Skinfaxi - 01.08.1991, Side 27
PENNAVINIR
Pennavinir
Frá Finnlandi
Anu er 17 ára stúlka og óskar eftir
pennavinum, strákum eða stelpum á
hvaða aldri sem er. Hún hefur áhuga á
bakstri, tónlist, bókmenntum, starfsemi
4H og saumaskap. Anu getur skrifað á
ensku, þýsku, rússnesku, eistnesku,
sænsku og finnsku.
Anu Malin
Kemiöntie 433
25500 PERNIÖ
Finland
Anu til vinstri ásamt vinkonu sinni
•
Niina Suhonen
Kilkalanmáentie 141
76100 PIEKSÁMÁKi
Finland
Niinaer 17 ára stúlka og hefuráhugaá
tónlist, starfsemi 4H, ungu fólki og öllu
sem vekur áhuga eða er öðruvísi. Hún
óskar eftir pennavinum og skrifar ensku
og finnsku.
•
Eeva Siitonen
KAuriinakatu 32
SF-53850 LAPPEENRANTA
Eeva er 11 ára stúlka og hefur áhuga á
skátastarfi, leikhússtarfi og reiðmennslu.
Hún óskar eftir pennavinum og skrifar
finnsku og sænsku.
Frá Þýskalandi
Daniel Scholten
Pappenheim Strasse 3/V
D-W-8000 Munchen 2
Deutschland
Sími 89-55 49 87
Daniel er 18 ára og óskar eftir pennavin-
um, drengjutn eða stúlkum á aldrinum
16-24 ára. Hann skilur og skrifar ís-
lensku, þýsku, norsku, frönsku og
ensku.
Styrktarlínur
Mjólkursamlag
Borgfirðinga
Borgarnesi
Verzlun Bjarna
Eiríkssonar
Benedikt Bjarnason
Hafnargötu 81
s: 94-7300
Bolungarvík
Jafnt ungir sem aldnir hjálpuðust að við þökulagninguna á íþróttavellinum á Patreksfirði
Mjólkurbú Flóamanna
Selfossi
105 sjálfboðaliðar unnu í 23 daga
Almenna
tollvörugeymslan
Akureyri
íslenskir aðalverktakar
Byggðastofnun
Hinn 25. júlí síðastliðinn tóku 105 sjálfboðaliðar íþróttafélagsins Harðar sig til og
tyrfðu íþróttavöllinn á Patreksfirði á 23 dögum. Tveir góðir grasvellir eru því á fé-
lagssvæði Héraðssambandsins Hrafnaflóka, en hinn völlurinn er á Bíldudal.
Árið 1986 fengu Patreksfirðingar malarvöll, en það var orðið löngu tímabært að góð-
ur grasvöllur kæmist í gagnið.
Formaður HHF Kristín Gísladóttir, sent einnig er formaður Harðar vann í 80 klukku-
stundir við tyrfinguna, en hún varð að sleppa einum degi úr vegna þess að hún fór á
íþróttamót. Kristín sagði í samtali við Skinfaxa að verkið hefði gengið vonunt fram-
ar, þar sem undirbúningur við völlinn hefði hafist hinn 23. júlí, tyrfingin 25. júlí og
verkinu hefði verið lokið 23. ágúst. Næsta sumar verður malarhringurinn stækkaður.
Skinfaxi
27