Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1989, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.08.1989, Qupperneq 4
Frá ritstjóra Ingólfur Hjörleifsson í Skinfaxa aö þessu sinni er aö finna „lýsingu" svo langt sem hún nær í myndum og máli af nokrum helstu mótum og íþróttahátíðum sum- arsins. Víðaumlandið eru haldin íþróttamót þar sem koma saman þúsundir ungs fólks ásamt foreldrum og skyldmennum. íþrótta- hátíð HSK á Hvolsvelli og Sumarhátíð UÍA á Eiðum eru aðeins tvö dæmi um þetta. Það sem einkennir báðar þessar hátíðir er að fjölskyldan fær nú meira rými til að njóta sín en oftáður. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað um allt land á undanförnum árum. Forsvarsmenn félaga leggjasífellt meiri áherslu á mikilvægi þess að öll fjölskyldan komi saman, foreldrarnir sendi bara ekki börn sín á æfingar og í keppni og líti á þessa starfsemi sem eins konar pössun fyrir yngri kynslóðina. íþróttir eru mikið meira en íþróttir. Félögin sem sjá um þessa starfsemi eru n.k. uppeldismið- stöðvar. Endalítabörn og unglingar oft á þjálfara sinn og leið- beinanda sem eins konar foreldri. Orð hans og og gerðir eru þeim fyrirmynd. Og foreldri hafa svarað þessu kalli. Eitt dæmi um þetta mátti sjá á Aldursflokkameist- aramóti íslands í sundi sem haldið var í júlí í Mosfellsbæ. Stór hluti fylgdarmanna hins unga íþróttafólks voru foreldrar og þeir höfðu auðsjáanlega mjög gaman af. íþrótt- ir eru mikið meira en íþróttir, höfum það alltaf hugfast. IH Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóri:Ingólfur Hjörleifsson. - Ábyrgðarmaður: Þálmi Gíslason. - Stjórn UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þórir Haraldsson, varaformaður, Þórir Jónsson, gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson, ritari. Meðstjórnendur:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason, Sigurbjörn Gunnarsson. Varastjórn: Magndís Alexandersdóttir, Hafsteinn Þálssson, Matthías Lýðsson, Sæmundur Runólfsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, S:91-12546 - Setning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ. - Prentun: Prentsmiðjan Oddi. - Pökkun: Vinnustofan Ás. Allar aðsendar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða stjórnar UMFÍ. 4 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.