Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 29
FRJÁLSAR í Þ R Ó T T I R
mótum. Einn þessara stráka, sem eru nú
á aldrinum 17-19 ára, er Sigurbjörn Á.
Arngrímsson. Hann vakti athygli á Is-
landsmeistaramótinu í lok júlí er hann
sigraði í B-riðli 800 m hlaupsins á
1:59,07 mín. Endasprettur hans í því
hlaupi var athyglisverður. Sigurbjörn
sýndi sömu tilþrif í 2. deildinni og sigr-
aði bæði í 400 m grindahlaupi og 800 m
hlaupi á góðum endaspretti. Vonandi
heldur þessi efnilegi hlaupari áfram æf-
ingum. Félagar Sigurbjörns eru einnig
vaxandi hlauparar og má þar nefna Há-
kon Sigurðsson, sem hlaupið hefur 800
m á 2:01 mín. og 3000 m á 9:10 mín.
Gönguskíðakappinn best-
ur í hindrunarhlaupinu
Rögnvaldur Ingþórsson, sem er einn
þriggja bestu gönguskíðamanna lands-
ins, keppti fyrir UMSE í langhlaupun-
unt. Hann keppti töluvert í hlaupum
seinasta ár og sló þá í gegn, en í ár hafði
ekkert sést til hans. Það mátti þó búast
við því að Rögnvaldur væri í góðri æf-
ingu enda fór svo að hann sigraði ör-
ugglega í 3000 m hindrunarhlaupinu.
Vafalaust myndi Rögnvaldur eiga
möguleika á að verða okkar albesti
langhlaupari ef hann sneri sér að hlaup-
unum. Hann hefur þegar náð góðum
styrk og hlaupalagið er nokkuð gott.
Vantar herslumuninn í
spretthlaupi hjá Skagfirð-
ingnum
Rétt tvítugur Skagfirðingur, Helgi Sig-
urðsson, hafði mikla yfirburði í 100 m
hlaupinu í 2. deild. Hann hefur verið að
bæta sig undanfarin tvö ár og virðist að-
eins vanta herslumuninn til að kornast í
hóp bestu spretthlaupara landsins. Með
aðstoð bræðra sinna, Gísla og Gunnars,
mun Helga vafalaust takast það, enda
efnilegur íþróttamaður.
Efnileg HSK stúlka í
grindahlaupi
Þuríður Ingvarsdóttir, 19 ára stúlka úr
HSK, hefur tekið við af Helgu Halldórs-
dóttur sem besti 400 m grindahlaupar-
inn. Hún hefur staðið sig vel í keppnum
sumarsins. I 1. deildinni vann Þuríður
örugglega löngu grindina á ágætis tíma
63,73 sek. og háði harða keppni við
Helgu um fyrsta sætið í 100 m grinda-
hlaupinu. Þuríður hefur gott keppnis-
skap, nokkuð sem vantar á hjá mörgum
frjálsíþróttamanninum, og má örugglega
mikils af henni vænta.
Borgfirðingar eignast
millivegalengdahlaupara
karla á ný
Sigmar Gunnarsson var drjúgur í stiga-
öflun fyrir UMSB. Hann sigraði í 1500
m og 5000 m hlaupi og varð annar í
3000 m hlaupi. Sigmar hefur dvalið
undanfarin 2 ár í Svfþjóð og tekið mikl-
um framförum. Hann náði t.d. mjög at-
hyglisverðum árangri í sumar í 3000 m
hlaupi, hljóp á um 8.35 mín. Með Sig-
mari og efnilegum strákum eins og Jóni
Þór Þorvaldssyni og reyndar fleirum eru
Borgfirðingar að koma upp góðu liði
millivegalengdahlaupara á ný. Flest
frjálsíþróttafólk ætti að muna eftir Jóni
Diðrikssyni, Ágústi Þorsteinssyni og þar
á undan Júlíusi Hjörleifssyni, en þessir
Borgfirðingar kepptu um árabil með
landsliðinu.
íslandsmetið í 800 m
hlaupi karla gæti orðið
HSK manna
Þar til fyrir um fjórum árum hafði HSK
gengið ótrúlega illa að finna sæmilegan
millivegalengdahlaupara. Enginn hafði
hlaupið undir tveimur mínútum í 800 m
hlaupi, enda voru millivegalengdirnar
veikustu greinar félagsins í Bikarkeppni
FRÍ. Á Landsmóti UMFÍ á Húsavík
1987 mátti sjá HSK hlaupara langt á
undan öðrum fyrri hringinn í 800 m
hlaupinu. Hver var þessi brjálæðingur,
sem hvellsprakk og endaði hlaupið á
2:13 mín.? Fáir tóku eftir því, en þetta
var Friðrik Larsen. í dag taka menn
Skinfaxi
29