Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 23
Keppnistímabilið Keppnistímabilið er u. þ. b. síðustu fjórar vikurnar fyrir Landsmót og það á að nota til að „æfa sig í að keppa” og bæta árangurinn áður en tii Lands- mótsins kemur. Læra á sjálfan sig t.d. með því að finna út á smærri mótunum hvað hentar þér sem einstaklingiíkeppni. Hvaðáégað hvíla mig mikið fyrir mót og hvernig? Hvað á ég að borða fyrir keppni og hve löngu áður? Hvað á ég að gera dagana sem ég hvíli? Hvað á ég að hugsa um í keppninni til að ná sem bestum árangri? Hvernig á ég að hita upp fyrir keppnina? Þetta eru allt spurn- ingar sem ætti að vera hægt að svara eftir nokkur smærri mót og er óþarfi að vera í vafa um þegar til Landsmótsins kemur. Þáereinnig mikilvægt að búa sig undir að keppa við slæmar aðstæðurs. s. áblautum velli og sleipum. Allra veðra getur verið von þegar stóra stundin rennur upp og þá ná þeir bestum árangri sem eru við öllu búnir. Sérhæfðar æfingar halda áfram á keppnistímabilinu með enn meiri áherslu á hraða, sprengikraft og tækni. Millivegalengdahlauparar- nir hlaupa færri kílómetra en mun meira á keppnishraða eða hraðar. Landsmótið sjálft Þegar að Landsmótsvikunni kemur verður ekkert unnið upp með mikilli þjálfun. Hvíld á sál og líkama er langmikilvægust síðustu vikuna fyrir stórmótið. Þó er ekki ráðlegt að umbylta æfingunum eða þeim takti sem náðst hefur undanfarna mánuði. A Lands- mótsstað þarf að gera ráð fyrir ýmsu s. s. að búa sig undir að borða í mötuneyti, sofa í fl atsæng með öðru keppnisfólki e. t. v. tuttugu til þrjátíu manns í skólastofu. Landsmótskeppnin sjálf er að mörgu leyti frábrugðin öðrum mótum og þá helst vegna ijölda keppenda í hverri grein og hve áhorfendur eru yfirleitt margir, oft mörg þúsund. Farðu í keppnina með ákveðið markmið og notaðu ákveðnar aðferðir til að ná mark- miðinu. Markmiðið gæti verið að hlaupa á ákveðnum tíma í hlaupi, ná að stökkva vissa vegalengd eða kasta ákveðna lengd eða jafnvel að ná ákveðnu sæti meðal keppenda. Drifin með ljósavél úr bát HSS fréttir Mikill skíðaáhugi er nú á Ströndum. Hvort sú vakning starfar af miklum snjóalögum síðustu vetur skal ósagt látið, en víst er að æ fleiri Strandamenn stunda þessa gullnu íþrótt sér til ánægju og heilsubótar. Héraðs- sambandið hefur unnið markvisst að uppbyggingu skíðaíþróttarinnar með ráðningu þjálfara og endurvakið héraðsmót á skíðum. Kennari sambandsins í vetur var Bjarni Bjarnason og var hann að störfum í fimm vikur. Skíðanám- skeiðin voru haldin í tengslum við grunnskólana í héraðinu, en þátt- takendur voru bæði börn og full- orðnir, um lðOmanns. Héraðsmót á skíðum verður haldið nálægt páskum. Félagar í Ungmennafélaginu Geisla á Hólmavík settu upp togbraut í vetur. Hún er drifin með ljósavél úr bát og gíruð niður með niðurfærslugír úr frystihúsfæri- bandi. Öll vinna við smíði og upp- setningu var gefin og hæsti kostnaðarliðurinn, togið í brautina var keypt fyrir framlag Hólma- víkurhrepps kr. 100.000.- Utlagður kostnaður Umf. Geisla er um kr. 30.000,- Uppsetning brautarinnar er bylting í skíðaaðstöðu á Hólmavík og nágrenni. Brautin er skoðuð og samþykkt af vinnu- eftirliti ríkisins. Ungmennafélagið Hvöt í Kirkjubólshreppi varð 70 ára þann 20. mars. Afmælisins verður minnst á ýmsan hátt á árinu. Aðferðin gæti verið að hugsa um eitt ákveðið tækniatriði í kastinu eða stökkinu og láta ekkert trufla sig frá að einbeita sér að því. Hjá millilengdahlaupara gæti það verið að halda vissum millitímum á hvern hlaupinn hring eða halda sig á vissu sæti eða góðri aðstöðu til að ná að lokum því sæti sem stefnt var að. Láttu ekkert aftra þér eða sláþigútaflaginu. Þaðertþúsem árangurinn veltur á og ekki verður spurt að leikslokum hvort þú hefðir getað meira eða hvort þú áttir mikið inni. Gerðu eins og þú getur best. Ef þú finnur að þú hefur náð því marki þegar keppninni lýkur getur þú vel við unað sama hvar í röðinni þú verður. Með ósk um gott gengi. Þráinn Hafsteinsson. Afmælisveisla verður í félags- heimilinu Sævangi í apríllok. Einnig vilj a Hvatarfélagar minnast Heydalsárskólans, en hann var stofnaður 1896 og var þá fyrsti unglingaskóli í sveit á Islandi. Hann var samkomustaður sveitar- innar og fundarhús félagsmanna Hvatar fram til 1957. En sú afmælisgjöf sem félagar vilja gefa sér og sinni sveit er að girða u. þ. b. 20 hektara af örfoka melum í miðri sveit og sá þar Alaskalúpínu. Að sjálfsögðu verður svo hið hefð- bundna starf áfram og nú hafa verið haldin fjögur spilakvöld frá áramótum. Virðingarverðar til- raunir til að slíta fólk frá imba- kassanum og njóta samvista við nágrannana. Verið þið sæl að sinni. Matthías Lýðsson SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.