Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 32

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 32
IÞROTTAKENNSLA Badminton kennsla Afstaö nú, í badminton! Vaxandi útbreiðsla badminton- íþróttarinnar ber vott um þann mikla áhuga sem fólk á öllum aldri hefur á þessari skemmtilegu íþrótta- grein. í flestum íþróttahúsum eru badmintonvellir og sá útbúnaður sem til þarf, súlur og net. Mörg íþróttafélög hafa innan sinna vé- banda badmintondeildir og hjá þeim er hægt að fá upplýsingar um starfið. Það færist mjög mikið í vöxt að vinnufélagar og fjölskyldur leiki saman af mikilli innlifun. Það sem gefur badmintoníþróttinni auk- ið gildi nú á tímum þegar æ meira er hugað að aukinni hreyfingu og hollum lífsháttum er að íþróttin býður upp á mikla hreyfingu, spennu og útrás og þar að auki er hætta á meiðslum lítil. Badminton- iþróttin hentar ungum sem öldnum og það er aldrei of seint að byrja, en byrjið samt núna! Útbúnaður Það ætti að vera auðvelt að hefja bad- mintonæfingar því útbúnaður spilarans er ekki mjög flókinn, spaði, íþróttaskór, íþróttaföt og badmintonkúlur. Gæði og verðmunur á spöðum er nokkuð mikill. Þó er hægt að fá góðan byrjendaspaða fyrir um 2000 krónur, en góður keppnis- spaði kostar milli 10 og 15 þúsund krón- ur. Þægilegustu íþróttaskórnir fyrir bad- minton eru lágir skór með hrágúmmí- sóla sem gefa góða spyrnu og renna ekki til við snöggar hreyfingar. Iþrótta- föt eru einfaldlega stuttbuxur, stutterma- bolur og íþróttasokkar, allt eftir vali hvers og eins. Ef menn eiga íþróttagalla er ágætt að klæðast honum í byrjun æf- r_ 40 40 .420,. 'lrt 2530 VÖLLUR A 40 2530 -If----------- 40 40 420 , inh súla Endalína og aftari sendilína í einliðaleik Aftari sendilína í tvíliðaleik Hægri sendireitur Vinstri sendireitur Fremri sendilína Net Fremri sendilína Vinstri sendireitur Hægri sendireitur Aftari sendilína í tvíliðaleik net súla Endalína og aftari scndilína í einliðaleik 6100 ** merkingar fyrir prufureit Myndl. 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.