Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1989, Side 28

Skinfaxi - 01.08.1989, Side 28
4 H samtökin Við lœrum á því að framkvœma hlutina Sænska stúlkan Carina Andersson sem nú dvelur á bænum Álftártungukoti í Borgarfirði segir frá 4 H samtökunum í Svíþjóð Carina Andersson Ég heiti Carina Andersson og er 23 ára, frá Förslov á Skáni í S-Svíþjóð. Ég er skiptineminn ykkar frá Svíþjóð á vegum IFYE (Alþjóðlegra ung- mennaskipta 4 H félaganna.) 4 H stendur fyrir „höfuð, hjarta, hendur og heilsu”. Ég er félagi í Vester-Bjare4 H sem ereitt af tuttugu 4 H samtökum í Kristianstad-héraði, í mínu félagi eru um það bil óOfélagar. I mínu félagi er aðalstarfsemin fólgin í íþróttaiðkun og mest er stundað bandy. Oftast eru 3 í hvoru liði og Ieiktíminner2x5mínútur. Viðhöfum einnig gengist fyrir námskeiðum í matseld þar sem þátttakendum er leiðbeint um almenna matreiðslu. „Við lærum á því..." Aldur félagsmanna er 7-25 ára. Félagar geta að sjálfsögðu verið eldri en 25 áraen þarsem ríki og sveitarfélög styrkja aðeins þá starfsemi þar sem fólk á aldrinum 7-25 ára á í hlut er talað um þann aldurshóp sem félaga. Starfsemi 4 H félaganna byggir á kjörorðunum „Við lærum á því að framkvæma hlutina sjálf’. I þessum tilgangi eru rekin 4 H tómstundahópar sem eru reknir eins og fyrirtæki í ákveðinn tíma og geta félagar valið sér verkefni við sitt hæfi. Helst er um Bandy er vinsœl íþrótt í 4 H samtökunum í Svíþjóð. Bandy er vel þekkt í framhaldsskólum hér á landi en er ekki stunduð innan ungmenna- og íþróttafélaganna. að ræða, landbúnað, s.s. garðrækt, skógrækt, kvikfjárrækt og grænmetisrækt. Heimilishald, s.s. bakstur, saumaskapur, prjónaskapur, sultu- og saftgerð og fleira. Þátt- takendurnir halda gerðarbók yfir þann þátt sem þeir velja. Þá er skráð hvað miklum tíma er varið til viðkomandi verkefnis. Kostnaður vegna aðkeypts efnis er skráður og einnig söluandvirði framleiðslunnar þannig að þátttakendur sjá hvað viðkomandi vinna gefur af sér á hverja klukkustund og hvaða tekjur er hægt að hafa af viðkomandi verkefni. Á fundum eru málinsíðan rædd og þátttakendursegja fráhvernig verkefnið gengurog miðla hver öðrum af reynslu sinni. Einu sinni á ári eru bækurnar lagðar fram endurskoðaðar og sést þá hvernig gengið hefur og hversu virkir félagarnir hafa verið. Ungmennabúöir Á sumrin sjá 4 H samtökin í Kristianstad-héraði um ungmennabúðir fyrir ungmenni á aldrinum 7-14 ára. Þátttakendur dvelja þá á sveitabæjum sem 4 H félögin í Svíþjóð reka. Dvölin stendur í eina vikuogeröllum heimil þátttaka, jafnt félögum sem ófélagsbundnum ungmennum. Tilgangurinn með þessum ungmennabúðum er að gefa ungmennum úr þéttbýli kost á að kynnast húsdýrum og daglegri vinnu á bæjunum og kynna fyrir þeim gömul vinnubrögð, t.d. við ullarvinnu og hvernig mjólkurvinnsla fór fram á sveitabæjum á árutn áður. Önnur starfsemi hjá 4 H er IFYE- skiptin, ungmennaskipti ámilli landa. Sænsku IFYE skiptin hafa samvinnu 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.