Skinfaxi - 01.08.1991, Side 28
FRJÁLSAR í Þ R Ó T T I R
Ahyglisverðir
frjálsíþróttamenn
Bikarkeppni Frjálsíþróttasam-
bandsins, 1. og 2. deild, fór fram
samtímis í Mosfellsbæ 10.-11.
ágúst s.l.
Var það í fyrsta sinn sem sá
háttur er hafður á og tókst hið
nýja fyrirkomulag vel. Keppnin
varð skemmtilegri fyrir áhorf-
endur enda lítið um eyður.
Keppendur létu ekki sitt eftir
liggja og var baráttan mjög
jöfn og spennandi í báðum
deildum. Sérstaklega var
keppnin hörð í fallbaráttunni og
um annað sætið í 2. deild. Það
var ekki fyrr en í seinustu grein-
inni, 1000 m boðhlaupi kvenna,
að úrslitin réðust. í 1. deild varð
niðurstaðan sú að ÍR-ingar urðu
að sætta sig við að fylgja Ár-
menningum niður í 2. deild með
sama stigafjölda og Eyfirðingar,
sem urðu i 4. sæti. FH-ingar
tryggðu sér hins vegar nokkuð
öruggan sigur, eftir mikla bar-
áttu við HSK framan af. í 2.
deild voru Skagfirðingar öruggir
í efsta sætinu, en mikil barátta
var um næstu sæti. Með sigri í
boðhlaupinu tókst UMSK að
komast 1/2 stigi upp fyrir HSÞ og
tryggja sér annað sætið og þar
með setu í 1. deild að ári. Aust-
ur-Húnvetningar urðu hins veg-
ar að sætta sig við að falla með
Dalamönnum niður í 3. deild,
með jafnmörg stig og Borgfirð-
ingar sem hlutu 4. sætið. Sann-
arlega mjótt á mununum svo
ekki sé meira sagt.
Skinfaxi fékk Sigurð P. Sigmundsson
langhlaupara til að fjalla um nokkra
einstaklinga, sérstaklega nýliða, sem
stóðu sig vel og kepptu fyrir ung-
mennafélög. Af stórum hópi er að taka,
en öll félögin sex er þátt tóku í 2. deild,
UMSS, UMSK, HSÞ, UMSB, USAH og
UDN eru innan UMFÍ og í 1. deild
tóku þátt HSK og UMSE.
Efnileg hlaupakona frá
Dalvík
Frjálsíþróttastarf á Dalvík hefur í langan
tíma verið drjúgt með Vilhjálm Bjöms-
son í broddi fylkingar, þrátt fyrir laka
aðstöðu. Af afreksfólki í seinni tíð má
nefna Sigurð Matthíasson, spjótkastara,
Þóru Einarsdóttur, hástökkvara, og nú
seinast Snjólaugu Vilhelmsdóttur,
spretthlaupara. Snjólaug vakti einmitt
athygli í Bikarkeppninni fyrir góðan ár-
angur. Hún er komin í fremstu röð í
spretthlaupum og langstökki. Hún kom
ekki síst á óvart með góðu 400 m
hlaupi, 58,74 sek og góðum 400 m
spretti í 1000 m boðhlaupi. Það bendir
til þess að hringhlaupið gæti allt eins
orðið besta grein Snjólaugar eftir 2-3
ár.
Rauöa Ijónynjan var
ósigrandi
Guðrún Arnardóttir, eða rauða ljónynjan
eins og einn ágætur íþróttamaður hefur
nefnt hana, var burðarásinn í liði
UMSK. Hún hafði mikla yfirburði í
100 m, 200 m og 100 m grindahlaupi
auk þess að spila stórt hlutverk í boð-
hlaupunum. Guðrún hefur verið að
bæta sig jafnt og þétt undanfarin ár, sér-
staklega í 100 m grindahlaupi. Sú grein
virðist henta henni best, en þar nýtist
styrkur hennar vel.
Guðrún á Islandsmetin í langstökki og
þrístökki án atrennu og maður hefur á
tilfinningunni að ef hún næði meiri
mýkt í hlaupalagið myndi styrkurinn
skila henni stórbættum árangri í sprett-
hlaupunum.
Þingeyskur millivega-
lengdahlaupari kveður
sér hljóðs
Undanfarin 2-3 ár hefur mátt sjá góðan
árangur hlaupara úr HSÞ á unglinga-
28
Skinfaxi