Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 24
Ferðin sem ætlaði aldrei að taka enda Dagbók félaga Sunddeildar UMFB ífebrúar 1990 Föstudagur 9. feb. Við ungmennafélagar í sunddeild Ungmennafélags Bolungarvíkur komum til Reykjavíkur í sól og blíðu 9. febrúar s. 1. til að keppa á KR-móti í sundi. Ferðinni var strax heitið í hús Ungmennafélags Islands, Vesturhlíð, að Oldugötu 14 þar sem allur hópurinn 19 manns átti að gista. Síðan lá leiðin í Kringluna, þar sem hópurinn skoðaði sig um og keypt var í matinn. Laugardagur 10. feb. Upphitun hófst í Sundhöll Reykjavíkur kl. 8 árdegis og synt var allan daginn til kl. 6 síðdegis þó með smá hléum. Sunnudagur 11. feb. Upphitun hófst kl. 9 árdegis. Mótið gekk vel og því lauk um kl. 6 síðdegis og var þá komið leiðindaveður í Reykj avík. Búið var að ákveða bíóferð um kvöldið, en hætta varð við það vegna veðurs og þess í stað arkað á Svörtu Pönnuna. Allir klæddust snjóbuxum og snjógler- augum, því við erum vön því hérna fyrir vestan að þurfa að klæða okkur vel á þessum árstíma. Eftir að heim kom var nú aldeilis fjör á Oldugötu 14 enda átti þetta að vera síðasta kvöldið í Reykjavík. Spilað var á gítar, sungið og dansað fram yfir miðnætti, þá voru allir orðnir þreyttir og spenntir að komast heim daginn eftir. Mánudagur 12. feb. Hringt var út á flugvöll kl. 8 um morguninn og athugað með flug. En allt kom fyrir ekki og flugi var aflýst réttumhádegið. Þávarekkiumannað að ræða en rölta í bæinn og náttúrulega í Kringluna. Þaðan fór hópurinn í Sundhöll Reykjavíkur og þar var tekin sundæfing. Um kvöldið fóru eldri börnin í bíó, en hin yngri horfðu á myndband og fengu poppkorn og kók. Þriðjudagur 13. feb. Liðið fór á fætur kl. 8 og hringt var á flugvöllinn. Þar var sagt að mæting ætti að vera kl 13:30. Ja, viti menn, er á völlinn kom, var ófært vestur og ferð því frestað og 24 frestað og frestað. Við sátum sem sé og biðumogbiðumáflug-vellinum, envið létum okkur ekki leiðast, gítarinn var tekinn fram og spilað og sungið þar til loks var búið að aflýsa flugi til Isafjarðar um kl. 17, kvað þá við mikið húrra- hróp. Krakkarnir tóku það nauð- synlegasta úr töskunum, sokka fyrir næsta dag og annað nauðsynjadót, en farangurinn var skilinn eftir á vellinum. Haldið var heim að Öldugötu 14 í strætó og auðvitað var lagið tekið í vagninum, trimmað eftir endilöngu Austur-stræti og lét hópurinn öllum Lagið tekið á Lækjartorgi. illum látum og við það komu í ljós einstakir hæfileikar tveggja sundmanna og eins þjálfarans, er þeir fóru að breyta sér í apa og endur. Var síðan hver frjáls ferða sinna þetta kvöld. Miðvikudagur 14. feb. Allan daginn var athugað með flugið og vandlega hlustað á veðurspár. Akváðu nú þrír fararstjórar að drífa sig í smá snyrtingu svo börnin fengju ekki alveg leið á þeim og komu þær aftur til baka fínar og flottar, nýklipptar og hreinar. Nú brá hópurinn á það ráð að fara í göngutúr og rápa í búðir. En eftir það tóku börnin sína hefðbundnu sundæfingu. Kvöldmatur var eldaður einu sinni enn og eftir kvöldmat fór liðið á söngæfingu í Hallgrímskirkju, en þar var verið að æfa fyrir Arshátíð Bolvíkinga 17. mars. Eftir heimkomuna var spjallað fram á kvöld við gamla Bolvíkinga sem komu í heimsókn, en síðan lá leiðin ekkert annað en í blessaðar kojurnar, sem voru þó annars ágætar. Fimmtudagur 15. feb. Allir fóru áfætur kl. 8 ogpakkað var niður enda allir orðnir þaulvanir því. Út á flugvöll var haldið, en þá var orðið ófært. Haldið var heim, síðan rölt í bæinn, stoppað við augnlækingastofu í Grjótaþorpinu, þar sem gamall Bolvíkingur vinnur og fyrir hann sungnir Bolvíkingasöngvar. Liðið hélt niður á torg, syngjandi og trallandi, en þar var kjörið tækifæri til að afla fjár fyrir mat, því allar buddur voru orðnar léttari og margar tómar. Endurnar létu vel að heimsókn okkar að tjörninni, þar sem við sungum og hlupum boðhlaup á ísnum. Síðan var rölt á næstu símstöð og athugað með flug, ennþá var seinkun. Tekiðvarþað ráð að fara með alla á Þjóðminjasafnið og var það mjög gaman og fróðlegt. Við SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.