Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 9
UMHVERFISMAL Umhverfisverkefni ungmennafé- laga skilaði árangri til frambúðar Nú í sumar sem leið hófu ungmenna- félagar í 109 ungmennafélögum vítt og breytt um landið umfangsmikið ræktunarstarf. Hvert þessara félaga tók sér landsvæði í fóstur og ætlunin er að fóstra svæðið í a.m.k. þrjú ár. Alls voru 220 fósturbörn skráð, en fjöldi þátttakenda var um 2500 manns. Plöntum var plantað, fræ sett niður, snyrt, grisjað, klippt og borið á. Rusl var hreinsað í fjörum, meðfram veg- um og girðingar voru lagaðar eða nýj- ar setta upp. Hjá Umf. Hvöt í Kirkju- bólshreppi var það mál manna að færri áldósir hefðu verið tíndar upp við þjóðveginn, en í hreisnunarátaki UMFÍ 1989. Hvarvetna voru menn á einu máli um að hreisa þar sem þörf var á. A mörgum stöðum var sérstaklega hug- að að gömum landbúnaðartækjum og þeim komið í brotajárn. Nokkuð mörg félög gerðu íþrótta- svæðið sitt að fósturbarni sínu. Þökur voru lagðar og sérstakök skjólbelti út- búin og greiðurreitir gerðir. Hjá ungmennafélaginu Brúin í Borg- arfirði tóku félagsmenn sig til, undir stjórn Sigríðar Þorvaldsdóttur og hreinsuðu Surtshelli og Stefánshelli. Surtshellir er langur og gríttur og var hann lýstur upp með kyndlum og vasaljósum. Alls fylltust 10 pokar af rusli úr báðum hellunum. Eftir erfiðið og jafnframt ánægjuna sem af starfi dagsins hlaust, voru víða haldnar grillveislur, farið í leiki eða keppt í íþróttum. Börn og fullornir komu saman og áttu ánægjulega stund úti f náttúrunni, nátlúru sem á að vera framtíð barnanna. Það er ljóst að augu fólks hafa enn opnast fyrir mikilvægi þess að ganga vel um landið og sjá til þess að börn og aðrir læri að tileinka sér góða siði í um- gengni við móður jörð. Marknrið okkar allra ætti að vera að halda sveitinni, bænunr eða kauptúninu hreinu. Fjölmargir aðilar lögðu unthverfis- verndarverkefni ungmennafélaganna lið og má þar nefna Landgræðslu rík- isins, Skógrækt ríkisins, Náltúru- verndarráð og Umhverfisráðuneytið, en aðalstyrktaraðili var Toyota-um- boðið. Allir þessir aðilar eiga skylið þakkir fyrir veitta aðstoð. Þetta verkefni ungmennafélgaga hef- ur án efa orðið til þess að gera nrarga ábyrgari gerða sinna í ungengni við náttúruna. Höldunt áfram á sörnu braut. Fétagar í Umf. Brúin eftir hreinsun í Surtshelli og Stefánshelli. Stjórn HSK skilar umboði til landsmótshalds 1993 í byrjun septentber barst Ungmennafé- lagi Islands bréf frá stjórn HSK. Þar segir að stjórn HSK sjái sig knúna til þess að skila untboði sínu til þess að halda 21. Landsmót UMFÍ á Laugar- vatni. Ástæður þessar eru þær að ekki hefur fengist trygging fyrir því að nauð- synleg aðstaða verði til staðar á Laugar- vatni 1993. Einungis tvö ár eru til stefnu og leggur stjórn UMFÍ áherslu á að þessi stutti tími geri það að verkum að nær ómögu- legt sé að halda landsmót annarsstaðar á landinu. Allur undirbúningur, s.s. skipulag mótshalds og tími til allra framkvæmda sé of stuttur. Ungmennafélagar eru að vonurn á- hyggjufullir vegna þessa máls, en HSK- menn segjast tilbúnir til viðræðna um landsmótshald ef úr rætist. Stjórn UMFI treystir á þann velvilja sem ráðamenn hafa sýnt varðandi íþróttauppbyggingu fyrir alla lands- menn á Laugarvatni fyrir árið 1993. Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.