Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 12
Leistu á auglýsingu stöðunnar sem
uppsögn?
„Já ég leit á það sem slíkt. Enda
sótti ég ekki um. "
Voru ákveðnir þjálfarar hvattir til
þess að sækja um?
„Jú, ég hef heyrt slíku fleygt og ég
tel ekkert óeðlilegt við að talað sé
við ákveðna menn, sé talinn fengur
í þeim, en það var ekki talað við
migí því sambandi. Þaðerheldur
ekkert óeðlilegt að rætt sé við þá
þrjá til fjóra menn sem líklegastir
eru til þess að valda stöðunum og
þeirra sjónarmið fengin og þeim
síðan tilkynnt hver hefur verið
ráðinn."
Valdir þú A-landsliðið á síðasta
ári?
„Nei, enda var ég ekki lands-
liðsþjálfari, en ég valdi landsliðið á
móti Tyrkjum þegar ég var
landsliðsþjálfari."
Sú spurning hefur verið borin upp
t. d. í DV um hvort þú hafir brotið
afþér?
„Eg veit ekki til þess að svo hafi
verið, þessari spurningu DV hefur
ekki veriðsvaraðafKSI. Mérþykir
það slæmt að fá ekki að vita
hverning málum er háttað."
Nú segist Bo Johanson ætla að
leggja meiri áherslu á sóknarbolta,
lagðir þú of mikla áherslu á
varnarknattspyrnu?
„A síðasta ári spilaði U-21 árs liðið
Qóra leiki. Liðið spilaði á síðasta
ári við nákvæmlega sömu lið og V-
Þjóðverjar, sem unnu riðilinn,
markatalan hjá okkur var 9:4, en
hjá þeim 5:2. U-21 árs liðið var
markahæst í riðlinum, þannig að
það gefur auga leið að við spiluðum
líka ágætis sóknarleik. Við beittum
mjög svipaðri leikaðferð og A-
landslið. Eg var ánægður með
árangurinn hjá strákunum í fyrra
og ég tel að það ætti að gefa
leikmönnum úr U-21 árs liðinu
tækifæri til æfinga með A-
landsliðinu."
Eigum vel menntada
og hæfa þjálfara
Eigum við ekki nægjanlega góða
íslenska þjálfara?
„Þeir sem sjá um þjálfararáðningar
verða að meta slíkt. Eg tel hins
vegar að íslenskir þjálfarar hafi
sýnt það bæði innanlands og einnig
erlendis, að við eigum menntaða
og hæfa þjálfara. Oft hafa
útlendingar sem hingað hafa komið
verið með sáralitla menntun og
reynslu, þó hafa líka komið hingað
þjálfarar sem eru góðir og vel
menntaðir. Þessir þjálfarar hafa
komið hingað sem atvinnuþjálfarar
og getað starfað sem slíkir, en það
gera íslenskir þjálfarar ekki, þessu
þarf að breyta. Það skiptir hins
ekki máli hvaða tungumál þú talar
íieldur hvort menn telj a að þú hafir
hæfileika. Þáverður aðmetabetur
hvort þjálfarar hafa aflað sér
nægilegrar menntunar eða ekki.
Það þyrfti að koma upp hvetjandi
leiðum til að bæta þjálfun, þannig
að félög sæju hag sinn í því að vera
með menntaða þjálfara eða gæfist
kostur á að senda þjálfara til frekari
menntunar. Það myndi verka
hvetjandi effélögfengju t. d. styrki
frá íþróttahreyfingunni efþauréðu
menntaða þjálfara eða fengju styrk
til að senda þjálfara til náms."
Er það einhverskonar minni-
máttarkennd að við Islendingar
leitum gjarnan til erlendra
þjálfara?
„Menn eru gjarnir á að ala á
minnimáttarkennd, t. d. með því
að tönglast á því að við séum svo fá-
menn, höfum svo slæmar aðstæður,
séum að keppa við atvinnumenn o.
s. frv.
Þessi minnimáttarkennd gagnvart
erlendumliðumerástæðulaus. Við
eigum ekki að láta það hafa of mikil
áhrif á okkur við hverja við erum
að spila, h vort það eru V-Þjóðverjar,
Hollendingar eða Færeyingar, við
eigum alltaf að gera okkar besta."
Guðni Kjartansson fær ársleyfi í
haust og tekursérþá frífrá kennslu.
Hann er að athuga með nám í
Bandaríkjunum og í V-Þýskalandi
til að afla sér frekari menntunar.
Guðni Kjartansson
fæddur 10/12 1946
Menntun: Iþróttakennarapróf
Öll þjálfarastig KSÍ
Þjálfaranámskeið hjá FIFA og tvö hjá UEFA
Alþjóðanámskeið í Skotlandi
Alþjóðaþjálfarapróf frá Enska knattspyrnusambandinu.
Leikm.: Lék með 1. deildar liði ÍBK frá 1964-1974 (fyrirliði frá
1969-1974) og aftur 1976, sem leikmaður og þjálfari,
(4 sinnum Islandsmeistari).
Lék 3 landsleiki með U-23 ára, 2 B-landsleiki og
31 A- landsleik, þar af7 sinnum sem fyrirliði.
Iþrótta- og knattspyrnumaður ársins 1973.
Þjálfari: 1975 1. deildar lið IBK, 5. sæti og bikarmeistarar.
1976 1. deildar lið IBK (þjálfari og leikmaður), 6. sæti.
1978 1. deildar lið ÍBK, 3. sæti.
1979 aðstoðarmaður landsliðsþjálfara síðustu landsleikina.
1980-1981 landsliðsþjálfari.
1981 2. deildar lið ÍBK, 1. sæti, auk þess landsliðsþjálfari.
1982-1983 stjórnaði landsleikjum U-21 árs.
1983 1. deildar lið IBK, auk þess þjálfun landsliðsins
U-21 árs, sem hafnaði í 8 sæti.
1984-1989 aðstoðarlandsliðsþjálfari og þjálfari U-21 árs
landsliðs (ekki þjálfari U-21 árs 1988)
Tækninefndarmaður hjá KSÍ: 1978-1985
12
SKINFAXI