Skinfaxi - 01.08.1991, Page 23
VJÐTOL V I Ð K R A K K A
Uppáhalds grein: „Spretthlaup.”
Uppáhalds íþróttamaður: „Enginn sér-
stakur, jú annars það er Carl Lewis.”
Framtíðaráform í íþróttunum: „Ég ætla
að halda áfram og auðvitað reyna að
bæta mig.”
Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Að-
staðan er góð hér á Egilsstöðum og
Helga Alfreðsdóttir er góður þjálfari, en
þannig er það örugglega ekki allsstað-
ar.”
Daði H. Sigurþórsson 12 ára f. 3. febr-
úar 1979.
Félag: Umf. Snæfell HSH.
Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í
íþróttum? „Þegar ég var 6 ára fór ég að
æfa, en var 7 ára þegar ég fór að keppa í
fótbolta. Ég byrjaði í frjálsum 10 ára.”
Besti árangur:
Hástökk 1,55 m, 1. sæti 1.48 m
langstökk 4,80 m, 10. sæti 4.36 m
60 m hlaup 8.1 sek, 5. sæti 8.5 sek
Uppáhalds greinar: „Hástökk, en körfu-
bolti og fótbolti eru lfka í uppáhaldi.”
Uppáhalds íþróttamaður: „Einar Ein-
arsson.”
Framtíðaráform í íþróttum: „Ég held að
í framtíðinni leggi ég mesta áherslu á
körfubolta eða frjálsar og reyni að kom-
ast eins langt og ég get.”
Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „I
Stykkishólmi er góð innanhússaðstaða
til að stunda bæði frjálsar og körfubolta.
Við höfum bara malarvöll og dreymir
um að fá grasvöll sem fyrst.”
Eydís Hafþórsdóttir 13 ára f. 15 ágúst
1978.
Félag: Umf. Einherji UÍA.
Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í
íþróttum? „Ég fór að taka þátt í frjáls-
um í fyrra þegar ég byrjaði að mæta á
æfingar hjá Einherja, sem haldnar voru
fyrir Sumarhátíð UÍA. Ég hef verið í
fótbolta frá því að ég var 11 ára.”
Besti árangur:
1. sæti 100 m hlaup 13.2 sek
4. sæti langstökk 4.74 m
spjótkast 23.00 m, 6. sæti 21.68 m
Uppáhalds grein: „Spretthlaup og lang-
stökk.”
Uppáhalds íþróttamaður: „Carl Lewis.”
Framtíðaráform í íþróttum: „Ég ætla að
reyna að halda áfram að æfa og leggja
áherslu á spretthlaup og langstökk og
auðvitað ætla ég að bæta mig”.
Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Á
Vopnafirði vantar betri frjálsíþróttaað-
stöðu, hlaupabrautir og langstökksað-
stöðu, braut og gryfju. Mér finnst líka
vanta meiri áhuga hjá félaginu mínu fyr-
ir frjálsum íþróttum, það eru margir
krakkar sem hafa áhuga fyrir öðrum
greinum en fótbolta.”
Magnús Másson 14 ára f. 25 mars
1977.
Félag: Samhyggð HSK.
Hvenær fórst þú að æfa og keppa í
íþróttum? „Ég hef verið 7 eða 8 ára
þegar ég fór að keppa á móturn í sveit-
inni. Ég á lieinta rétt hjá íþróttavellin-
um og mér finnst gaman að vera í íþrótt-
um. Á sumrin æfi ég frjálsar, en á vet-
uma glímu.”
Besti árangur:
1. sæti kúluvarp 12.41 m
Þriðji besti glímumaður yfir landið í
flokki 15 ára og yngri.
Uppáhalds grein: „Sniðglíma á lofti”.
Uppáhalds íþróttamaður: „Pétur Guð-
mundsson og Carl Lewis.”
Framtíðaráform {íþróttum: „Ég ætla að
reyna að komast sem lengst.”
Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Mér
finnst að íþróttir ættu að vera meiri leik-
ur, ekki eins mikil keppni og var t.d. á
meistaramótinu á Akureyri. Menn ættu
að hafa meiri skemmtun af þessu.”
Benjamín Davíðsson 12 ára f. 12 febrú-
ar 1979.
Félag: Umf. Vorboðinn UMSE
Hvenær fórst þú að æfa og keppa í í-
þróttum? „Þegar ég var 8 ára tók ég þátt
í Brekkuhlaupinu á Akureyri og varð
fyrstur. Og eftir það fór ég að mæta á
æfingar hjá UMSE á Akureyri. Núna er
ég mest í fótbolta, en hef líka mætt á
frjálsíþróttaæfingar.”
Besti árangur:
1. sæti 800 m hlaup 2.31,8 mín
9. sæti 60 m hlaup 8.7 sek
9. sæti kúluvarp 8.33 m
1. sæti 4x100 m boðhlaup 56.4 sek, ís-
landsmet, sent Fjölnismenn hafa nú
slegið, 55,35 sek.
Uppáhalds grein: „800 metra hlaup.”
Uppáhalds íþróttamaður: „Það er eng-
inn í sérstöku uppáhaldi.”
Framtíðaráform í íþróttum: „Ég æta að
halda áfram í íþróttum, mér finnst þær
skemmtilegar og líka gaman að hitta
krakkana.
Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Ég
þarf að keyra um 35 knt til þess að
Skinfaxi
23