Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 25
hringdum af safninu á flugvöllinn, en þá var búið að aflýsa flugi. Nú voru góð ráð dýr, engir peningar í buddunum og engin matur til í alla gogganna. Heim í Vesturhlíð var haldið og okkur tekið vel. Mitt í eymdinni Safnað fyrir mat. hringir síminn og okkur berst matarboð frá Mosfellsbæ. Allir struku um magann aftilhugsuninni um að komast í mat til heiðurshjóna sem eru nýflutt frá Bolungarvík. Eitt æfmtýrið enn. Farið var með rútu frá Grensás og allir hausarnir taldir og reyndust þeir vera 19, en áður en á leiðarenda var komið hafði fækkað um einn haus. Eftir smá bið og hangs á gangstéttinni kom vera hlaupandi út úr myrkrinu og reyndist það vera haus númer 19. Til hjónanna komunm við kl. 20 og var nú hressilega tekið til matar síns. Ferðirnar urðu margar að matarborðinu, 1 a m b a 1 æ r i , kjúklingar og annað tilheyrandi rann niður í 19 svanga maga. Þegar heim var haldið um kl. 22 var ekkert eftir, ekki einu sinni vængur af kjúklingi. Viðtókum Mosfellsleið til baka og vagnstjórinn var svo almennilegur að keyra okkur alla leið niður á Tryggvagötu. Við fórum að sofa og ákveðið var að fara alla leið heim daginn eftir. Föstudagur 16. feb. Vaknað var kl. 7 og hringt á völlinn. Nú varð að hafa hraðann á því mæting Þreyttar á karlmannsleysinu Fréttir frá HVÍ Aðalfundur Ungmennafélagsins Grettis á Flateyri Aðalfundur Grettis á Flateyri var haldinn miðvikudaginn 14. mars. Mæting á fundinn var góð og umræður líflegar. Undanfarin ár hefur stjórn félagsins eingöngu verið skipuð konum og hafa þær stjórnað af miklum myndarskap. En þær voru orðnar þreyttar á karlmannsleysinu og fengu þrjá karlmenn til liðs við sig. Einar Haraldsson tók við formennsku af Rögnu Olafsdóttur, sem nú á sæti í varastjórn. Guðmundur Finnbogason tók við fjármálunum og Magni Magnússon tók sæti í varastjórn. Einnig kom Guðrún Pálsdóttir ný inn í stjórn, sem meðstjórnandi. Bjóðum við þetta fólk velkomið til leiks og óskum því farsældar í starfi. A fundinum var ákveðið að ráða Magna Magnússon sem þjálfara næsta sumar, mun hann þjálfa knattspyrnu og frjálsar íþróttir, auk þess sem hann verður með leikjanámskeið. Mjög gott starf hefur verið unnið í sundmálum Flateyringa og er þar nú æft sund allan ársins hring í tveimur deildum, efri deild og nýju deild. Það er Jón Hjaltason sem sér um þjálfun sundfólksins. átti að vera kl. 8. Ekki tók nema 15 mínútur að vekja allt liðið, klæða sig, pakka niður ogborða. Síðan var staflað í bílana og ekið út á völl. Hörður kvaddi okkur með þeim orðum að ef við kæmum aftur, þá yrði okkur boðið í mat, sem við þökkuðum kærlega fyrir, en af því að við komumst heim þennan dag ætlum við að eiga það inni þar til næst. Við settumst og biðum á vellinum, en andlitið ætlaði að detta af liðinu þegar tilkynnt var um smávægilega seinkun, vegna þess að vél frá Vestmannaeyjum seinkaði. A leiðarenda komumst við þó fyrir rest. Bestu kveðjur til allra sem eyddu með okkur, þó þessari ágætu viku í Reykjavík og sérstakar kveðjur og þakkir til starfsfólks UMFÍ á Öldugötu 14 fyrir allt. Sundkveðjur Sunddeild UMFB, Bolungarvík. Framkvæmdastj óri tilHVÍ Þórarinn Hannesson Iþróttakennari hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HVI og mun hann starfa hjá sambandinu fram til haustsins. Hann var áður framkvæmdastjóri HHF sumarmánuðina '87 og '88. Nokkur deyfð hefur verið yfir starfsemi HVI undanfarin ár, þó svo að öflugt starf hafi verið unnið hjá einstökum félögum á svæðinu. Er það von og vilji stjórnar sambandsins að ráðning starfsmanns hleypi nýju lífi í starfsemina og sé fyrsta skrefið í þá átt að lyfta HVI upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í. Þórarinn Hannesson. SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.