Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 20
V I Ð T A L
En það eru til menn sem eru á öndverð-
um meiði. Fræðimaðurinn John Nesbit,
sem hér var nýlega, hefur t.d. haldið því
fram að hnignunarskeið íþrótta væri að
hefjast. Hann telur sig geta séð merki
þess að listir, bókmenntir og ýmis önnur
menningarstarfsemi muni taka við sem
tómstundagaman af íþróttunum. Ég sé
reyndar ekki nein merki þess, en held að
það sé mikilvægt umhugsunarefni hvort
og hvernig hlutverk íþrótta og gildi
þeirra komi til með að breytast frá því
sem nú er.”
Lykill að fjöldaþátttöku I
íþróttum er bætt aðstaða
Hvað getum við gert til þess að fá fleiri
til þess að stunda íþróttir?
„Fyrst og fremst þarf að bæta aðstöðu
fyrir almenningsíþróttir. Hún þarf að
vera þannig að hægt sé að koma þegar
hentar. Þetta krefst þess að við hugsum
öðruvísi um uppbygginguna en við höf-
um gert. Það er nauðsynlegt að byggja
stór, fjölnota íþróttahús. Meira segja hér
í Reykjavík er ekki neitt íþróttahús þar
sem þú getur komið og farið að vild.
Við höfum góða sundstaði og skíðalönd
og á þessa staði er hægt að koma þegar
manni hentar, með fjölskyldu, félögum
eða vinum og það skiptir miklu máli.
Það er hægt að skokka stóran hluta árs-
ins, en ekki allt árið. Mjög margir þola
ekki kuldann á veturna og gefast upp.
Það eru hvergi innanhússbrautir fyrir
hlaupara. Til þess að flestir geti stundað
íþróttir þarf aðstaðan að vera til staðar,
hún er númer eitt.
Það skiptir máli að menn finni sína
íþróttagrein, grein sem þeim finnst gam-
an að stunda og þá kemur allt annað að
sjálfu sér. Ef við tökum Reykjavík sem
dæmi, þá finnst mér að samstarf ætti að
vera milli UMFI, ISI, Háskóla Islands
og Reykjavíkurborgar um byggingu fjöl-
nota íþróttahúss. Það eru um 5000 ung-
menni í HI og helmingur þeirra kemur
úr félögum utan að landi. Þetta fólk hef-
ur ekki neina íþróttaaðstöðu í Reykajvík.
Aðstaðan er Akkilesarhæll, bæði al-
menningsíþrótta og keppnisíþrótta og
þar þurfum við að taka okkur verulega
á.”
íþróttamaðurinn Þórólfur
- „ef ég hreyfi mig minna,
minnka afköstin í vinn-
unni"
Hvað með íþróttamanninn Þórólf í UIA
bolnum, er hann enn að?
„Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og hef
reynt mig í mörgum greinum, þar má
nefna fjölbragðaglímu og hnefaleika, en
þú hefur það ekkert eftir mér. Skemmti-
legasta íþróttin sem ég hef reynt er
stangarstökk sem ég stundaði svolítið
fyrir aldarfjórðungi eða svo. Nú spila ég
körfubolta á vetuma með vinum mínum
og félögum og svo hleyp ég líka tölu-
vert”.
Þú vinnur mikið, finnst þér þú ekki hafa
gott af þeirri áreynslu sem þú færð í í-
þróttunum?
„Jú og sérstaklega eftir því sem ég eld-
ist, finn ég að mér líður betur og ég er á-
nægðari. Mér finnst mjög gaman að
íþróttum, bæði að stunda þær og horfa á
þær,” segir Þórólfur og leggur áherslu á
orð sín. „Ég sakna þess ef ég hef ekki
getað hreyft mig í einhvem tíma og af-
köstin í vinnunni verða strax minni. Það
er alrangt að maður sé að tapa einhverj-
um tíma, mér finnst að því meiri tíma
sem ég ver í að leika mér í íþróttum því
meira afkasta ég í vinnunni. Það er
beint samband þar á milli. Þegar ég
hleyp nota ég tímann til þess að hugsa
um verkefnin. Það er enginn sem getur
truflað mann og aldrei er betra næði til
þess að hugsa heldur en þegar maður
skokkar um vesturbæinn.
Síðastliðin tvö ár hef í keppt í 800, 1500,
3000 og 5000 metra hlaupum. Mér
finnst það vera hluti af íþróttunum að
leggja sig fram. Ef maður gerir það ekki
er maður í raun að svíkja málstaðinn.
Svo bætist það við að það er alltaf jafn
gaman að hitta gamla vini og félaga,
hressa og káta og ég legg mig fram um
að standa mig sem best. Það er mest
gaman að vinna vini sína og sérstaklega
þá sem ekki hafa lært að tapa”, segir
Þórólfur og glottir ísmeygilega.
Myndirnar eru teknar á frjálsíþróttamóti
Gogga galvaska í Mosfellsbœ, Meistara-
móti 14 ára og yngri á Akureyri og í
Reykjavíkurmaraþoni 1991.
20
Skinfaxi