Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 11
Viðtaliö Nýtt dœmi með nýju spjóti -Næst víkjum við sögunni að breyt- ingum á spjóúnu sem urðu 1986. Einar segir að með þessu nýja spjóti sé dæmið að mörgu leyti orðið nýtt. “Breytingamar voru mjög miklar”, segir Einar, “og menn hafa komið misvel út úr þeim. Hvað tæknihliðina varðar byggi ég ekkert á fyrri reynslu. Það eru ýmsir tæknilegir þættir varðandi þetta nýja spjót sem ég þarf nú að leggja mig fram við að fínpússa. Það eru hlutir sem varða átaksferil á spjótið. Ég get ekki leyft mér sömu álagsæfingar nálægt Ólympíuleikum, nálægt þeim tíma sem ég ætla að ná sem bestri styrktarþjálfun. Miðað við það sem ég gat leyft mér með gamla spjótinu. Núna má átaksferill handarinnar ekki fara upp fyrir spjótið. Þá snýst það mun hraðar yfir sig og nýtist ekkert.” -Þú varst ekki sáttur við þessa breytingu sem gerð var á spjótinu við risakast Uwe Hohn, 104.80 metra vegna ótta manna við slysahættu. “Já, þó svo þeim mönnum hefði fjölgað sem voru að kasta á þessum tíma um og yfir 90 metra fannst mér það léleg röksemdafærsla að láta einhverja lélega velli í Evrópu ráða því að spjótinu væri breyttsvonamikið. Sérstaklegavarðandi Þyngdarpunkt spjótsins. Hann var færður heila 4 cm. framar á spjótinu. Og þó svo uð þetta margir menn væru famir að ná kasti um og yfir 90 metra var sjaldgæft að þeir gerðu það í keppnum.” -Hvemig hefur þeim síðan gengið að aðlagast nýja spjótinu í heildina séð á þessum tíma? “Mjög mismunandi. Það var gerður samanburður á þessu eftir fyrsta árið og þá kom í ljós að sá sem var númer eitt í heiminum 1985 tapaði 12-13% af kast- !engd á árinu '86. Sá sem var aftur í 50. saeti bæði árin var hins vegar kominn niður í 8 %. Það var því augljóst að eftir því sem menn áttu lengri köst með gamla spjótinu, þess meira töpuðu þeir í Prósentum séð mcð því að skipta y fir í það nýja. Þannig að þetta þjappaði öllum saman. Þeir sem voru í kringum 65 metra með gamla spjótinu töpuðu ekkert á því að fara yfir í nýja spjótið. Fjölmargir meðalmenn á gamla spjótinu komust þannig í fremstu röð þegar skoðaðir voru í keppni erlendis. 1984, Einar, ásamt launum eftir keppni í Englandi. listar. Margir sem voru svona í kringum 81 til 82 metra með gamla spjótinu, menn sem voru yfirleitt inni í myndinni á alþjóðamælikvarða, voru nú skyndilega komniraðhhðþeirrabestu. Jafnvelíbetri samkeppnisstöðu en þeir sem höfðu kastað um og yfir 90 metra og voru að berjast á sama metranum. Þetta gerðist strax árið eftir breytinguna. Svo eru sumir menn sem hafa hrein- lega ekki náð valdi á þessu nýja áhaldi. Þar má nefna Tékkann Adameck. Hann átti yfir 90 metra með því gamla. Hann er nú að kasta þetta 73 til 75 metra. Ég þori nú ekki að fullyrða hvort margir hafa lent í þessari stöðu Adamecks en ég ætla að kanna þetta nánar þegar ég kem til Bandaríkjanna þar sem ég get gengið að nákvæmum upplýsingum um þessi mál. En það eru mörg dæmi veit ég um að menn sem voru að kasta um 80 metra með gamla spjótinu, þeir hafa náð nánast sama árangri með nýja spjótinu. Dæmi um þetta er Svíinn Peter Borglund. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreytt hans keppnisstöðu á alþjóðavettvangi.” Hvemig er með Wennlund í þessu tilfelli? “Við Wennlund höfum nánast fylgst að íþessu ferli. Hannátti 92.20 m. Núna áhann 82.68. Égátti 92.42 ogánú 82.98. Það er ekki óalgengt að menn tapi um 12 til 13 prósentum af kastlengd sinni. Svo getur þetta farið niður í um 8 prósent hjá sumum.” Siguröi Einarssyni ,tekur viö sigur- Heimsmetið fer í 90 metra á nœsta ári -Hvemig heldur þú að þróunin verði í þessu á næstunni? “Heimsmetiðferyfir90metra. Þaðer hægt að kasta þessu spjóti 90 metra, ég er alveg sannfærður um það. Og verður sjálfsagt gert á næsta ári. Heimsmetið er nú 87.66 m. og næstlengsta kast er 86.64 ___ >» m. -En í aðra sálma. Það er ekki hægt að segja að þú hafir haft hóp þjálfara í krin- gum þig á þínum ferli sem spjótkastari. “Nei,það væri full mikið sagt. Og það er kannski full mikill galli á þessu hjá mér að ég hef gert þetta svo mikið einn að ég er orðinn óþjáll í samvinnu. Ég hef staðið sjálfan mig að því. Ég þarf nú ákveðnar reglur til að geta nýtt mér reynslu annarra. Og Stefán Jóhannsson hefur sýnt mikla þolinmæði á því sviði því að ég hef farið það langt í minni hugmyndafræði að það er sjálfsagt hægt að finna auðveldari menn til að vinna með, þannig séð. En vegna flutninga minna milli íslands og Bandaríkjanna og vegna breytinga í þjálfarastöðum í Bandaríkjunum hef ég ekki náð að festa mig við þjálfara l£kt og flestir keppinautar mínir hafa gert. En ég hef ekki getað gengið að því vísu að geta haft þjálfara þegar ég þarf á honum að halda, þannig að ég hef aldrei opnað mig fullkomlega fyrir þjálfara. En hvað þetta allt varðar er myndbandstækið í raun einna dýrmætast. Ef maður hefur einhvem sem getur gert Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.