Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 25
Hlaup Árangur í hlaupagreinum í heild er mun betri en í fyrra. Spretthlaup Enginn var afgerandi bestur í 100 m. en Egill Eiðsson, UÍA, var bestur í 200 og 400 m. hlaupunum þar sem hann náði sínum besta árangri til þessa. Af ungum mönnum í framför má nefna Jón Amar Magnússon, HSK, í 100 m„ Gunnar Guðmundsson, UÍA, í 100 til 400 m„ Amar Snorrason, UMSE, og Friðrik Larsen, HSK, í 400 m. hlaupi. Einar Gunnarsson, UMSK, mun hafa lagt skóna á hilluna. Árangur í spretthlaupunum verður enn að teljast slakur en 400 m. hlauparamir lofa þó góðu. Gaman er að sjá jafn marga “rafmagnstíma” og raun ber vitni. Vonandi verða gömlu góðu skeiðklukkumar jafn sjaldgæf sjón og sauðskinnsskómir um næstu aldamót. Millihlaup Islandsmet Erlings Jóhannssonar ber hæst í millivegalengdum. Þrotlausar æfingar hans undanfarið eru nú að byrja fyrir alvöru að skila árangri. Guðni Gunnarsson, UMFK, sýndi hvers hann er megnugur, ef hann nennir. Daníel S. Guðmundsson, USAH, bætti sig mikið, Svavar Guðmundsson, HSH, nokkuð og Arngn'mur Guðmundsson, UDN, kom á óvart á sínu fyrsta alvöru keppnisu'mabili. Brynjúlfur Hilmarsson, UÍA, var meiddur, Hannes Hrafnkelsson, UMSK, virðist staðnaður og Guðmundur Sigurðsson, UMSK, æfði ekki á síðasta ári. Langhlaup Már Hermannsson, UMFK, var bestur í 3000 - 5000 og 10.000 m. hlaupunum og bætti árangur sinn í öllum greinunum. Það gerði Daníel S. Guðmundsson einnig auk þess sem hann var bestur í 3000 m. hindrunarhlaupi. Árangur annarra langhlaupara var því miður slakur. Þó bind ég vissar vonir við Gunnlaug Skúlason, USVH, sem komið hcfur á óvart í víðavangshlaupum vetrar- ins. Afrekaskráin Grindahlaup Grindahlaupin eru skárri en í fyrra enda þurfti ekki mikið til. Það athyglisverðasta á þeim vettvangi er 400 m. grindahlaup Egils Eiðssonar. íslandsmetið gæti legið næsta sumar. Boðhlaup Árangur í boðhlaupum var viðunandi miðað við áhafnir. Athygli mína vöktu vel undirbúnar boðhlaupssveitir UMSE á Landsmótinu á Húsavík. Hlauparamir Guðni Sigurjónsson, Aðalsteinn Bemharðsson, Daníel Smári Guðmundsson og Stefán Hallgrímsson, “gengu aftur” í raðir ungmennafélaga. Eru þeir boðnir velkomnir. Stökk Árangur í stökkum var slakur en samt heldur skárri en í fyrra. Aðstöðuleysi háir stökkvumm víða og oft vantar aðeins herslumuninn til að gera hana viðunandi. Hástökk Unnar Vilhjálmsson, UÍA, var bestur sem fyrr og Hafsteinn Þórisson, UMSB, næstbestur. Þeir félagareiga það sameig- inlegt að vera staðnaðir. Ég hygg að næsta surnar megi skera úr um það hvort megi afskrifa þá. Aðalsteinn Garðarsson HSK stökk 2.00 m. eins og Hafsteinn og bætti HSK metÞráins Hafsteinssonar um 1 cm. Hjörtur Ragnarsson, HSH, kom fram á sjónarsviðið í sumar. Hann á framtíðina fyrir sér, það er að segja, ef hann æfir greinina af alvöm og stefnir hátt. Stangarstökk Ekki er stangarstökkið burðugt frekar en fyrri daginn. Ég held ég láti nægja að bjóða Geir Gunnarsson, UMSS, velkom- inn í raðir ungmennafélaga. Langstökk Síðastliðið sumar var besta keppnisu'mabilið sem Cees van de Vcn, UMSE, hefur átt síðan hann flutti til land- sins. Jón Amar Magnússon og Olafur Guðmundsson, HSK, eru í framför. Sigurjón Valmundsson meiddist illa og var ekki með síðastliðið sumar. Þrístökk í fljótu bragði virðist bjart framundan meðal þrístökkvara. En skoðum málið betur. Unnar Vilhjálms og Jón Arnar æfa aðrar greinar. Guðmundur hefur ekki æft þrístökk síðan 1984. Kári Jónsson, HSK, Ólafur Þ. Þórarinsson, HSK, í þrístökkskeppni Landsmótsins ó Húsavík síöasta sumar. "Ég bind því mestar vonir viö Óiaf Þ. Þórarinsson af þeim sem eru ö listanum", segir Jón Sœvarí umfjöllun sinni. Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.