Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 27
boltanum á milli markstanganna. Vallarmark er oft sett þegar lið sér fram á að það nái ekki að komast 10 metra í sínum fjórum tilraunum og er það nálægt endasvæði hins liðsins að sparkarinn drífi í markið. Sjálfsmark getur átt sér stað þegar leikmaður er felldur í sínu eigin endamarki og ef hlaupari bókstaflega hleypur í sitt eigið enda-mark. V örnin r ey nir að sj álfsögðu að stöðva sóknina og notar til þess sín eigin kerfi, en vörnin byggist mikið á því að varnarmennirnir geti lesið út hvað sóknin er að gera og stöðvað þá þannig. Vörnin getur krækt sér í tvö sjálfsmarksstig með því að fella manninn með boltann í endamarki hans. Sóknarlínumenn reyna sitt á hvað að gera holur fyrir hlaupara liðsins í vörnina eða að passa að enginn komist nálægt stjórnandanum meðan hann reynir að kasta. Þetta gera þeir með því að blokka. Með því að blokka er átt við það að ýtt sé á mann til að koma í veg fyrir að hann komist að manninum með boltann. Sóknarmenn blokka ef þeir eru ekki með boltann. Leikmenn nota ótakmarkaðan kraft sinn til að blokka og mega þess vegna henda sér á næsta mann (ekki fyrir neðan mitti), en verða samt að fara eftir ákveðnum reglum t.d. má ekki halda manni fostum með höndum eða fótum. Leiknum er skipt niður í fjóra leikfjórðunga og er hver þeirra fimmtán mínútur. I hálfleik er tíu mínútna hlé. Hvort lið hefur rétt á þrem leikhléum í hvorum hálfleik. Það lið sem hefur flest samanlögð stig sigrar. Leikmaður í fullum skrúða Æfingaaðstaða fyrir Landsmót. Höfum góða æfingaaðstöðu til leigu. Sundlaug, íþróttahús, gufubað, ljósabekkur, eldunaraðstaða og svefnpokapláss. Allt í einu húsi. Verið velkomin. Félagsheimilið Þinghamar Varmalandi Borgarfirði, sími 93-51280. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.