Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 9
pönnukökubakstriogfleiru. Innan
ungmennafélagshreyfingarinnar
eru einnig miklir afreksmenn í
íþróttum og má þar nefna að á
síðasta Landsmóti á Húsavík var
sett Norðurlandamet í spjótkasti.
Stefnt er að sérstakri spjótkast-
keppni, þar sem bestu spjótkast-
arar heims og þrír bestu spjótkast-
arar landsins etja kappi.
Þeir eru Sigurður
Einarsson, Sigurður
Matthíasson og Einar
Vilhjálmsson. Miklar
líkur eru á því að
heimsmethafinn Patrik
Bodén taki þátt í
keppninni. Þessikeppni
á án efa eftir að verða
mjög skemmtileg og
vekja hrifningu og
áhuga hjá fólki.”
Vert er að minnast á
aðra ungmennafélaga
sem keppa á Lands-
mótinu eins og Véstein
Hafsteinsson kringlu-
kastara, sem hefur náð
þeim frábæra árangri að
vera fimmti á lista yfir
bestu kringlukastara
heims.
Ómar sagði að körfu-
boltakeppnin gæti orðið verulega
skemmtileg þar sem fimm
úrvalsdeildarlið reyndu með sér,
það væru Umf. Keflavíkur, Umf.
Snæfell, Umf. Njarðvíkur, Umf.
Tindastóll og Umf. Grindavíkur.
Hvað búist þið við miklu
fjölmenni á hátíðina, hvað mörgum
keppendum og áhorfendum?
Ómar sagði að það væri erfitt að
segja til um það nú hver fjöldi
keppenda yrði, en von væri á
forskráningu keppenda, þar sem
allnákvæmar upplýsingar fengjust
um Qölda þátttakenda í hverri
grein. „Við gerum ráð fyrir því að
keppendurgetiorðiðum3000. Við
getum tekið á móti öllum þessum
keppendum og öllu aðstoðarfólki
keppenda, sem má búast við að
verði um 1000 manns.”
Landsmót í núverandi mynd hafa
aldrei verið haldin svo nálægt
Rey kj avík áður og ef veðurguðirnir
lofa sólinni að skína á 20.
Landsmóti UMFI þá má búast við
miklum fjölda fólks og aðstand-
endur Landsmóts eru vel undir það
búnir. A Landsmótinu á Laugar-
vatni 1965 var slegið aðsóknarmet
er um 25 þúsund manns komu til
aðfylgjastmeð. Ómar sagðist lofa
því að þetta aðsóknarmet verði
slegið ef hitabylgja gengi yfir
Mosfellsbæ Landsmótsdagana, að
öðrum kosti skyldi hann eta
Séð yfir hluta af mótssvæðinu.
höfuðbúnað sinn.
í Mosfellsbæ er góð aðstaða fyrir
tjaldsvæði, bæði keppnisbúðir og
almenningsbúðir. Keppnisbúðir-
nar verða staðsettar í vestur hluta
bæjarins, en almenningsbúðirnar
verða á svæðinu við Meltún. Stórt
og mikið hús, sem fengist hefur
vilyrði fyrir að nota til dansleikja-
halds, er í næsta nágrenni við
almenningstjaldsvæðið.
Keppendur og aðrir þeir sem
leggja leið sína á Landsmótið eru
hvattir til að dvelja á mótssvæðinu
í tjöldum.
Hægt er að hýsa alla keppendur
og öllum héraðssamböndum verður
úthlutað ákveðnu húsnæði eins og
verið hefur. Þannig að ef í harð-
bakkann slær getur keppnisfólk
fengið að liggja inni í svefn-
pokaplássi.
Ómar sagði að menn geti alltaf
valið milli íþrótta og annarrar
skemmtunar, en íþróttirnar yrðu
samt sem áður miðdepillinn.
Eitthvað að lokum?
Skráning keppenda verður með
nýju sniði. Ómar sagði að í stað
eyðublaða fái héraðssamböndin í
hendur tölvuforrit á disklingum,
þannig að öll skráning verður
tölvuvædd frá upphafi. „Við
leggjum áherslu á að upplýsingar
sem liggja fyrir, fyrir mótið, séu
eins glöggar og aðgengilegar og
hugsast getur og að auðvelt verði
að vinna úr þeim.”
Sæmundur sagðist vonast til að
allir ungmennafélagar hringinn í
kring um landið settu stefnuna á
20. Landsmót UMFÍ 12.- 15. júlí í
sumar. Sagðist Sæmundur vilja
minna fólk á það að Landsmótið
byrjar nú á fimmtudagsmorgni og
stendur fram til sunnudags.
„Mikilvægt er að undirbúa komu
sína og geta verið hér alla dagana,
því það verður mikið að gerast allan
tímann.” Þeirsemekkihafakomið
og dvalið á Landsmótum áður ættu
að eyða tíma sínum með ungmenna-
félögum þessa fjóra daga, þar sem
fjölmargt skemmtilegt verður að
gerast sagði Sæmundur að lokum.
SKINFAXI
9