Skinfaxi - 01.12.1992, Síða 16
61. þing Iþróttasambands Islands:
Afreksmannastef na efst á baugi
Samþykkt afreksmannastefnu bar einna hœst á nýafstöðnu þingi ÍSÍ.
Stofnun afreksíþróttasjóðs og fulltrúa-
fjöldi á íþróttaþingi voru þau mál, sem
vöktu hvað mesta umræðu á 61. þingi
ÍSÍ, sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavík-
ur 24. og 25. október sl.
Rúmlega 260 fulltrúar áttu rétt til setu
á þinginu að þessu sinni. Ellert B Schram
varkjörinn forseti til næstu tveggja ára.
Þinghald gekk vei og snurðulaust fyr-
ir sig. Talsverðar umræður urðu um
ýmis mál og tillögur, svo sem vera ber.
Tiilaga framkvæmdastjórnar um skrán-
ingu félagsmanna og iðkenda kallaði til
dæmis á allmiklar umræður. Að þeim
loknum var hún samþykkt með smá-
vægilegum breytingum. Samkvæmt
henni skulu héraðssambönd greiða ár-
lega skatt til ÍSÍ fyrir hvern félagsmann
i6 ára og eldri samkvæmt félagatali síð-
astliðins starfsárs.
Þá var samþykkt að hver fulltrúi á
íþróttaþingi hafi fleiri iðkendur að baki
séren áður. Eftir breytinguna má héraðs-
samband senda einn fulltrúa fyrir hverja
600 félagsmenn, í stað 300 áður. Verði
150 atkvæði afgangs, má kjósa einn full-
trúa fyrir þá tölu.
A freksíþróttasjóður
Miklar umræður urðu einnig um aðra
tillögu framkvæmdanefndar, sem fól í
sér að afreksmannastefna yrði samþykkt
og drög Iögð að stofnun afreksíþrótta-
sjóðs. Greindi mönnum nokkuð á um
hvort verja skyldi óskiptum hluta lottó-
hagnaðar til afreksíþrótta, eða ekki. Svo
fór að tillagan var samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða. Sam-
kvæmt henni skal framkvæmdastjórn
vinna að stofnun afreksíþróttasjóðs og
skal ÍSÍ leggja árlega fram 8 prósent af
óskiptum lottóhagnaði til afreksíþrótta
í stað 3ja prósenta áður. Samkvæmt fjár-
hagsáætlun fyrir næsta ár renna þá um
12 milljónir króna í sjóðinn.
Einnig var samþykkt að fela fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ að koma upp íþrótta-
minjasafni í Iþróttamiðstöðinni í Laug-
ardal á næsta kjörtímabili.
Breyting var samþykkt á lögum um
stofnun sérsambanda og tillögu um
stofnun íshokkísambands var vísað til
framkvæmdastjórnar.
16
Skinfaxi