Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1989, Side 30

Skinfaxi - 01.08.1989, Side 30
Höttur á Egilsstöðum hefur byggt sér þak yfir höfuðið með myndarlegum hætti á nokkrum mánuðum Emil Björnsson utan við Hattarhúsið sem stendur við sundlaugina á Egilsstöðum. Byggingarnefndin hœgra megin á myndinni, Emil, Hjálmar og Björn funda í hálfnuðu húsi með íþróttamannvirkjanefnd Egilsstaða. Iþróttafélagið Höttur hefur síðan í febrúar á þessu ári haft yfir að ráða fallegu vallarhúsi við íþróttavöllinn á Egilsstöðum undir hluta starfsemi sinnar. Húsiðeru.þ.b. 80fermetraraðflatar- ntáli og í því eru nú lítill funda- og samkomusalur ásamt geymslu fyrir úti-íþróttaáhöld vallarins sem hafa verið á hrakhólum síðustu ár. Hattarmenn eru ánægðir með hús sitt eins og gefur að skilja enda reistu þeir það í sjálfboðaliðastarfi á fjórum mánuðum. Þann 2. nóvember 1988 var byrjað að grafa fyrir grunni og síðan unnið vel fram til 17. febrúar sem var síðasti vinnudagur í húsinu. Emil Björnsson, formaður bygg- ingarnefndar, sagði að markmið Hatt- armanna hefði verið að byggja ódýrt en vandað og hlýlegt hús sem væri þjónustuaðstaða fyrir íþróttavöllinn á Egilsstöðum, geymsla fyrir útiáhöld og félagsaðstaða fyrir Hattarfólk. Húsið stendur við hlið sundlaugarhússins á Egilsstöðum og er byggt á sökklum gamals gistirýmis. I Byggingarnefnd voru auk Emils þeir Björn Kristleifsson, formaður Hattar og Hjálmar Jóelsson. „Það voru Höttur og Egilsstaðabær sem gerðu með sér samkomulag um byggingu hússins”, sagði Emil ístuttu spjalli við Skinfaxa um hús- bygginguna. Egilsstaðabær lagði til 800 þúsund kr. á árinu 1988 og réði byggingarmeistara. Við Hattarmenn lögðum hins vegartil sjálfboðaliða til húsbyggingarinnar og þeir voru á öllum aldri. „Fullbúið kostar húsið um 1,5 milljónir króna og þá er ekki talið með það sjálfboðaliðastarf sem fram fór. Okkur sýnist að á síðasta ári hafi farið 294 klst í sjálfboðavinnu, þar af skiluðu yngri en 16 ára 52 klst. Eftir áramót fóru sfðan um 604 klst. í sjálfboðavinnu og yngri en 16 ára 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.