Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 26
ixuðmngsBolti
S
Ný íþróttagrein á Islandi
Hér á landi hefur rutt sér til
rúms í orðsins fyllstu
merkingu ný íþróttagrein.
Hér er átt við ameríska
fótboltann eða ruðningsbolta
eins og margir nefna þessa
íþróttagrein. I þessum pistli
verður ruðningsboltinn
kynntur og rætt við
forvígismenn liða úr Garðabæ
og Kópavogi, Daða
Guðmundsson úr Garðabæ og
þá Pál Magnússon og Ragnar
Sveinsson hjá Breiðabliki í
Kópavogi.
Ruðningsbolti er spilaður á velli
sem er 120 jardar að lengd eða
109,2 metrar. Breidd vallarins er
53 jardar eða 48,23 metrar.
Leiktíminn er 4 x 15 mínútur.
Algengur fjöldi liðsmanna er um
25 leikmenn, en ellefu eru inni á
vellinum í einu.
Kastað er upp á hvort liðið, A eða B
fær að velja um að sparka eða að taka
við boltanum.
Til að koma boltanum áfram eru
þrjár leiðir: Kasta boltanum, hlaupa
meðboltannogsparkahonum. Sóknin
má aðeins kasta boltanum áfram einu
sinni í hverri tilraun, en það má alltaf
rétta boltann eða kasta honum
afturábak.
Leikurinn byrjar þannig að vörnin A
sparkar boltanum frá 35 metra línunni
til liðs B þar sem sóknarmaður liðs B
bíður eftir boltanum og hleypur með
hann eins langt og hann kemst í átt að
endamarki liðs A.
Ef liði A tekst að fella hlaupara liðs
B þá hefst nýr þáttur í leiknum, þar
sem lið B reynir að fara næstu 10
metra í fjórum tilraunum. Þar sem
leikmaður B fellur þar byrjar B sókn.
Sókn B hefur fjórar tilraunir til að
komast 10 metra. Ef henni tekst það
ekki þá tekur liðið A boltann. Þó getur
sókn B verið svo sniðug að sparka
boltanum frá sér í síðustu tilrauninni
og þannig torvelt liði A að komast að
endamarkinu. Takist liði B að komast
þessa 10 metra þá endurnýjast
tilraunafjöldinn fyrir næstu 10 metra
o. s. frv. þangað til skorað er.
Takmarkið er að koma boltanum í
endamark andstæðingsins. Um er að
ræða snertimark (6 stig), vallarmark
(3 stig), aukastig (1 stig) og sjálfsmark
(2 stig).
Snertimark er þegar sóknarliðinu
tekst að fara með boltann inn á
endasvæði andstæðingsins. Alltaf
þegar lið hefur gert snertimark fær
það tækifæri til að gera aukastig. Þá
raða leikmenn sér upp þrjá metra frá
endamarkslínu og mega sparka eða
hlaupa með boltann, en fá aðeins eitt
stig fyrir. (Oftast þegar skorað er
snertimark þá fylgir aukastig með sem
gerir samanlagt 7 stig.)
V allarmark er sett þegar sóknarliðið
sér fram á að það kemur ekki boltanum
í endamarkið og ákveður að sparka
Stöður leikmanna.
Staða. Verkefni. Æskilegir eiginleikar.
Stjórnandinn. Stjórnar sókninni. Ekki lágur, geta kastaö vel og þarf aö hafa góöa þekkingu á reglum.
Hlaupari. Heypur, blokkar og grípur. Kraftur, hraöi og þyngd.
Létthlaupari. Hleypur, blokkar og grípur. Kraftur. hraöi oq tækni.
Útherji. Grípur og hleypur. Hraöi og tækni.
Innherji. Blokkar og grípur. Kraftur, þyngd og tækni.
Línumaður. Blokkar og fellir. Kraftur og þyngd.
Línuvörður Fellir. Kraftur, hraöi og þyngd.
Bakvörður Fellir. Kraftur og hraöi.
Útvörður. Passar útherja og fellir. Hraöi og tækni
26
SKINFAXI