Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1990, Side 11

Skinfaxi - 01.02.1990, Side 11
4. fl. ÍBK, fyrstu íslandsmeistarar Keflvíkinga í knattspyrnu. Guðni er fjórði frá hægri, einnig má sjá tónlistarmennina Gunnar Þórðarson sjötta frá hægri og R únar Júlíusson áttunda frá hægri. endur geta notað þegar þeir hætta í skólanum. Það er verið að vinna í breytingum í þessa átt hjá Menntamálaráðuneytinu, og er Janus Guðlaugsson að vinna upp efhi í þessa veru." Nú hefur íþróttakennsla orðið fyrir talsverðri gagnrýni að undanfórnu, á þessigagnrýni við rök að styðjast ? „Gagnrýni á íþróttakennslu í landinu er réttmæt að hluta til. Aður fyrr var aðaláherslan lögð á fimleikakennslu, en nú eru fím- leikar aðeins brot af íþrótta- kennslunni. Ég get fallist á að bæta mætti fleiri leikfimiæfingum í kennsluna, t. d. styrkingar- æfingum, liðkandi æfingum og þolæfingum. Ég get hins vegar ekki séð að það sé nauðsynlegt fyrir 26 ára vélsjóranema að fara kollhnís. Margir nemendur minn- ast leikfimitíma með hryllingi, þegar þeir þurftu að fara höfuð- stökk eða stökkva yfir hestinn. Margar fimleikaæfingar eru hins vegar góðar sem grunnæfingar. Markmiðið hlýturaðveraaðbyggja nemandann upp líkamlega og auka hjá honum skilning þannig að hann viti hvers vegna hann þarf að þjálfa sig og hvernig hann getur gert það." Sáu ekki ástæðu til að ræða við mig Hvernig líst þér á nýja þjálfara A- landsliðsins hjá KSI? „Ég þekki manninn lítið, hef aðeins talaðviðhanneinusinni. Mérleist ágætlega á manninn, en ég dæmi ekki menn, menn er dæmdir af verkum sínum." Nú náðir þú rnjög góðum árangri á síðasta ári, kom þér ekkert á óvart að ekki skyldi vera leitað til þín í ár? „Jú, jú ég viðurkenni það alveg. Á þingi KSI í desember létu menn vel af árangri U-21 árs liðsins, þess vegna finnst manni það óneitanlega skrítið að tveimur mánuðum síðar skuli staðan auglýst laus. Ég hef spurt hvort það sé markmið að ná árangri, en engin svör fengið. Það kemur manni á óvart að þjálfara- stöður skuli auglýstar lausar, þar sem góður árangur hefur náðst, en aðrar þjálfarastöður ekki þar sem lakari árangur náðist. Reyndar spurðu þeir mig hvort ég væri tilbúin að ræða um þjálfun A- landsliðsins, ég sagði að ég væri alveg tilbúinn að ræða málin, en meira var ekki rætt við mig." Finnst þér eitthvað athugavert við þau vinnubrögð að auglýsa sumar stöður landsliðsþjálfara lausar, en aðrarekki? „Ef það er stefna stjórnar KSI að allar stöður séu auglýstar, án tillits til þess hvort menn hafa verið ánægðir með þjálfun eða ekki þá finnst mér það skylda stjórnarinnar að auglýsa allar stöðurnar en ekki bara sumar. Það voru aðeins 3 stöður af 6 auglýstar, landsliðs- og aðstoðarþjálfarastöður A-lands- liðsins og kvennalandshðsins voru ekki auglýstar. Ég tel það vera mjög jákvætt við þessar ráðningar hjá KSI nú þegar ráðinn er erlendur landsliðsþjálfari að allir hinir þjálfarar KSI séu íslenskir. Ég taldi það óheppilegt 1988, þegar Sigi Held var ráðinn landsliðsþjálfari, að bæði A-lands- liðsþjálfari og þjálfari U-21 árs liðsins væru erlendir. Við þurfum að byggja upp íslenska þjálfara sem geta tekið við. Það kom t. d. upp sú staða á síðasta ári að þegar Sigi Held hætti rétt fyrir síðasta leik, þá þurfti ég að taka við. Þessi ráðstöfun var rökrétt. Nú hefur t. d. Lárus Loftsson verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari og þá er honum ætlað að taka við ef eitthvað kemur upp." SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.