Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 17
Iþróttaauglýsingar 1) Beinar auglýsingar sem geta komið nafni fyrirtækis eða vöru á ffamfæri. 2) Söluhvatningarkerfi sem hafa að markmiði að örva þá sem selja vöruna til að koma henni á framfæri. Oft er um að ræða afslátt til milliliða eða aukinn hlut í söluhagnaði eftir því sem meira er selt. 3) Almannatengsl sem felast í því að koma nafni fyrirtækis eða vöru á framfæri ttteð óbeinum hætti, t.d. með því að stundagóðgerðarstarfsemi. Fyrirtækisins er þá oftast getið í fjölmiðlum undir jákvæðum kringumstæðum. Almannatengs felast einnig í því að '■'iðskiptavinir, starfsfólk og stofnanir hafi tekifasri til að hafa áhrif á fyrirtækið og finnist sem þeirra sjónarmið séu virt að verðleikum. 4) Sölumenn sem hafa beint samband við viðskiptavini. Tilgangur íþróttaauglýsinga I sænskri könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum í afmörkuðu byggðarlagi kemur m.a. fram í hvaða tilgangi fyrirtæki ttota íþróttaauglýsingar. Er hér um að ræða fjögur megin atriði: - Að skapa og viðhalda jákvæðri ímynd fyrirtækisins. - Að skapa og viðhalda jákvæðu sam- bandi við starfsfólk, íbúa byggðalagsins °g stofnanir. Að halda góðu sambandi við viðskiptavini (þá sem eru í tengslum við íjiróttahreyfinguna). - Að sýna ábyrgðartilfinningu gagnvart samfélaginu. Að sjálfsögðu hlýtur íþróttaáhugi yfir- tttanna að hafa talsverð áhrif á huglægt ^at þeirra um mikilvægi 'þróttaauglýsinga til að ná fram réttum áhrifum Eins og sjá má þá ná íjæóttaauglýsingar samkvæmt þessari könnun að fara inn á Svið 1) og 3) í upptalningunni hér að ofan Urtt þá möguleika sem fyrirtæki hafa til að boma skilaboðum sínum á framfæri. iþróttahreyfingin getur boðið fyrir- tækjum beinar auglýsingar og leiðir til að bæta almannatengslin og viðhalda þeim. Það virðist hins vegar ekki vera raunhæft fyrir íþróttahreyfinguna að fara inn á þau svið sem falla undir söluhvatningarkerfi eða þar sem sölumenn fyrirtækja koma beint inn í dæmið. Það sem oft vill vefjast fyrir mönnum þegar farið er að ræða saman er hversu mikils virði þær auglýsingar eru sem íþróttafélög geta boðið fyrirtækjum. Mikilvægt er fyrir iþróttafélagið að gera sér góða grein fyrir þessu áður en það býður þjónustu sína. Auðvitað má síðan setja upp hærra verð í byrjun og bjóða síðan afslátt ef verða vill. Því miður líta mörg fyrirtæki á allar íþróttaauglýsingar sem góðgerðar- starfsemi, þó að slíkþurfi alls ekki að vera raunin. Þau eru hins vegarofttilbúin tilað borga hærra verð en ella þegar um góðan málstað er að ræða, og er þá talað um dulda góðgerðarstarfsemi. Flest fyrirtæki líta reyndar þannig á málin og telja ekki að um sé að ræða hrein viðskiptaleg sjónarmið. Það mætti teikna þetta upp á eftirfar- andi máta: Dulin ^ góðgerðarstarfscmi Viðskipt S asjónarmið \ N. V. A, B, Hrein viðskipta- Hrein góðgerða- sjónarmið starfsemi bókfærð sem augl. kostn. Flestir með blöndu A og B Áhrifarík kynning Til að eiga sem besta möguleika á að fá fyrirtæki til að styðja íþróttir með fjármagni eða á annan máta í skiptum fyrir íþróttaauglýsingar, þurfa þau að vita hvað er í boði. Því er mikilvægt að setja fram mál sitt á skipulagðan hátt. Eftirþví sem félagið hefur meira að bjóða aukast líkumaráþvíað fá styrktaraðila. Eftirfar- andi er upptalning á nokkrum þeirra þátta sem skipta máli við að auka líkurnar á að ná samningum við fyrirtæki (næstu síðu: Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.