Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 8

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 8
Og jón Aruar MagMtt011 fofflftlir Hann er sagður mjög óvenjulegt náttúrubarn í íþrótt sinni. „Hann getur skákað þeim bestu í fram- tíðinni ef hann einbeitir sér af fullum krafti að tug- þrautinni” segir maður kunnugur í frjálsíþrótt- unum. „Efni í heimsklassa tugþrautarmann, hann þarf bara að æfa”. Hver er þessi piltur sem vekur þessar væntingar? Jón Arnar Magnússon heitir hann, tvítugur tug- þrautarmaður úr HSK, eitt mesta efni sem komið hefur fram um áraraðir í íslenskum íþróttum. Osköp venju- legur strákur sem hefur hat't svo mikið fyrir stafni að hann hefur ekki gefið sér tíma til að æfa af alvöru. „Þó það sé ljótt að segja frá því hef ég gert meira af því aðkeppa en að æfa”, segir hann. En nú er að verða breyting á því. „Eitt það fyrsta sem ég gerði í íþróttaiðkun var að taka þátt í Grýlu- pottahlaupinu svonefnda sem HSK stendur fyrir. Það er mjög merkileg keppni”, segir Jón brosandi. Þetta er hlaup sem hefur verið við lýði í mörg árá Selfossi. Eg var sjö ára polli þegar ég fór í þetta. Eldri frændur mínir voru í þessu og það þýddi auðvitað að ég varð að fá að vera með. Þetta Grýlupottahlaupferfram yfirsumatið og það eru hlaupin sex hlaup, 800 m sprettir nokkra laugardaga. Það er hlaupið upp á tíma og samanlagðir tímar í lok sumars gilda. Hvort þetta kveikti í mér veit ég ekki. Mér fannst þetta ansi langir sprettiren ég lét mig hafa það. En svo hefur nú svo til öll ættin verið að snúast í kringum frjáls íþrótti r ígegnum árin og það hefur kannski ýtt á eftir þessu hjá mér. Prófaöi hitt og þetta En ég var líka í fótboltanum og öðrum flokkaíþróttum. Það er meira gaman að vera með félögunum heldur en að veraeinn í þessu. Við getum svo orðað þetta þannig að ég hafi verið að prófa hitt og þetta í frjálsum. Það er hálfgerð skömm að vera að segja t'rá þessu en ég hcf ekkert æfl að viti í gegnunt árin þó ég hafi verið að keppa fyrir félagið og HSK. En það er nú að breytast nokkuð með æfingarnar úr þessu. Eg er að fara til Louisiana í Bandaríkjunum íháskólanám. Egfer að læra tölvufræði og í þessum skóla 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.