Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 10
Viðtalið segja. Ég get sjálfsagt kennt sjálfum mér um þetta að miklu leyti, að vera að þvælast þama á þessari braut eins mikið og ég gerði á þessum tíma. En cftir að ég kom frá Bandaríkjunum í júní á síðasta ári í mjög góðu formi, var mjög freistandi að sjá hvað kæmi út úr þessu og ég keppti svolítið þama í júní. Allt í lagi með það. Ég var að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið og kastaði mikið, mcð Stefáni landsþjálfara. Svartur Sunnudagur I>að var síðan einn sunnudaginn sem ég var þama með Stefáni og/Sigurði Einarssyni, spjótkastara, að ég lenti á lausri mottu á kastbrautinni, á skeyt- unum. Þetta eru þrír strimlar, gerviefni, og þeir eru eiginlega allir lausir á homum. Þeirr voru búnar að vera lausar allt sumarið. Miðstrimillinn er rúmur metri þannig að ef maður hittir á miðjuna á honum gengur það upp. Ef maður Iendir á skeytunum þá fer maður úr jafnvægi. Þetta gerðist hjá mér þennan sunnudag. Reyndar hafði þetta gerst oft áður en ekki með þeim afleiðingum sem þama urðu. Þá fékk ég slæman hnykk á bakið, geysi mikið högg reyndar, sem bólgnaði síðan mikið upp um nóttina þannig að mér leist heldur illa á blikuna á mánudagsmorgni. Svo fannst mér þetta nú lagast eitthvað á þriðjudeginum, ég gat setið og gengið nokkum veginn sársaukalaust. En ég gætti þess að reyna ekkert á bakið. Þannig fór ég sem sagt til Rómar á heimsmeistaramótið. Það vom ekki nema fimm dagar til stefnu og það var ekkert annað að gera en að reyna að blekkja sjálfan sig alveg þangað til maður kastaði spjótinu. En við eigum ekki ncma einn völl á íslandi með gerviefni og hann í þessu ásigkomulagi. Það má náttúrulega segja að maður hefði ekki átt að vera að taka þessa áhættu og reyna frekar að koma sér erlendis til undirbúnings. En þá er þctta alltaf spuming um fjármagn. Og svo er það einnig að “heima er best”.” -En þú lést ekkert hafa eftir þér um þetta mál. “Ég tók þá ákvörðun að gera það ckki. Það hefði haft mjög slæm áhrif á mig persónulega ef ég hefði gefið það upp að ég væri meiddur því ég ætlaði ekkert að viðurkenna það fyrir sjálfum mér að svo væri. í þessu sambandi var mér minnisstæð Evrópubikarkeppnin ’85. Þá hafði ég tognað mjög illa í olnboga og fékk meðferð vikuna fyrir keppnina. I fimmtu umferð var ég með 77 metra og þriðji eða fjórði í röðinni. Þartil í síðastakasti að ég næ 87 metra kasti og næ að sigra. Þetta hefði maður ekki getað nema að maður hefði að hluta til verið búinn að blekkja sjálfan sig á því að þetta myndi ganga. Ég var sannfærður um að menn hefðu getað komist í gegnum ýmislegt þó þeir hefðu Jœngið hnjask, bólgur og annað í skrokkinn. Ég vildi sem sagt ckkert viðurkenna það að ég væri búinn vegna þess að ég "Glœsilegt, sonursœll". Feögar fagna Noröurlandameti á Landsmóti. hefði meitt mig á vellinum niðri í Laugar- dal. Að ég gæti ekki gert það sem ég ætlaði að gera og var búinn að eyða þúsundum klukkustunda í að búa mig undir. Það voru bara mínir nánustu vinir sem vissu þetta. Og Gústi Asgeirs (formaður Frjálsíþróttasambands íslands) vissi hvað hafði gerst. Um lcið og maður gæfi slíka yfirlýsingu er maður búinn að tapa, því þá er kominn efi í spilið. Það hvarflaði þess vegna aldrei að mér að gera þetta opinbert.” Seoui framundan -En ef við víkjum að náinni framtíð. Nú hlýtur þú að horfa til Seoul í septem- ber. “Já, við Stefán Jóhannsson og einnig Sigurður Einarsson, höfum sctt saman útlínur að þjálfunaráætlun fram að Olympíulcikunum. Höfumrættþessimál fram og aftur og áætlunin liggur nokkuð ljós fyrir.” -Hvað með keppnir? “Þær eru ekki njörvaðar niður fyrr cn í júní, vegna þess hve Olympíulcikarnir eru seint. Það getur verið að maður taki þátt í einhverjum minniháltar mótum í apríl og maí ef það hentar. Það væri þá fyrst og fremst til að finna sig í þessum hefðbundna keppnisaga, að kasta sex sinnum og svo framvegis. Það cr ágættað hafa það ferli eitthvað mcð í æfingaáætluninni. í júní koma síðan þessar keppnir sem eru einna stærstar fyrir íslands hönd, 17. júní mót sem verður líkast til alþjóðlegt. Síðan er Meistaramót FRI og einnnig landskeppni við Skota í Edinborg. Við erum nú að vinna að því að fá erlenda keppendur á 17. júní mótið af heimslistanum í kringlukasti og spjótkasti. Það er þó ekki ákveðið cnn. Við ætlum að reyna að kanna þctta mál dálítið sjálfir úti í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari, er einnig að fara til Bandankjanna nú í janúar til æfinga. En hvað spjótkastið varðar stefnum við að því að fá einhvcrja af þeim bestu, eins og Seppo Raty, heims- meistara, Jan Celeczny, heimsmelhafa og Tafelmayer, Evrópumeistara. Það hafa aldrei verið haldin hér verulega sterk kastmót. En þessar áætlanir geta auðvitað stangast á við undirbúning annarra þjóða. Það verður til dæmis mikill fjöldi úrtökumóta fyrir Ólympíuleikana á þess- um tíma. Það er því enn alls óvíst hvcrnig þetta heppnast. En hvað önnur mót í sumar varðar erum við að áætla þáttöku í mótum á vesturströnd Bandaríkjanna í ágúst. Það eru uppi hugmyndir um að fara í æfingabúðir til Bandaríkjanna. Það verður nokkur fjöldi æfingamóta á vesturströndinni á þeim tíma. Þangað fara einmitt margir í æfingabúðir og fljúga síðan þaðan til Kóreu. Þetta gera menn til að venjast tímamismuninum. En þetta eru mikið færri mót hcldur en ég á að venjast. Ég hef öðlast dýrmæta reynslu þessi undanfarin ár sem ég hcf verið í alþjóðakeppni. Þetta er mikið púsluspil að setja saman áætlun sem miðar að hámarksárangri á ákveðnum tímum.” 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.