Skinfaxi - 01.08.1989, Qupperneq 18
Ungmennavika NSU
Það ersunnudagskvöld, 9.júlíog 90 manna hópur Norðurlandabúa afyngri
kynslóðinni er að koma sér fyrir í Kleppjárnsreykjaskóla í Borgarfirði. Fólkið er
dálítið ringlaðyfir veðurfarinu, rúmum sólarhring fyrr varþað ísínu heimalandi,
Finnlandi, Danmörku,
Svíþjóð, Noregi eða
Slésvík við landamæri
Þýskalands og Dan-
merkur. Alls staðar var
sól og næstum 30 stiga
hiti. Nú er það komið í
land elds og ísa eins og
það vill gjarnan nefna
ísland, sér engan eld en
ísinn er ekki langt undan
og hitinn er 9 gráður.
Ungmennavikufólkið við Gullfoss.
Einn daginn varfarið í stutta útsýnisferð um Borgarfjörð og var vatnsmesti
hver heims einn af viðkomustöðunum, Deildartunguhver.
„Átti elcki einhvern tíma að senda
ykkur á Jótlandsheiðar”, spyr einn
Daninn og reynir að hrista úr sér
hrollinn. íslenskir þátttakendur í
ungmennavikunni láta sem þeir heyri
þetta ekki og brosa í kampinn. Við
teljum þetta bara nokkuð gott á meðan
ekki hreyfir vind og við sleppum við
rigningu. Fólkið er saman komið á
Islandi til að taka þátt í Norrænni
ungmennaviku NSU sem stóð frá9. til
15 júlí í sumar. Skammstöfunin
stendurfyrirNordisk samorganisation
for Ungdomsarbejde eða Samtök
norrænna ungmennasamtaka og er
UMFÍ aðili að þeim.
Ungmennavikan er árlegur
viðburður, haldin til skiptis á hverju
Norðurlandanna en hefur ekki verið
18
Skinfaxi