Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 5
Leiðari - Frá ritstjóra Kæru lesendur, gleðilegt sumar. „Skinfaxi heitir hann, og sól og sumar vill hann breiða yfir land allt. Bera kveðju milli Ungmennafélaganna. Og færa þeim fréttir af starfi voru víðsvegar um land. Hann vill flytja þeim hvatningarorð og leiðbeiningar um starf þeirra.” Þessi orð sem birtust í 1. tölublaði Skinfaxa 1909 eiga enn við. Það er nefnilega svo að þær hugsjónir og þau markmið sem Ungmenna- félagshreyfingin hefur haft að leiðarljósi, s. s. þjóðrækni, umhverfismál, íþróttir, listir, frelsi og skemmtanir eru enn baráttumál hreyfingar- innar og reyndar mál sem varða alla landsmenn. Ungmennafélagshreyfingin hefur staðið eins og styrkur stofn "við þau" málefni sem skipta okkur svo miklu. Því hvað er mikilvægara en að líða vel, andlega sem líkamlega, en það gerum við með ástundun íþrótta og samskiptum við fólk. Við ræktum landið og bindumst böndum um að sporna gegn mengun og spjöllum. Við hvetjum Islendinga til að velja íslenska framleiðslu og reynum að koma því á framfæri hvers vegna það er æskilegt. Við finnum ótal leiðir til að opna augu fólks fyrir því hvað er gott og fagurt. Og ekki veitir af, því oft er örstutt í ósætti og ósamlyndi yfir minnsta málefni, þar sem menn hafa stundum ekki vandað orðavalið og deilan snýst þá um orðin en ekki þann ágreining sem var upphaf deilunnar. Ungmennafélagshreyfingin, sem var stofnuð 1907, er enn við lýði með sömu markmið, en hún fylgir straumi tímans, það eru leiðirnar til að ná markmiðunum sem hafa breyst í samræmi við breytt þjóðfélag. Ungmennafélagshreyfingin er miklu meira en bara íþróttasamtök, ekkert íþróttastarf þrífst án félagsstarfs, sem er undirstaða allrar starfsemi. Með þessum orðum hef ég reynt að gera grein fyrir mikilvægi Ungmennafélagshreyfingar- innar. Islendingar vinna mikið, álagið á okkur og börnin okkar hlýtur að vera mikið. Við verðum að hafa tíma fyrir okkur sjálf, annars getum við engu áorkað hvorki í starfi, né á öðrum vettvangi. Eiturlyf streyma inn í landið ogleggja margar fjölskyldur í rúst. Svarið við margs konar vandamálum í þjóðfélaginu er félagsstarf. Leiðirnar til að forða sér frá álagi, sjúkdómum og eiturlyfum eru fyrir hendi. Saman getum við barist gegn gróðureyðingu, mengun og fjölmörgu sem bjátar á. Ég er nýtekin við starfi ritstjóra Skinfaxa af Ingólfi Hjörleifssyni semhéltutan í nám. Stjórn UMFI hefur ákveðið að haga útgáfumálum hreyfingarinnar á þann hátt að gefin verða út fjögur tölublöð Skinfaxa á ári hverju. Einnig verður gefið út Fréttabréf UMFI, sem verður sent til Héraðssambanda og ungmennafélaga, en lesendur Skinfaxa geta óskað eftir að fá það sent. 1. tölublað Skinfaxa 1990 er þéttsetið og vonast ég til að lesendur geti fundið efni við sitt hæfi og lært eitthvað af félögum sínum út um allt land. Stundum hefur verið erfitt að fá aðsent efni frá félögunum, en nú hafa menn brugðist vel við, þannig að annað hefur þurft að lúta í lægra haldi. Frá því ég var lítil stelpa hefur mér alltaf þótt vænt um Skinfaxa og ég vona að þeir unglingar sem nú eru að vaxa úr grasi sjái skynsemi í því að tileinka sér stefnumál Ungmennafélags- hreyfingarinnar. Bestu kveðjur og óskir um heillaríkt sumar. Una María Óskarsdóttir. Utgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóri: Una María Óskarsdóttir. - Ábyrgðarmaður: Pálmi Gíslason. - Ritnefnd: Ingimundur Ingimundarson, Guðmundur Gíslason, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Örn Guðnason og Guðmundur G. Kristinsson. - Stjórn UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þórir Haraldsson, varaformaður, Þórir Jónsson, gjaldkeri og Sæmundur Runólfsson, ritari. Meðstjórnendur: Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason og Sigurbjörn Gunnarsson. Varastjórn: Magndís Alexandersdóttir, Matthías Lýðsson, Flemming Jessen og Jóhann Ólafsson. Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, s: 91-12546. - Umbrot: Guðmundur Gíslason. - Prentun: Ísafoldarprentsmiðja h.f. - Pökkun: Vinnustofan As. - Prófarkalestur: Málvísindastofnun Háskóla íslands. - Forsíða: Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfuknattleik. Allar aðsendar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða stjórnar UMFÍ. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.