Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 29
Nýr gervigrasvöllur Glæsilegur 40 ára afmælisfagnaður Breiðabliks Þann 12. febrúar s. 1. bauð Ung- mennafélagið Breiðablik um 200 manns til hátíðarfundar í tilefni 40 ára afmælis félagsins. Formaður Breiða- bliks Logi Kristjánsson setti sam- komuna, en veislustjóri var Gunnar Steinn Pálsson. Sjaldan hefur ókunnugurskemmtséreinsvel. Margir ræðumenn fóru á kostum og sá ókunni lifði sig inn í líf og starf félagsmanna gegnumtíðina. Skólakór Kársness söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Ríó tríóið, sem kom fram undir nafninu „Ríó Grande” söng og lék við mikinn fógnuð. Einn af stofnendum félagsins, Gestur Guðmundsson heiðursfélagi, flutti hátíðarræðu og gaf félaginu fallegan bikar sem árlega skal veittur þeim félagsmanni sem ötulast hefur unnið að félagsmálastörfum fyrir Breiðablik. Afhending heiðursviður- kenninga var tilkomumikil. Þrettán meistaraflokksmenn og konur stóðu heiðurs vörð í keppnisbúningum sínum er formaður Breiðabliks, Logi Kristjánsson, afhenti þrettán félagmönnum barmmerki og viðurkenningarskjöl fyrir frábært starf í þágu Breiðabiiks. Gamalt og ötult stuðningsfólk félagsins, þau Hulda Pétursdóttir, Valdimar Kr. Valdi- marsson og Guðmundur Oskarsson fengu nafnbótina Heiðursblikar. I barm þeirra var nælt gullmerki, skreytt demanti í kyndli félagsmerkisins og fengu þau einnig skrautritað viðurkenningarskjal. I texta viður- kenningarskjalsins sagði: „Stuðningur þinn við Breiðablik og heilladrjúgt félagsmálastarf hefur reynst ómetan- legt. í þakklætisskyni hefur aðalstjórn Breiðabliks gert þig að heiðursfélaga, sæmt þig nafnbótinni „Heiðursbliki” og þannig veitt þér æðstu viður- kenningu félagsins fyrir framúr- skarandi starfí þágu Breiðabliks.” Þrír Breiðabliksmenn voru gerðir að Gullblikum, þeir Jón Ingi Ragnarsson, Grétar Kristjánsson og Steinar Lúðvíksson. Jón Ingi og Grétar hafa starfað fyrir knattspyrnudeildina og unniðfyrir aðalstjórn, en Steinar hefur unnið fyrir sund- og skíðadeild Breiðabliks. Alls voru sjö sæmdir nafnbótinni „Silfurbliki”. Þau Guðmundur Þórðarson, Konráð Kristinsson, Hafsteinn Jóhannesson, Kristinn Jóhannesson, Bára Eiríks- dóttir, Ester Jónsdóttir og Ármann J. Lárusson. Félaginu bárust margar góðar gjafir þetta kvöld frá hinum ýmsu félagasamtökum og öðrum aðilum. Breiðabliksmenn ætla ekki að láta þar við sitja og fyrirhugað er að bjóða öllpm bæjarbúum í kaffi þann 21. apríl n. k. í íþróttahúsinu í Digranesi. Þar mun mönnum einnig gefast kostur á að sjá margskonar íþróttaviðburði og skemmtiatriði allan daginn. Þetta fertugasta afmælisár markar á margan hátt þáttaskil í starfi Ungmennafélagsins Breiðabliks í Kópavogi. í haust er ráðgert að taka í notkun nýj an gervigrasvöll á félgssvæði Breiðabliks við Kópavogsvöll og fram- undan er skóflustunga að félagsmiðstöð og íþróttahúsi á sama stað. Þann 5. apríl var undirritaður viðaukasamn- ingur við áður gerðan samstarfssamn- ing Kópavogsbæjar og Breiðabliks um byggingu og rekstur íþróttahússins, framlag UBK til byggingarinnar og aðild félagsins að byggingar- nefnd. Framkvæmdir eiga að heíjast í byrjun árs 1992, en húsið sem verður 6000 m2 að stærð á að verða tilbúið og fullfrágengið fyrir Heims- meistarakeppnina í hand- knattleik 1995. Húsið á án efa eftir að bæta aðstöðu ung- mennafélaga í Breiðablik og verður hluti þess nýttur sem félagsaðstaða UBK. Hér í lokin birtum við ljóð eftir gamlan ungmennafélaga, Svein A. Sæmundsson, sem hann færði félaginu á 40 ára afmælinu. Sveinn tengdist uppbyggingu Breiðabliks á árum áður og tók m. a. þátt í byggingu Félagheimilis Kópavogs sem formaður Framfarafélagsins. Upphafþessa er að finna í að nokkrir vildu kynna að ungir menn með orku og vilja aldrei neina hindrun skilja Stefna á tindinn hserra hærra heita að vinna meira stærra aðalsmerki karla og kvenna í keppni er að reyna nenna að leggja jafnan allt sitt afl í að vinna tvísýnt tafl trúa á eigin orku og hug ávallt sýna kjark og dug enga truflun ekkert hik svo uppúr standi Breiðablik Heill sé þeim er hófu merki haldist jafnan viljinn sterki andinn sem að á að minna á allt sem hér er þörf að sinna treysta á eigin hug og hönd halda strikið nema lönd gleðjast yfir sigri í samtíð sigla inn í glæsta framtíð. Gullblikar Breiðabliks fyrir miðri mynd. Frá vinstri: Jón Ingi Ragnarsson, Grétar Kristjánsson og Steinar Lúðvíksson. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.