1 - 2 klukkus- lundir í viku. Til að minnka líkur á krans- æðasjúkdómi síðar á ævinni er talið, að menn þurfi að hlaupa 50 - 100 km á viku, sem svarar því að menn syndi eða hjóli 4 - 8 klukkutímaá viku. Öll hreyfing minni en þetta gerir þó eitthvert gagn, t.d. þátttaka í knattleikjum, gönguferðir og jafnvel upphitun fyrir köst og stökk í frjálsum íþróttum. ofl. Þetta eykur {>ol og hreyfanleika og bætir andlega líðan manna. En íþróttaiðkun getur líka haft neikvæð áhrif á heilsu. Ýmiskonar smærri meiðsli eins og tognanir, jafnvel slit á vöðvum og sinum, beinbrot, skemmd á liðþófum í hnjám og liðhlaup er býsna algengt, einkum hjá þeim sem stefna að því albesta í árangri. Svona meiðsli geta að vísu neytt suma íþróttamenn til að hætta keppni, en sjald- an leiðir þetta til örorku eða styttri æfi. Og endurhæfing eftir svona meiðsli hjá íþróttamönnum gengur oftast betur en hjá þeim sem fá samskonar meiðsli í rólegheitavinnu eða einhverju slíku. Lyfjanotkun í íþróttum Eitt af vandamálum íj)róttastarfsem- innar er lyfjanotkun íþróttamanna. Fjöldamörg lyf eru á bannlistanum, kepp- endur mega ekki neyta þeirra tiltekinn tíma fyrir keppni. Tvennskonar lyf hafa þama mesta þýðingu: Karlkynshormón, sem auka mjög vöðvastærð neytandans, og örvandi lyf, sem ætlað er að auka hraða og úthald keppenda. Báðar lyfjategund- imar hafa verulega skaðleg áhrif á heilsufar neytendanna. Karlkyns- hormónin geta valdið lifrarskemmdum, og á kvenfólki ýta þau undir skeggvöxt og annan aukinn hárvöxt um allan líkamann. Örvandi lyfin eru með verstu ávanaefnum, trufla svefn, minnka matar- lyst og hafa slæm geðræn áhrif. Full ástæða er til að fylgja vel settum reglum um lyfjanotkun íþróttamanna. Það er heimskulegt að fóma heilsunni fyrir hugsanlega betri íþróttaárangur, og óheiðarlegt gagnvart öðrum íjjrótta- mönnum. Yfirleitt hefur í})róttaiðkun góð 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.