Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 37
íslandsmót í kjölbáta- siglingum 1991 Á siglingu með Norninni Siglingar eru vaxandi íþrótt hér á landi. Þetta er íþróttagrein þar sem fjölskyldan getur verið saman og hver og einn getur haft sitt hlutverk i bátnum. Fólk notar bátana sem sumarbústaði á floti og það er óhætt að segja að þeir bjóða uppá ýmislegt sem venju- legur bústaður gerir ekki. Hægt að fara stuttar og lengri ferðir með sólfötin og grillið og þess- vegna hægt að sigla til Afríku án þess að taka eldsneyti ef vindur er hagstæður. íslandsmóti kjölbáta 1991 lauk í ágúst- mánuði. Keppt var í opnum flokki kjöl- báta, sem voru 20-34 fetað lengd, með Channel Handicap forgjöf Þessi mót eru ein fjölmennustu siglingamót sem haldin eru hér á landi. Alls tóku 14 bát- ar þátt í keppninni að þessu sinni og á hverjum báti voru 3-5 áhafnarmeðlimir. Mótið var tvískipt, fyrri hluti þess fór fram í júlí, en seinni hlutinn í ágúst. Mikill vindur setti mark sitt á síðari hluta keppninar, en síðan Islandskeppni kjölbáta í núverandi mynd hófst árið 1982 hefur Kári aldrei fylgt keppendum eins stíft. Keppnin varð því hin fjörug- asta í alla staði, þar sem virkilega reyndi á úthald manna. Keppnisbrautin var mynduð af þremur baujum sem mynda þríhyming og sigla keppendur í kring um þær eftir sérstök- um reglum. Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.