Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 38
Afmœli UMFI Listin í ungmenna- félögunum Umræðuefni sem þetta gefur tilefni til mjög víðtækrar umfjöllunar, því sterkar líkurmáleiðaað því að allt starf sem ffam fer innan hreyfingarinnar sé hluli af okkar þjóðmenningu. Ég mun því reyna að takmarka mig sem mest við þann þátt sem fellur undir listir án þess þó að þar sé um að ræða einstrengingslega túlkun á því hugtaki. Leiklistin er sú grein lista sem ungmennafélögin hafa fyrst og fremst tekið upp á arma sína með skipulegum hætti, þó fleiri listgreinar komi þar vissu- lega við sögu. Ber tónlist þar vissulega hæst og má minna á útgáfu Söngbókar UMFÍ af því tilefni. Samkvæmtupplýsingum fráBandalagi íslenskra leikfélaga eru 23 ungmennafélög með aðild að bandalag- inu og hafaþessi félög samtals sett upp 18 fullgildar leiksýningar á sl. 3 árum. Þetta segir okkur að leiklist er veiga- mikill þáttur af starfsemi þessara félaga, því auk þessara leiksýninga standa þessi félög að námskeiðum, sty ttri dagskrám og fleiriuppákomumíþeimdúr. Núeruþetta kannski ekki svo ýkja mörg félög af heild- inni og erfitt að halda því fram að leik- listarstarfsemi sé stór hluti af heildarstarfi ungmennafélagshreyfingarinnar, ef ekki kæmi flcira til. Ungmennafélög eiga stóran þátt í leikhúsaösókninni Staðreyndin er nefnilega sú að leiklist cða “performance” (hér vantar íslenskt orð) er stór þáttur í starfsemi allflestra félaga innan UMFI. Hér á ég við uppákomur og skemmliefni allskonar sem félagsmenn troða upp með á þeim hátíðum og samkomum sem sífellt er verið að halda á vegum ungmennafélaganna vítt og breitt um landið. Það er trú mín að þessi almenna þátttaka og áhugi sé stór hluti af þeim grunni sem ótrúleg leikhússaðsókn hér á landi byggir á. Nú er vert að velta því aðeins fyrir sér hvers vegna leiklistin hefur átt þessum vinsældum að fagna hjá ungmcnnafélögunum. Kemur þar eflaust fyrst og fremst til hvað leiklistin er okkur flestum eðlislæg og náskyld þörf bamsins til að leika sér. Enda hefur leiklistin að mínu viti fylgt manninum alla tíð í gegn- um helgisiði og frásagnarlist alls konar, þó svo að upphaf leiklistar í því formi sem við skilgreinum hana nú sé tímasett nær okkur í tíma. í öðru lagi er sú athöfn að koma saman og æfa og setja upp leikþátt eða sýningu mjög þroskandi og skemmtilegt félagslegt starf. Þroskandi vegna þess að hópurinn á sér sameiginlegt markmið sem hann gerir sér fljótt ljóst að næst ekki nema með mikilli samvinnu. Ennfremur er í leiklistinni sífcllt vcrið að fást við mannlega þætti, hlægilega, sorglega og allt þar á milli og knýr því þátttakendur til að skoða mannlífið á opnari og víðsýnni hátt en hinn grái hvunndagur býður upp á. Skemmtilegt er þetta starf, því það knýr hvern einstakling til að virkja sköpunarþörf sína og leggja sig allan fram, bæði til Iíkamaog sálar. Endaerþað svo að ungmennafélagshreyfingin og leiklisún hafa átt samleið frá upphafi hreyfingarinnar hér á landi og leiklistar- starfsemi innan hennar er stór þáttur af leiklistarsögu okkar. Því vil ég hvetja UMFÍ til þess að gangast fyrir rannsókn og ritun á leiklistarstarfsemi ung- mennafélaganna til þess að Ijóst verði hve ríkan þátt hún á í mcnningarsögu þjóðarinnar. Ungmennafélögin og menningar- og listalíf framtíðarinnar Ef við Iítum úl leiklistarstarfsemi innan hreyfingarinnar er ljóst að hún er nú í nokkuð föstum skorðum og kannski ekki ástæða úl mikilla breyúnga þar á. Þó fyndist mér rétt að UMFÍ leitaði eftir nánara samstarfi við Bandalag íslenskra leikfélaga um með hvaða hætti mætti auðvelda einstökum félögum að sinna leiklistarstarfi. Eins finnst mér úmabært að athugaðir séu möguleikar á því að tengja saman félagsmálanámskcið og námskeið í framsögn og leikrænni tjáningu. Hvað aðrar listgreinar áhrærir, fyndist mér rétt að ungmennafélögin á hverjum stað leituðu eftir samvinnu við önnur félagasamtök og skóla um með hvaða hætti mætti stuðla að blómlegra menn- ingar- og listalífi á hverjum stað. í mínum huga erþað engin spurning að nú á tímum rýrnandi byggðar samfíira auknu framboði á afþreyingarefni og tímamorðingjum ýmiss konar, fcr hlutverk og ábyrgð ungmennafélags- hreyfingarinnar í þessum efnum vaxandi og lausnarorðið sem jafnan áður er samvinna. Arnór Benónýsson Höfundur er leikari og fyrrver- andi stjórnarmaður í UMFI. 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.