Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 33
Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, innanhúss Meistaramótið var haldið í Reykjavík 10.-11. febrúar og þar eignuðust HSK mennþijáIslandsmeistaratitla. Þórdís Gísladóttir, Umf. Selfoss, stökk 1,77 m í hástökki, Pétur Guðmundsson, Umf. Samhygð, kastaði kúlu 19,39 m og Olafur Guðmundsson, Umf. Selfoss, stökk 7,10 m í langstökki. Einnig unnust tvö silfur og fjögur brons. Guðmundur Einarsson Sveinn Á. Sveinsson og Jóhannes Sigmundsson med viðurkenningar sínar. Á milli þeirra stendur form. HSK, Björn B. Jónsson. Fréttir frá UIO Þar sem nægur snjór er hér í Olafsfírði eru það skíðaíþróttirnar sem eru mest í gangi sagði Haukur Sigurðsson formaður UIO þegar hann var inntur frétta af starfinu. Haukur þjálfar skíðagöngu, en sænsk stúlka Vickoria er þjálfari í svigi. Helgina 17.-18. mars var bikar- mót SKI í göngu haldið í Olafsfírði. Tveir skíðamenn eru við æfíngar í Noregi, þeir Sigurgeir Svavarsson og Olafur Björnsson. Þá var Kristinn Björnsson að keppa á HM. í Frakklandi og var 15. í röðinni af 149 keppendum í svigi. Knattspyrnumenn æfa af fullum krafti undir stjórn Omars Torfa- sonar, sem lék áður með Fram og þess má geta að nýlega var leikinn æfingaleikur við Val í Reykjavík og unnu Leiftursmenn þann leik 3:2. Arsþing verður ekki fyrr en í apríl þegar mesta starfið er gengið yfir í vetrarí þróttunum. Fréttir frá UMSE Af starfi UMSE er það helst að frétta að frjálsíþróttaæfingar eru sex sinnum í viku og mætingar góðar eða 15-20 manna hópur sem mætir reglulega. Þjálfari er Jón SævarÞórðarson. ÞáhefurBirgitta Guðjónsdóttirveriðráðinaðstoðar- þjálfari frá og með maí til loka september. Unnið er að undirbún- ingi Landsmóts. Arsþing UMSE verður haldið 5.-6. maí í Hrafna- gilsskóla og er þingið í umsjón Ungmennafélagsins Æskunnar á Svalbarðsströnd. Framkvæmdastjóri er í fullu starfi og er það Kristinn Kristinsson sem gegnir því. Frjálsíþróttafólk UMSE hélt til Þýskalands í æfingabúðir um páskana. Slík ferð var farin á síðasta ári og gaf góða raun. Eitt félagsmálanámskeið hefur verið haldið á sambandssvæðinu og annað er í undirbúningi. Það voru Hríseyingar sem riðu á vaðið í byrjun janúar með námskeið sem tókstmjögvel. Leiðbeinendurvoru Katrín Sigurjónsdóttir og Hákon Sigmundsson og var þetta nám- skeið frumraun þeirra. A Meistaramóti Islands 14 ára og yngri, sem haldið var 24,- 25. mars síðast liðinn, setti Stefán Gunnlaugsson UMSE Islandsmet í langstökki pilta án atrennu og stökk 2,92 metra. Jóhann Olafsson. Frjálsíþróttaskóli FRÍ Dagana 18.-22. júní í sumar verður starfræktur Frjáls- íþróttaskóli FRI á Laugarvatni undir stjórn Þráins Hafsteins- sonar og Gunnars Páls Jóakims- sonar. Ungmennum á aldrinum 14-18 ára er boðið að koma og æfa íþróttir, læra um þjálfunar- hætti, næringarfræði og allt sem viðkemur því að verða góður íþróttamaður. Nemendur læra að sjá um þjálfun sína sjálfir. Um er að ræða verklegt og bóklegt nám og geta nemendur tekið gögn með sér heim að afloknunámskeiði. Námskeiðs- gjald verður um 8000 krónur. Skráningu líkur um mánaðar- mótin maí/júní. Allar upp- lýsingar gefa þeir: Þráinn í síma 98-61147 og Gunnar Páll í síma 91-28228. SKINFAXl 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.