Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 30
Ný fimleikagryfja hjá Gerplu í Kópavogi íþróttafélagið Gerpla var stofnað 25. apríl 1971 og er því tæplega 19 ára. Sú íþróttagrein sem ætíð hefur staðið uppúr í starfi Gerplu eru fimleikar, en áður voru einnig aðrar greinar stundaðar, s.s. júdó, karate, borðtennis, badminton ogfleiri. I dag eru fimleikar eina íþróttagreinin sem er stunduð og fimleikafólkið hjá Gerplu hefur sýnt það og sannað að fimleikar eru vaxandi íþróttagrein. I öllum íþróttagreinum þarf að huga að þörfum fjöldans sem og þörfum þeirra einstaklinga sem skara fram úr á hverjum tíma. Þessa meginreglu hafa forráðamenn Iþróttafélagsins Gerplu tileinkað sér. Fimleikadeildin hefur lengi verðið Jón Finnbogason. fjölmennasta fimleikadeild landsins og hefur haft forystu um áhaldafimleika stúlkna. Þegar komið er inn í hús Iþrótta- félagsins Gerplu að Skemmuvegi 6 í Kópavogi er það fyrsta sem tekið er eftir hvað andrúmsloftið er jákvætt og hvað litlu andlitin eru glöð á svipinn. Það er greinilegt að mikil gróska og áhugi ríkir innan félagsins. Það hefur lengi verið baráttumál forráðamanna Gerplu að bæta aðstöðu félagsmanna til fimleikaiðkunar enn frekar. Nú hefur sú barátta leitt til þess að tekin hefur verið í notkun viðbygging við íþróttahúsið sem rúmar nýja fimleikagryfju, svæði fyrir áhöld, upphitun og æfingar. Fimleikagryfja er gryfja, sem fyllt er með svampi. Gryijan kemur í stað lendingardýnu og minnkar lendingin í svampinum slysahættu mikið, sérstaklega þegar æfð eru erfið atriði s.s. í hringjum, á svifrá eða á tvíslá. Bæjarráð Kópavogs heimilaði viðbyggingu við íþróttahús Gerplu og hefur stutt myndarlega við bakið á félaginu. Bæjar- og sveitarstjórnar- menn eru farnir að gera sér betur og betur grein fyrir mikilvægi þess að styðja vel við bakið á félagsstarfssemi sem rekin er fyrir íbúana. Það er hagur allra að félagslíf sé gott og að börn, unglingar og fullorðnir hafi það fyrir stafni sem er heilbrigt og skapar sem mesta lífsfyllingu. Hjá Gerplu æfa nú um 400-500 börn og unglingar fimleika. Stúlkur eru enn í meirihluta, en þáttur drengja fer ört vaxandi. Þjálfun drengja er í höndum Heimis J. Gunnarssonar, íþróttakennara og fyrrverandi Islandsmeistari í fimleikum og Karols Czizmowski, sem er pólskur þjálfari og fyrrverandi landsliðsmaður Pólverja í fimleikum. Þj álfun stúlkna er í höndum kínversku þjálfarana Ye Yi Da og Ma Wen Juan. Þau voru bæði um árabil í kínverska landsliðinu. Herra Ye Yi Da var einn af landsliðsþjálfurum Kína 1974-1983 og frú Ma Wen Juan var þjálfari í Hebei-fylki og hefur náð góðum árangri sem þjálfari. Auk þeirra starfa við þjálfun stúlkna íþrótta- kennararnir Áslaug Dís Ásgeirsdóttir og Elín Viðarsdóttir. Þá hafa 10 þjálfarar, sem lokið hafa lágmarks- réttindum, séð um þjálfun. Eignast Gerpla fimleikagólf? F ormaður Gerplu er Ingvar Árnason, hann var nýlega sæmdur Starfsmerki UMSK fyrir góð störf innan sam- bandsins. Ingvar var tekinn tali og fyrst spurður hvort fimleikagryfjan gæfi ekki fimleikafólki í Gerplu byr undir báða vængi. „Gryfjan í viðbyggingunni gefur okkur þá möguleika að við getum breytt tímatöflunni í húsinu. Við getum látið fimleikaáhöldin standa í nokkra daga og hægt er að leigja salinn bæði um helgar og í miðri viku.” Ingvar sagði að það sem næst væri á döfinni í uppbyggingu félagsins væri að eignast sérstakt fjaðrandi fim- leikagólf, sem er 12 X 12 metrar að stærð. „Við eigum fimleikabraut sem er 12 x 1,80 metrar, þar sem við getum æft stökk, en ekki gólfæfingar í heild. Gólfið þarf að vera fljótlegt að setja upp og að taka saman. Við höfum gott pláss Guömundur Þór Brynjólfsson. fyrir svona gólf og einnig til að geyma það. Ef við eignumst fimleikagólf og höldum þjálfurunum okkar þá vil ég leyfa mér að fullyrða að fá félög á Norðurlöndum hafi jafn góða aðstöðu og góða þjálfara. Þegar gólfið verður að veruleika er tími það eina sem á vantar til að við getum staðiðjafnfætis félögum í grannlöndum okkar.” Fá börn á leikskólum í Kópavogi aðstöðu til að leika sér í Iþróttahúsi Gerplu? Sú hugmynd hefur komið upp hjá ykkur að koma af stað samstarfi milli Kópavogsbæjar og íþróttafélagsins Gerplu, hvernig er þetta samstarf hugsað? „Við höfðum hugsað okkur að samstarfið væri fólgið í því að börn úr leikskólum bæjarins fengju aðstöðu hjá Gerplu til líkamlegrar þjálfunar eða öllu heldur líkamlegrar útrásar. Börn hafa mikla hreyfiþörf og geta einnig þurft að fá útrás fyrir ýmis hegðunar- vandamál. Við sendum bæjaryfir- völdum bréf þar sem við buðum fram aðstöðu okkar. Fóstrur eða fóstrar kæmu með börnin, íþróttakennari frá Gerplu yrði leiðbeinandi og unnið yrði saman eftir ákveðnu skipulagi.” 30 SKINFAXl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.