Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 7
Molar Einhverjir minnast sjálfsagt stuttrar heimildarkvikmyndar sem sýnd hefur verið í Sjónvarpinu og nefnist“ídagsinsönn”. Hvortsem fólk man hana eða ekki er það forvitnilegt að það var á héraðsþingi Skarphéðins, árið 1956 sem ákveðið var að ráðast í gerð þessarar kvikmyndar, um forn vinnubrögð á Suðurlandi. Kvikmyndunin hófst 1960 og lauk 1973. Kvikmyndatöku og klipp- ingu annaðist Vigfús Sigur- geirsson. Haraldur Matthíasson á Laugarvatni og Þórður Tómasson í Skógum sviðsettu myndina og flytja texta. Og enn skal nú borið lof á vídeóið (nei, myndbandið). Myndin er nú komin á þijár niyndsnældur og er nú fáanleg hjá Kjartani Olafssyni hjá Búnaðarsambandi Suðurland. Þær kosta saman 5000 krónur en hver um sig 2000 krónur. Ef þið hafið áhuga getur Halldóra á skrifstofu HSK aðstoðað ykkur. Síminn er 99-1189!... Gísli Sigurösson frjáis- íþróttamaður úr Skagafirðinum sem lengi vel hefur verið sunnan heiða og stundað sína íþrótt hjá kr, er nú kominn aftur á heimaslóðir og keppir að nýju fyrir UMSS. Þetta er auðvitað mikill hvalreki á fjörur Skagfirðinga manna sem nú státa íslandsmeist- ura í fimmtarþraut innanhúss en Gísli öðlaðist þann titil fyrir nokkrum vikum. Gísli hefur verið mjög virkur í starfinu fyrir norðan eftir áramótin og hefur tekið að sér Þjálfun frjálsíþróttafólks UMSS. Hann hefur komið í fjölda ferða suður með sitt fólk og hefur þá verið fastur gestur með sitt fólk í gistingu í Vesturhlíð, þjónustu- miðstöð UMFÍ, á Öldugötunni... Islandsmótiö í innanhússknattspyrnu var haldið í janúar mánuði eins og flestir vita. Það var ekki bjart útlitið hjá HSÞ b sem spilar í 1. deildinni þegar dregið hafði verið í riðla. Þá kom nefnilega í ljós að mótheijamir voru ekki af lakara taginu. Reykjavíkurmeistarnir í ✓ innanhúsknattspymu Þróttur, Víkingur Reykjavík og Islandsmeistar- arnir utanhúss, Valur. Mývetningamir sýndu hins vegar ágæta knattspymu, héldu sér uppi í fyrstu deildinni, og sendu jafnframt Valsara niður í 2. deild. HSÞ b leikur eins og kunnugt er í 4. deildinni næsta sumar en nágrannar þeirra í Völsungi máttu bíta í það súra epli að falla úr 3. deildinni innanhúss í þá 4. Liðstjóri HSÞ b var Kristján Yngvasson, formaður HSÞ. Það væri kannski heillaráð fyrir Völsunga að tala við Kristján frekar en Rússann varðandi knattspymuþjálfun fyrir næsta ár... Nýtt ungmennafélag hefur nú verið stofnað í Reykjavík, í Grafarvogi. Ungmennafélag hefur ekki verið stofnað í Reykjavík síðan Ungmennafélagið Víkveiji fæddist árið 1964. Hugmyndin að stofnun félagsins fæddist á fundi í félaginu Vesturhlíð í Reykjavík sem er félag gamalla ungmennafélaga. Grafarvogur er ört vaxandi byggð en þar er enn sem komið er lítil aðstaða til félagsstarfa og íþróttaiðkana. Áhuginn er hins vegar geysilegur meðal ungs fólks fyrir félagi í Grafarvogi. Félagsaðstaða er nokkur í Foldaskóla og þar hafa skátar í hverfinu fengið inni. Mikil og góð samstaða hefur tekist með skátum og ungmennafélögum um hið nýja félag sem enn hefur ekki fengið nafn. íþróttahús er ekkert í hverfinu enn sem komið er en skólinn er í örri uppbyggingu. Og veitir ekki af þar sem ekki er talið ólíklegt að á næsta ári geti íbúafjöldinn tvöfaldast. Nú búa í Grafarvogi um 2500 manns. Fyrstu verkefni hins nýja félags verða að líkindum að koma af stað skák-bridge- og borðtennisstarfi en það er mögulegt í skólanum eins og hann er nú. Einnig er gert ráð fyrir leikjanámskeiðum þegar vorar... Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.