Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1992, Side 10

Skinfaxi - 01.12.1992, Side 10
Sundið verður alltaf númereitt -segir Birkir R. Gunnarsson bronsverðlaunahafi með meiru Á sundmóti í Sundhöll Reykjavíkur nýlega. Birkir er fjœr ú myndinni. „Ég er farinn að æfa affullum krafti aftur ogernú kominn í mitt fyrra form. Ég stefni á þátt- töku í Norðurlandameistaramót- inu á næsta ári og stefni að því að keppa með ófötluðum, " sagði Birkir R. Gunnarsson. Hann var einn þeirra íslensku sundmanna, sem komst á verðlaunapall á ólympíumóti fatlaðra i Barce- lona, þar sem hann tók brons- verðlaun i400 metra skriðsundi, en Birkir er blindur. Eftir strangar æfingar og átökin þar tók hann sér smáhvíld frá sundinu, en er nú kominn á fullan skrið aftur. Birkir er 15 ára. Hann byrjaði að æfa sund 1986 og hefur stundað það síðan. Nú æfir hann á tveim stöðum, í Sund- höll Reykjavíkur og sundlauginni í Kópavogi. Kristín Guðmundsdóttir þjálfar hann í Sundhöllinni, en Brynjólf- ur Björnsson þjálfar hópinn sem hann æfir með í Kópavogi. Birkir keppir fyrir UMSK. „Mér var eiginlega ýtt út í þetta til að byrja með," sagði hann. „Það voru foreldrar mínir sem hvöttu mig til þess að fara að æfa. Svo fór mér að ganga vel og þá kom áhuginn samhliða. Þetta átti sér þó talsverðan aðdraganda og ég fór ekki að æfa af neinni alvöru fyrr en fyrir tveim árum. Ég fór að keppa á litlum mótum fijót- lega eftir að ég fór að æfa og svo rak þetta hvað annað. Það var svo í fyrra sem ég fór að æfa með UMSK og hef bætt mig mjög mikið síðan. Þar er ströng þjálfun, góður félagsskapur og mikil keppni. Þetta hjálpast allt að til að gera árangurinn betri. Ég hef miklu meira samband við sundhópinn minn heldur en bekkinn, sem ég er í í skólanum. Flest- ir í bekknum eru farnir að drekka og reykja og það fer ekki saman við íþrótta- iðkun. Ég sæki því meiri félagsskap í hóp sundliðsins. Það er hörkukeppni á æfingunum, því maður vill ekki gefast upp og tapa fyrir einhverjum strákum sem synda með manni. Það er hörkupressa á æfingunum í Kópavogi, því ef maður syndir of hægt, þá er maður bara syntur niður." AUtíeinuá verðlaunapalli Birkir hefur keppt á fjölmörgum sund- mótum fyrir fatlaða. „Þar mokar maður náttúrlega inn verðlaununum, því þar eru svo fáir. Ég held að ég eigi um 90 peninga. Svo hef ég tvisvar náð verð- launum í boðsundssveit á íslandsmóti /0 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.