Skinfaxi - 01.08.1991, Síða 16
V l Ð T A L
Um gildi íþrótta í samfélagi nú-
tímans - eru þær á villigötum?
Þórólf Þórlindsson, prófessor I
félagsvisindum, þekkja margir.
Hann er Eskfirðingur, hefur
brennandi áhuga á íþróttum og
sést ekki á hlaupum öðruvísi en
merktur gamla félaginu sínu,
UÍA, Ungmenna- og íþróttasam-
bandi Austurlands.
Þórólfur hefur um tíu ára skeið fengist
við rannsóknir á gildi íþrótta í nútíma-
samfélagi. Hafa íþróttir uppeldislegt
gildi? Er knattspyman í hættu vegna
þess að leikmenn ganga eins langt og
þeir geta og brjóta reglurjafnvel þó þeir
taki þá áhættu að meiða andstæðinginn?
Eru sjónarmið atvinnumanna farin að
marka hrjúf og djúp spor í knattspyrnu
ungra leikmanna?
Hér á síðunum ræðir Þórólfur Þórlinds-
son um þessi mál og önnur eins og það
hvort þátttaka unglinga í íþróttum hafi
fyrirbyggjandi áhrif á neyslu ávana- og
fíkniefna og hvort íslenskir þjálfarar séu
nægilega vel menntaðir. Hann telur það
lykilatriði að böm og unglingar fái að
kynnast sem flestum greinum íþrótta,
m.a. vegna þess að þá geta þau sem full-
orðnir einstaklingar valið greinar eftir
getu og áhuga.
íþróttir hafa margþætt
hlutverk
Hver eru hlutverk íþrótta og hvaða
gildi hafa þœrfyrir okkur?
„Eitt elsta hlutverk íþrótta er
skemmtigildið. Menn hafa frá ómuna-
tíð stundað ýmiss konar leiki sér til
skemmtunar fyrst og fremst. Áður
tengdust íþróttimar hemaði einnig mjög
mikið, en það má líka sjá þess merki ef
við förum langt aftur í tímann, jafnvel
til Grikkja, að íþróttir höfðu gildi í
sjálfu sér. Menn dáðu ákveðna leikni í
íþróttum eins og menn dáðu leikni á
ýmsum öðrunt sviðum. Þá tengdust
íþróttir ýmsum öðrum gildum, t.d.
heiðri manna og þeim eiginleikum sem
við tengjum við persónu einstaklings-
ins. Grikkir dáðu líkamsrækt sem sér-
stakt fyrirbæri, þannig að í uppruna sín-
um má segja að íþróttir séu margþættar.
Það er ekki fyrr en urn rniðja nítjándu
öld sem menn fóru að gefa gaum að
uppeldislegu gildi íþrótta að einhverju
marki. Menn töldu að uppeldislegt
gildi íþrótta fælist í því að þær mótuðu
persónu manna, ýttu undir siðferði-
16
Skinfaxi