Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 19
Ungmennavika NSU Islensku þátttakendurnir voru allir kvenkyns og hérfengu þœr Freygarð Þorsteinsson, einn af stjórnendum vikunnar, til aðfylla upp í. F.v. Freygarður, Kaja Kristjánsdóttir, Helga Aðalbjörnsdóttir, Helga Barðadóttir sem einnig var í undirhúningsnefnd vikunnar, Svanbjörg Hinriksdóttir, Sigríður Hinriksdóttir. Leiklistarhópurinn niðri í laug. Er það „Oðurinn til gleðinnar" undir yfirborðinu eða Svanavatnið sem er þarna í gangi? haldinn á Islandi síðan 1982. Hugmyndin með Ungmenna- vikum þessum er að bjóða fólki að kynnast „frændum” sínum á hinum Norðurlöndunum og því landi þarsem Ungmennavikan er haldin, í fjöl- breytilegu starfi í sjö daga. Þessar vikur eru ávallt með ákveðnu sniði. það er ákveðið þema sem mótast af því landi þar sem ungmennavikan er haldin og að þessu sinni var þa ð/sland: náttúran og sagan. Skipt í starfshópa Þátttakendum er auk þess alltaf skipt upp í ákveðna liópa. Á Kleppjárnsreykjum voru Utivistar- hópursem Þórunn Reykdal, kennari í Reykholtsskóla og náttúrufæðingur, stýrði. Þá var Iþróttahópur sem Iris Grönfeldt stjórnaði, leiklistarhópur sem Guðjón Sigvaldaon sá um, tónlistarhópursem Þorvaldur Jónsson sá um og síðan vídeó- og útgáfuhópur sem Ingólfur Hjörleifsson sá um. Utivistarhópurinn fór í langar gönguferðir með Þórunni sem fræddi fólk um náttúru og gróðurfar í Borgarfirði og almennt á Islandi. Þessi hópur varð mjög vinsæll og komust færri í hann en vildu. Eftir nokkrar Slésvíkingar túlka ósigur Danafyrir Þjáðverjum og innlimun Slésvíkur í Þýskaland, á kvöldvöku sem þeir sáu um. gönguferðir varkalsinn orðinn algjört aukaatriði. Það kom einnig f ljós að það var náttúran sem mest heillaði fólkið við Island. Þegar tilkynnt var að skoðunarferðir yrðu einskorðaðar við Borgarfjörð komu strax athugasemdirfráþátttakendum. „Allt í lagi með Borgarfjörð”, sögðu þau. „Sjálfsagt er margt fallegt að skoða hér í héraðinu. En við viljum fá að sjá Þingvöll, Gullfoss og Geysi." Það kom sem sagt í ljós að það sem flestir könnuðust við á Islandi voru nöfn fyrrnefndra staða. Og þangað vildu þau endilega fara. Það skipti engu máli þó þeim væri gert ljóst að þetta yrði l'erð upp á nokkur hundruð kílómetra. „Sleepseeing” var þá lykilorðið. Á ungmennavikum eru útsýnisferðiröðrum þræði Sleepseeing eða svefnferðir. Þar sem alltaf erfarið seint að sofa á Ungmennavikum og vaknað snemma var rútuferð ágæt til að rétta við þau mál. Reyndar varð lítið um svefn þar sem farið var um Kaldadal ogþaðerekkineinmalbikuð hraðbraut í Skandinavíu. Og útsýnið var svo framandi og stórkostlegt fyrir fólkinu að lítið varð um hið hefðbundna „Sleepseeing”. Leikræn tjáning Og þau fengu sinn Geysi og Gullfoss með viðkomu á Þingvöllum og í Kerinu. Þessi ferð varð fyrir mörgum hápunktur ferðarinnar, að frátöldu almennu samneyti við aðra þátttakendur. Auk útivistarhópsins vakti leiklistarhópurinn undir stjórn Guðjóns Sigvaldasonar mikla lukku. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.