Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 13
Viðtalið Noröurlandamet á Landsmóti í uppsiglingu. "...að ná þessum árangri á Landsmótinu var mér mjög dýrmœtt." auðvitað til ýmsar aðferðir til að gera einstaklinga móttækilegri og sterkari andlega séð undir óvæntum kringumstæðum. Það eru þessar óvæntu og óeðlilegu kringumstæður sem geta breytt allri útfærslu og tilfinningu íþróttamannsins á ákveðnum vettvangi. Það er til dæmis fyrir hendi ákveðin sálfræðileg þjálfunaraðferð til að láta ósjálfvirka taugakerfið upplifa reynslu sem það veit ekki hvort er upplifuð eða tilbúin. Með myndrænni hugleiðslu. Þú setur á svið uppákomur í huganum og sérð sjálfan þig í ákveðinni tilveru undir ákveðnum slökunaraðferðum. í þessari hugleiðslu þjálfar þú þig síðan til að hafa stjórn á aðstæðum. Þessar tilraunir hafa reynst mjög vel. Það hafa verið gerðar tilraunir á íþróttamönnum og þetta þykir nýjabrumið í dag, þ.e. íþróttasálfræðin. Það er viðurkennt hversu huglæg þjálfun getur aðstoðað menn í tækniþjálfun. Ég reyndi þetta með þjálfara mínum í Texas í Bandaríkjunum. Og þegar ég fór í gegnum svona ferli ef kalla má það svo, kom í ljós að ég átti erfiðast með að sjá fyrir mér ákveðna hluti í kastferlinu með spjótið. Þegar ég síðan skoðaði myndband af sjálfum mér í kasti kom ég auga á þetta atriði á mynd- bandinu. Þau atriði sem ég átti erfitt með að myndgera í huganum voru þau atriði sem ég gerði ekki rétt þegar ég var að kasta. Þannig gátum við “greint” nákvæmlega það sem þurfti að bæta í kastferli mínu. Þetta vakti nokkra athygli í Bandaríkjunum og var skrifuð grein í bandaríska frjálsíþróttaritið Track and Field News um þessar lilraunir okkar.” -Talandi um þjálfara. Nú hefur þú undanfarið unnið mikið í samvinnu við Stefán Jóhannsson, landsþjálfara. En Þegar þú lítur til baka, er þá einhver sérstakur sem hafði mikil og mótandi úhrif á þig? Mótandi óhrif “Stefán hefur skapað mér mörg kckifæri hér heima. En í upphafi var ég mikið í samstarfi við Guðmund Þórar- insson en það var aldrei nein markviss þjálfunaráætlun eða annað í þeim dúr. Ég byrjaði ekki á ncinni markvissri þjálfun sem heitið getur fyrr en ég kom til bandarfkjanna og þá hafði ég ekki mikið samráð við bandaríska þjálfara við skólann því spjótkast var ekki sérgrein hjá þeim, frekar þeirra veika hlið. Reyndar var mikil samvinna milli mín og Tim Hamilton sem var þjálfari þá í háskólanum í Austin. Hann er hins vegar ekki lengur við þjálfumþar. Við unnum nokkuð mikið saman og settum upp þjálfunaráætlun. Ég var hins vegar alltaf gerandi í þeirri sam vinnu og tók auk þess þá ákvörðun að treysta ekki of mikið á hann því ég vissi ekki hve Iengi okkar samvinnagæti staðið. Ég vildi ekki verða of háður honum um frekari árangur og framgang. Ég hef því ekki opnað mig fyrirþjálfara og treyst mjög mikið á slíkt. Það er í raun ekki fyrr en í vetur að ég á nána samvinnu við þjálfara, Stefán Jóhannsson. Hann hefur fylgst mjög vel með því sem ég hef verið að gera og mér hefur líkað það vel. Stefán hefur starfað á s vipaðan hátt með Sigurði Einarssyni en svo er ég að fara út og hann kemur ekkert með. En okkar samstarf byrjaði formlega í fyrra. Við höfum þekkst í nokkur ár en samskiptin vom ekki nema þau að hann var allur af vilja gerður að gefa góð ráð. Þessi samskipti okkar voru sem sagt ekki skilgreind nákvæmlega fyrr en þeirri skipan var komið á í fyrra að ráða landsþjálfara í ákveðnum greinum. Hœtti við aó hœtta -En hvenær mundir þú segja að þú takir ákveðna afstöðu í því að leggja fyrir þig spjótkast? “Ætli megi ekki segja að það hafi verið 1980. Þá setti ég íslandsmet í spjótkasti á Norðurlandamóti unglinga. En þá var ég reyndar búinn að taka þá ákvörðun að hætta þessu. Kúvenda og einbeitaméraðnámiogöðrumhlutum. I það minnsta var ég búinn að ákveða að stunda þetta ekki strangt með eitthvað markvisst í huga. Ég hef alltaf haft þá afstöðu að ef ég ætla að sinna þessu, þá hefur það verið að eins miklu marki og ég mögulega get.” -En þessi ákvörðun þín að hætta spjótkasti af alvöru árið 1980. Hvernig kom það til? “Byrjum á árinu ’78. Það var í raun það ár sem ég fékk sprautuna fyrir spjótkastinu. Þá fór ég í mína fyrstu keppnisferð til útlanda, í keppni með karlalandsliðinu í Danmörku. í þeirri keppni bætti ég mig um 8 metra, kastaði 67,36 m. Það var þriðja lengsta kastið á landinu þá. Árið 1979 varsíðan frekarneikvættár hjá mér íþróttalega séð. Mér gekk illa í spjótkastinu og það voru ýmis konar örðugleikar við það að stunda íþróttina. Ég var uppi í Borgarfirði og æfði á árbakkanum við Reykjadalsá. Ég sá í raun lítið vit í þessu, fannst þetta óskynsamleg ráðstöfun á tíma. Ég bætti mig ekki eins og ég hafði gert ráð fyrir. Maður var stórhuga á þessum árum og það fór lítið fyrir þolinmæði. Um haustið Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.