Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 15
stundum í að halda honum í skefjun. Einnigmætti nefna Símon Olafsson Armanni, Þorvaldur Geirsson Fram, Garðar Jóhannes- son KR og Gunnar Þorvarðarson UMFN. Þeir voru allir erfíðir andstæðingar og léku sömu stöður og ég. Þjálfaraferill þinn? Hann er stuttur. Þegar ég kom hingar vestur aftur 1988 var ég ráðinn þjálfari Snæfells. Yið lékum þá í I. deildinni og náðum fímmta sætinu ognúíhaustvarég endur- ráðinn. I vetur hefur þetta gengið glimrandi, en ég reiknaði alls ekki með því að við færum upp. Eg setti mér þriðja sæti sem markmið, en bjóst við því að liðið kæmist upp eftir tveggja til þriggja ára aðlögunartíma í nýja húsinu.Það fannst mér raunhæft markmið að stefna að. Mér fínnst raunar ótrúlegt að við skyldum fara upp núna. En strákarnir eru geysilega áhugasamir og allir móttækilegir fyrir því sem ég hef verið að lagfæra ogkennaþeim. Margirþeirra gætu náð langt ef rétt væri á málum haldið. Það var einnig mikill fengur að fá Bárð Eyþórsson vestur. Hann lék með Val en ákvað að flytja aftur í Stykkishólm. Hann hafði nokkra reynslu af úrvalsdeild. Næsti vetur verður erfiður! Já, við gerum okkur grein fyrir því að hann verður mjög erfiður. Það þarf að koma mi ki ð til að við höldum sæti okkar í deildinni. Við verðum að fá "Kana" ef það verður leyft næsta vetur, og reyna að halda í þessa stráka sem eru í liðinu í dag. Það hefur myndast ákveðinn kjarni, mjög efnilegir strákar. Það verður erfitt að spila tvo leiki í viku fyrir lið utan af landi. Liðin úti á landi þurfa að leggja mun meira á sig, og þar eru ferðalög erfiðust, það er mikill tími sem fer í þau, og menn leggja mikið á sig. Hver er framtíd þín á þessu sviði? Eg reikna ekki með að þjálfa liðið næsta vetur og kem ekki til með að spila í úrvalsdeildinni. Eg treysti mér ekki til þess. Eg er að verða 36 ára og þá eru menn hættir að leika í úrvalsdeild.Alagið er allt of mikið fyrir fjölskyldumann. Annars á ég svo skilningsríka konu að hún hefur frekar ýtt á það að ég sé með heldur en hitt. En hún er að sjálfsögðu orðin þreytt á þessu öllu saman. Það er kominn tími til að gefa henni og börnunum meiri tíma. Framtíðaróskir handa liðinu? Það er mjög gaman fyrir svona fámennt bæjarfélag að eiga lið í úrvalsdeild og það hefur ekki gerst áður í Stykkishólmi. Eg vona að strákarnir standist það álag að spila þar. Þeirvitaaðþeirþurfaað leggja miklu meira á sig heldur en þeir gerðu í vetur. Það er allt annað mál að leika í I. deild eða úrvals- deild. Eg hef reynt að laga veilur í leik liðsins og þeir hafa allir lagt sig fram við að bæta sig. Það er stefnt að því að ljúka við nýja íþróttahúsið í haust og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í úrvalsdeild nema að það verði "Borðað í 5 tíma" Ungmennafélagið Mývetningur 80 ára Þann 18. nóvember á síðast ári héldu ungmennafélagar í Mývetn-ingi upp á 80 ára afmæli félagsins. Afmælishátíð- in var haldin í Skjólbrekku félags- heimili Mývetninga. Þar var um 300 manns boðið til veislu eins og Mývetn- ingum einum er lagið. Boðið var upp á kökur og kaffi, framreitt af húsmæðrum úr félaginu. Skemmti- atriði voru að sjálfsögðu heimatilbúin og þar sem söngfólk og listamenn eru á hverju strái í Mývatnssveit, var boðið upp á söng og leik. Sýnt var úr leikritinu , ASvintýri á göngufór” sem félagið sýndi á sjöunda áratugnum við góðan orðstír. Sungin voru lög úr ýmsum leikritum sem félagið hefur sýnt og fluttur einsöngur. Undir borðum voru flutt ávörp og félaginu færðar gjafir frá ýmsum velunnurum. Heiðursviður- komið í gagnið. Það er lífsspursmál fyrir körfubolta hér í bæ að húsið verði tekið í notkun sem fyrst. Eg vona að strákarnir klári þetta dæmi. Það verður allt lagt í sölurnar til að halda liðinu uppi. Bæjarbúar verða að hjálpa til við það. Það verða allir að standa saman til að vel gangi. Það eru ekki einungis leikmennirnir sem verða að standa saman heldur allir bæjarbúar. Af hverju skipar körfuboltinn svo fastan sess í Stykkishólmi eins og raun ber vitni? Eg held að það sé vegna þess að það var farið vel af stað í byrjun. Það lyfti undir áhugann þó aðstaðan væri engin. Það er mjög erfitt að æfa hérna, en það hefur aldrei verið gefist upp við að halda saman liði. Eg held að ástæðan sé fyrst og fremst mikill áhugi og góð ástundun. Eg held að það sé hægt að ná allstaðar upp körfuboltaliði ef menn æfa vel. Körfubolti er mikið stundaður í skólanum hér, og við erum heppin að hafa íþróttakennara sem hafa mikinn áhuga á körfubolta. Þeir hafa hugsað vel um yngri flokkana. kenningar voru veittar og þremur gömlum skíðagöngumönnum voru veitt sérstök heiðursverðlaun. Þeim Ivari Stefánssyni, Jóni Kristjánssyni og MatthíasiKristjánssyni. Þessirkappar kepptu á Olympíuleikunum 1952, sem haldnir voru í Noregi. Þeir voru um árabil í hópi bestu skíðagöngumanna landsins og stóðu sig vel á mörgum skíðalandsmótum. Borðhaldið stóð í alls fimm klukkustundir, en eftir það var stiginn dans fram eftir nóttu og þótti afmælishátíðin takast vel. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.