Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 10
áðist ekki nógu góður árangur? Viðtal við Guðna Kjartansson Guðni Kjartansson íþrótta- kennari er fæddur og uppalinn íKefiavík, hanner einnafokkar alfremstu knattspyrnu- þjálfurum. A s. I. ári náði Guðni mjög góðum árangri með landsliðið í knattspyrnu undir21 ársaldri, var aðstoðarlandsliðsþjálfari og auk þess tók hann við sem þjálfari A- landsliðsins á móti Tyrkjum, en í þeim leik báru Islendingar sigurúrbýtum. Það kom því mörgum á óvart að ekki væri rætt við Guðna um landsliðsþjálfarastóðuna í ár, né aðrar stöður fyrir KSI. Skinfaxi leit við hjá Guðna á dögunum til að ræða við hann um þessi mál og önnur. Guðni sagðist hafa byrjað snemma að stunda knattspyrnu, í hverfinu hafi verið mikill knattspyrnuáhugi, en auk þess spilaði hann hand- knattleik með IBK og körfubolta spilaði hann fyrst með Iþróttafélagi Keflavíkurflugvallar. „Þá var körfuboltinn æfður uppi á Keflavíkurvelli, með íþróttafélagi Keflavíkurflugvallar, en það félag var seinna lagt niður," segir Guðni. „ Þegar ég lauk námi sem íþrótta- kennari hóf ég störf við Sundhöllina í Keílavík, og íljótlega hóf ég að þj álfa körfuknattleik og handknatt- leik í Njarðvík auk þess að starfa þarfsemíþróttakennari. Þaðhefur alltaf verið mikill áhugi fyrir körfu- bolta í Njarðvík og skemmtilegt að starfa þar. Liðsmenn I Bikar- meistaraliði UMFN í körfu- knattleik eru allir gamlir nem- endur mínir, að Bandaríkja- manninumundanskildum. Þaðvar því gleðiefni fyrir mig að bæði IBK og UMFN skyldu komast í úrslita- leikinn í körfunni, maður er alltaf ánægður þegar fyrrverandi nem- endur ná árangri. Ég hef sjálfur aldrei leikið með IBKí körfubolta." 10 Gekk í rangt félag „Ætli éghafi ekki verið 9 eða 10 ára þegar ég byij aði að æfa knattspyrnu meðfélagi. Þettabyrjaðiþannigað ég kom til þj álfarans og spurði hann hvort ég gæti gengið í félagið. Því var vel tekið. Nokkru síðar er haldin keppni milli félaganna í Keflavík, þá kemst ég að því, mér til mikillar hrellingar að ég hef verið skráður í KFK, en allir vinir mínir voru í Ungó. Þetta var mikið Guðni Kjartansson og fjölskylda. áfall. Ég var því fljótur að skipta yfir í Ungmennafélag Keflavíkur. Vinir mínir, sem voru flestir einu ári eldri, höfðu byrjað í sundi, þar var fyrir Hafsteinn Guðmundsson sem var ungmennafélagsmaður. Þjálfarinn í knattspyrnunni var hins vegar í KFK og því skráði hann mig í það félag." Lífstíll íslendinga hefur breyst Hefur þú orðið var við að líkamlegt ástand barna og unglinga hafi breyst með breyttum lifnaðar- háttum? „Lífstíll Islendinga hefur breyst mikið á síðustu árum, við horfum meira á sjónvarp og myndbönd, við keyrum í vinnuna og börnin keyrum við í skólann eða á æfingar. Auð svæði fyrir krakka hafa oft gleymst í skipulagi bæjanna, þannig að allar aðstæður hafa orðið til þess að hreyfing fólks, þar með talið barna og unglinga hefur minnkað. Börn geta ekki labbað inn á íþróttavöll eða í íþróttahús og sagt: "Ég ætla að leika mér hér núna". Aðstaðan er ekki fyrir hendi. Það er miklu meira um það núna en áður að nemendur séu of þungir. Ég óttast að þetta verði til þess að heilsufari okkar muni hraka. Héráðurgátukrakkarverið í mörgum íþróttagreinum, en nú er orðinn verulegur kostnaður að senda krakka á æfingar og þau þurfa því oft að velja á milli. Peningalitlar íjölskyldur geta því átt erfitt með að leyfa börnum sínum að stunda íþróttir. Af þessum ástæðum er íþróttakennsla enn mikilvægari en áður, en því miður virðast íþróttir innan skóla- kerfisins vera aukaatriði. íþrótta- tímum í skólum hefur fækkað. Áður voru a. m. k. 3 tímar í viku í leikfimi auk tíma í sundi, en nú geta skólastjórar skorið leikfimikennslu niður í tvo tíma. Þetta stendur e. t. v. til bóta með nýjum námstjóra í íþróttum. Þetta er afleit þróun. Skólalóðirnar eru heldur ekki alltaf gerðar þannig að þær henti til leikja, t. d. er æskilegt að boltavellir séu afgirtir svo knötturinn fari ekki útaf. Líkaminn þarfnasthreyfmgar alla æfi. Skólakerfið þarf að örva einstaklingana til þess að þjálfa líkamann með æfingum, sem nem- SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.