Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 7
20. Landsmót UMFI
12.-15. júlí
íþróttir, götuleikhús, söngur, myndlist og dans.
Viðtal við Sæmund Runólfsson og Omar Harðarson,
framkvæmdastjóra 20. Landsmóts UMFI.
Eins og alþjóð er án efa
Ijóst, þá verður 20. Lands-
mót ungmennafélaganna
haldið í Mosfellsbæ 12.-15.
júlí nú í sumar. Margir
bíða spenntir eftir þessum
mikla íþróttaviðburði,
bæði keppnisfólk og þeir
sem vilja njóta þess að
horfa á íþróttir, fylgjast
með götuleikhúsi, njóta
útiveru eða skemmta sér
ærlega á böllunum.
Skinfaxi brá sér bæjar-
leið og lagði leið sína í
Tindastól í Mosfellsbæ, til
að hitta þá félaga Omar
Harðarson og Sæmund
Runólfsson, framkvæmda-
stjóra Landsmótsins og
ræða við þá um gang mála.
Omar Harðarson er alinn upp
á Selfossi, hann var félagi í
Ungmennafélagi Selfoss og keppti
mest í knattspyrnu og sundi þegar
hann bjó á Selfossi. Fram til þessa
hefur hann ekki starfað fyrir
ungmennafélögin, en eflaustfylgst
með, með öðru auganu, þar sem
faðir hans Hörður S. Oskarsson,
skrifstofustjóri UMFÍ hefur lengi
unniðfyrirhreyfinguna. Omarhóf
störf sem framkvæmdastjóri 20.
Landsmóts UMFÍ í apríl 1989.
Hann fór í leyfi til að ljúka námi í
stjórnmálafræði við HI. I ágúst s.l.
haust tók Sæmundur Runólfsson
við af honum sem framkvæmda-
stjóri.
Omar mætti svo aftur til leiks 1.
mars í ár.
Sæmundur Runólfsson er
fæddur og uppalinn í Vík í Mýrdal
og hefur starfað innan ungmenna-
félagshreyfingarinnar allt frá því
SKINFAXI
er USVS var stofnað 1970. Hann
var formaður Ungmennafélagsins
Drangs frá 1979 til 1982.
Sæmundur var fyrst kosinn í
varastjórn UMFÍ á þingi UMFÍ á
Flúðum 1985 og sat hann í
varastjórn í fjögur ár. A þingi UMFI
í Mosfellsbæ í nóvember 1989 var
hann kosinn í aðalstjórn UMFI og
gegnirþarstarfiritara. Sæmundur
hefur starfað að félagsmálakennslu
innan UMFI og var formaður
nefndar er vann að hugmynda-
samkeppni um framtíðarskipulag
og uppbyggingu Þrastaskógar.
Frá 1. mars hafa því tveir
launaðir starfsmenn séð um
skipulag og framkvæmd fyrir
Landsmótið.
Skinfaxi spurði þá Sæmund og
Ómar hvernig undirhúningur fyrir
Landsmótið gengi.
Sæmundur sagði að mikill hluti
af tíma sínum, fram til þessa, hefði
farið í samningagerð við ýmsa aðila.
Þar væri um að ræða auglýsinga-
samninga við fyrirtæki og
stofnanir, samning við Mosfellsbæ,
samninga um afnot af ýmsum
hlutum er tengjast mótshaldinu,
ásamt öllu öðru sem viðkemur
undirbúningnum.
Omar sagði að endurkoman
leggðist vel í sig, hann hefði strax
snúið sér að undirbúningi að
Landsmótinu sem íþróttamóti.
Stöðug fundahöld væru nú í gangi
við alla sérgreinastjóra Lands-
mótsins, þar sem farið er yfir öll
þau atriði sem leggja þarf áherslu
á við framkvæmd og undirbúning
einstakra greina, farið yfir
reglugerðir, tímaseðla, áhöld, tæki
og skipulagt hve marga starfsmenn
þarf til aðstoðar í hverja grein.
Tilgangurinn með fundunum væri
að geta sett upp raunhæfa dagskrá
og tryggja að allt væri til reiðu
þegar að Landsmóti kæmi.
Tákn 20. Landsmóts UMFÍ er
fagnandi og sprækur fugl í
röndóttum bol og bláum stutt-
buxum, teiknaður af Halldóri
Baldurssyni. Leitað var til æsku
landsins um nafn á fuglinn og
hrundið af stað hugmyndasam-
keppni þess efnis, ég spurði þá
7
Sæmundur Runólfsson og Ómar Harðarsson, framkvæmdasst. 20 Landsmóts U.M.F.Í.