Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 5
F R Á RITSTJÓRA Er íþróttakennsla á villigötum? Iþróttaiðkun hefur verið talin af hinu góða, af henni hafi menn lært heiðarlega framkontu og öðlast þá mikilvægu reynslu að taka sárindum og tapi. En getur verið að íþróttir séu komnar á villigötur, hafa þær ekki þau æskilegu uppeldisáhrif sem ætlast var til? íþróttir eru ekki sá leikur sem þær voru áður. Leikurinn hefur breyst í hörkulega keppni, þar sem sigur, hvað sem hann kostar, er keppikefli tjölmargra íþróttamanna. Er staðan orðin sú að íþróttir hafi neikvæð uppeldisleg áhrif á börn og unglinga vegna þeirrar miklu keppnishörku sem einkennir þær? Það er staðreynd að ungir íþróttaunnendur reyna að öðlast færni og stíl afreksíþróttamanna. Afreksmennirnir eru ntikilvægar fyrirmyndir og geta skapað góða eða slæma ímynd, sem leggur grunn að hugmyndum bama og unglinga unt íþróttir. Við vitum að sjónarmið atvinnumennskunnar, þar sem peningar og afrek fara saman, eru önnur en sjónarmið leikmanna. Neysla lyfja og óheiðarlegar leikreglur viðgangast fremur í heinti atvinnu- mennskunnar. En hvað er hægt að gera til þess að bjargar íþróttunum? Fyrir það fyrsta verður að breyta hugarfarinu og reyna að kenna íþróttir með það að markntiði að leikurinn verði settur ofar en keppnisharkan. Iþróttaskólar fyrir börn og unglinga eru von- andi komnir til að vera. Eitt af aðalmarkmiðunum sent íþrótta- skólar hafa sett sér er að leggja áherslu á fjölbreytta íþrótta- kennslu, þar sem leikurinn skipar veigameiri sess en keppnin. Með aukinni tillitssemi í íþróttum minnkar ennfremur hættan á slys- um tengdum þeim. Þegar rætt er um íþróttaþátttöku er ekki hægt að láta hjá líða að minn- ast á það aðstöðuleysi sent við Is- lendingar búum við. Það er með ólíkindum að ráðamenn þjóðarinn- ar skuli ekki vera löngu búnir að gera sér grein fyrir því að uppbygging á íþróttaaðstöðu sparar peninga. Fjölntargir bera þess vitni að þátttaka í íþróttum bæti heilsuna, minnki vanlíðan og auki vinnuafköst fólks. Við vilj- um eignast afreksmenn í íþróttum og við viljum að almenningur geti stundað íþróttir, en til þess að svo megi verða þarf að bjóða upp á fullnægjandi aðstöðu og hún þarf að rísa á fleiri stöðum en í nágrenni Reykjavíkur. íþróttakennarar landsins hljóta menntun sína í ÍKÍ á Laugarvatni og það er nauðsynlegt að þeir hafi góða aðstöðu til þess að nema þær íþróttagreinar sem þeir eiga eftir að ntiðla til nemenda sinna. Á Laugarvatni er íþrótta- miðstöð Islands rekin, en hún hefur þjónað íþróttahópum víða af landinu. Landsmót ungmennafélaga eru stór liður í þeirri íþróttastarf- semi sem fram fer í landinu, en ætlunin er að halda 21. Lands- mót UMFÍ á Laugarvatni árið 1993. Allir íþróttaunnendur treysta á það að ráðamenn þjóðarinnar tryggi að framkvæmdum við íþróttamannvirki á Laugarvatni verði lokið fyrir lands- mótsárið 1993.^^ ^OTc^. Raddir lesenda „Raddir lesenda", er fastur þáttur í Skinfaxa og fjallar um hvað les- endum finnst um blaðið. Hringt er í nokkra lesendur og þeir eru beðnir að segja álit sitt á efni og útliti blaðsins. Hug-myndin er sú að gera Skinfaxa þannig úr garði að sem flestir geti vel við unað. Lesendur eru hvattir til þess að senda línu eða hringa og láta i Ijós skoðanir sínar, síminn er 91- 12546. Anna B. Indriðadóttir Þúfu A-Landeyjum Rangárvallasýslu „Ég er nýlega orðin áskrifandi að Skinfaxa og það sem ég hef séð finnst mér ágætt. Mér finnst Skinfaxi spanna það víða svið sem starf ungmennafélaga gerir. Ég las m.a. viðtalið við Unni Stefánsdóttur, hún er ein af þeim eldri í íþróttum og hefur önnur viðhorf og það var gaman að kynnast þeim. Mér finnst alltaf gaman að lesa um þekkt íþrótta- fólk. Umfjöllunin um umhverfis- verkefni ungmennafélaganna fannst mér fróðleg. Þetta er þarft verkefni, en því miður var ekki nægilega ntikill áhugi fyrir því hér í sveitinni þannig að ég tók ekki þátt í því. Mér finnst mjög sniðugt að hafa þennan þátt, raddir lesenda, því það er gaman að vita hvað fólki finnst um blaðið”. Hjalti Vésteinsson Fellsenda Miðdölum Dalasýslu „Ég renni yfir Skinfaxa þegar hann kemur, en mér finnst minni greinarnar áhugaverðari. Það er gantan að lesa viðtöl við gamla íþróttamenn, menn sem hafa keppt við allt aðrar aðstæður en gert er nú. Það sem ég vildi sjá meira af eru ýmis úrslit móta t.d. í annari og þriðju deild í frjálsum íþróttum. En það er ntjög gott að geta lesið ýmsar fræðslugreinar, eins og um uppbygg-ingu grasvalla og samstarf sveitarfélaga og ungmennafélaga. Greinin um mata-ræði barna í keppni- sfeðum fannst mér mjög góð og þarfleg”. Rósa Marinósdóttir Sigtúni Hvanneyri Borgarfirði „Ég er nýlega orðin áskrifandi að Skinfaxa eftir eins árs hlé. Það sem mér fannst áhugaverðast var greinin um „fósturbörnin” og um mataræði barna og unglinga í keppnis- ferðum. Það er nauðsynlegt að brýna fyrir börnunum hvað þau eiga að borða því þau vilja alltaf sækja í sjoppurnar. Mér finnst gott að fá fræðigreinar í blaðið, en þær mega ekki vera of langar. Það væri líka til mikils gagns að geta lesið kennsluleiðbeiningar um ákveðnar íþróttagreinar. Það er nauðsynlegt fyrir félögin úti á landi að geta fengið í Skinfaxa upplýsingar um vöru og þjónustu fyrir íþróttafólk, t.d. um það hvar hægt er að kaupa tæki og íþróttabúninga. Ég vildi óska mér að sérstakt efnisyfirlit fylgdi Skinfaxa í lok hvers árs, þar sem tilgreindar væru þær greinar sem birst hefðu síðastliðið ár”. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.