Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 28
Völdum íslenskt nafn, Fjallkonan Valrún Þeir Daði Guðmundsson, Páll Magnússon og Ragnar Sveinsson voru teknir tali og spurðir nokkurra spurninga um tildrög hins mikla áhuga þeirra á ruðningsbolta og fleira. Hver var kveikjan að þessum mikla áhuga ykkar á ameríska fótboltanum og hver er ástæða þess að þið fóruð út í að ná saman liði? Daði: Eg dvaldi sem skiptinemi í Bandaríkjunum og kynntist íþróttinni þar. Þegar ég var úti þá spurði þjálfari skólaliðsins hvort ég hefði ekki áhuga á því að vera með, en ég svaraði því neitandi og sagðist ekki einu sinni vita hvernig þetta væri og fór beint í knattspyrnu. Með tímanum kynntist ég íþróttinni betur og betur og að lokum féll ég bókstaflega fyrir ameríska boltanum. Loks þegar ég hafði fengið áhuga á greininni þá var keppninstímabilið búið. Þegar ég kom heim hugsaði ég með mér að ég yrði að reyna að skapa mér og öðrum tækifæri til að spila þessa íþrótt. Páll: Ahuginn kviknaði þegar Stöð 2 fór að sýna leiki frá atvinnu-mannadeildinni í Bandaríkjunum. Við Ragnar Sveinsson ákváðum að stofna sérstakt lið sem fékk nafnið Fjallkonan Valrún. Við vildum hafa nafnið eins íslenskt og hægt var því okkur finnst hlægilegt að lið í Þýskalandi sem spila amerískan fótbolta skuli bera bandarísk nöfn. Breiðabliksmenn buðu okkur að ganga í félagið sem varð úr og hafa þeir tekið okkur mjög vel. Nú hefur verið stofnuð ruðningsdeild innan Breiðabliks. Hvernig báruð þið ykkur að við undirbúning á stofnun þessa liðs? Daði: Ég auglýsti í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ eftir strákum sem hefðu áhuga á að taka þátt í stofnun liðs í ruðningsbolta. Ég átti bolta frá Ameríku og við byrjuðum að spila. Nú æfum við tvisvar í viku og höfum banda-rískan þjálfara, Greg Allen. Páll: Það var auðvelt að fá liðsmenn, þeir eru flestir strákar úr Menntaskólanum í Kópavogi. I upphafi keyptum við fjóra bolta. Við leituðum til fyritækja og báðum þau aðstyrkjaokkur. Þaðtókst, fyrirtækin Frón, Esso, Málning og Jöfur gáfu okkur fé til að kaupa bolta. Kópavogsbær hefur veitt okkur aðstöðu til æfinga bæði inni og úti og við æfum tvisvar í viku. Hvernig undirstöðu þarf leikmaður að hafa, þarfhann ekki að vera rammur að afli, jafnvel kraftajötunn og leggja stund á lyftingar? Daði: Sá orðrómur hefur fylgt ameríska fótboltanum að aðeins heljarmenni geti spilað hann, en það er nú ekki alveg rétt. Það er ekki verra að vera sterklega byggður, en þessi íþrótt krefst þess að sumir leikmenn séu snöggir, en aðrir séu sterkir og menn verða að hafa góða þekkingu á íþróttinni. Lyftingar eru mjög góð leið til styrkja sig fyrir þessa íþrótt. Það á hver sína stöðu og hver staða krefst mismunandi eiginleika. Eins og flestir vita er visst samband milli hraða og þyngdar, t. d. er nokkuð víst að 140 kg maður hley pur ekki mj ög hratt og einnig er ólíklegt að 70 kg maður keyri niður 100 kg mann. Páll: Menn þurfa að vera líkamlega sterkir og í góðu formi, en það fer eftir stöðu leikmanns hvaða eiginleikum hann þarf að vera búinn. Strákarnir í Garðabæ eru með bráðabirgðaaðild að Stjörnunni, en þegar hefur verið stofnuð sérstök deild, ruðningsdeild í Breiðabliki í Kópavogi. Það sem helst er á dagskrá hjá þeim á næstunni er að kynna ameríska boltann vel í sumar og halda námskeið fyrir þá sem hafa áhuga. 20. Landsmót Ungmennafélags Islands, sem haldið verður 12.-15. júlí í Mosfellsbæ er í brennidepli, því liðsmenn þessara ruðningsboltaliða munu etja þar kappi. Það verður spennandi að vita hvort liðið ber sigur úr býtum, en óhætt er að fullyrða að það verður vel þess virði að koma og sjá ruðningsbolta leikinn opinberlega í fyrsta skipti á íslandi. Ruðningsdeildarlið Stjörnunnar í Garðabæ. Neðri röð frá vinstri: Tryggvi Gunnar, Helgi, Einar Snorri, Einar Kári. Efri röð frá vinstri: Heiðar, Hilmar, Aðalsteinn, Steindór. Á myndina vantar m.a. Daða Guðmundsson. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.