Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1989, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.08.1989, Qupperneq 29
viðeftirtalin lönd um ungmennaskipti: Bandaríkin og Ástralíaen þarerdvölin 6 mánuðir. Einnig England, Wales, Skotland, N-írland, Holland, Sviss, Luxemborg, Finnland og Island, en í þessum löndum erdvölin niiðuð við 3 mánuði. Að víkka sjóndeildarhringinn Ungmennaskipti á ntilli landa eru meðal annars til að víkka sjóndeildarhring þátttakenda og um leið viðurkenning á starfi þeirra fyrir 4 H félögin. En til þess að verða valin sem skiptinemi þurfa ungmennin að vera á aldrinum 18-28 ára og hafa gegnt stjórnunarstörfum eða öðrum ábyrgðarstörfum fyrir 4 H hreyfinguna. Þegar talað er um ungmennaskipti felur það í sér að um gagnkvæm skipti er að ræða. Við sendum ungmenni til fyrrnefndra landa og þau senda okkur ungmenni til baka. Þó hefur enginn komið frá Islandi þau 3 ár sem við höfum haft 4 H samtökin í Svíþjóð. ungmennaskipti við UMFÍ. Við undrumst hvers vegna enginn hefur komið frá íslandi og þykir það miður. Það er niikill áhugi í Svíþjóð á því að gerast skiptinemi á íslandi, t.d. sóttu 4 af 16 umsækjendum um að komast til íslands íár. Að vera IFYE skiptinemi felur svo mikið í sér og gefur viðkomandi góða möguleika ef þeir vilja notfæra sér tækifærið sem býðst. Skiptineminnfæraðbúahjáfjölskyldu á meðan á dvölinni stendur. Þar gefst tækifæri á að kynnast landi og lifnaðarháttum fólks og daglegu lífi fjölskyldunnar í leik og starfi. Þeir skiptinemarsem til okkarkoma dvelja 3-4 vikur á hverju heimili og skipta síðan um dvalarstað. Tilgangurinn með því er að gefa skiptinemanum kost á að sjá meira af landinu, kynnast mismunandi fjölskyldum og aðstæðum þeirra. Þó geta skiptinemar búið lengur á hverjum stað. Eg er ntjög ánægð og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera skiptinemi hér í sumarog ef aðstæður hefðu leyft hefði ég viljað vera hér lengur. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á það besta. Svona tækifæri fæ ég aldrei aftur. Carina Andersson SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags íslands 6 hefti á ári Gerist áskrifendur Afgreiösla Ötdugata 14 - 101 Reykjavík Símar: 91-12546 og 91-14317 Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.