Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1992, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.12.1992, Qupperneq 24
Skíðafélag Dalvíkur: Mikil uppbygging -og almennur áhugi á skíðaíþróttinni Nokkrir ungir og vaskir skídakappar á Dalvík. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á skíðasvæði Dalvíkinga að undan- förnu. Það er Skíðafélag Dalvíkur, sem á heiðurinn af henni. Félagið er aðili að Ungmennasambandi Eyjafjarðar og skráðir félagar í því eru rúmlega 250 talsins. Skinfaxi sló á þráðinn til Jóhanns Bjarnasonar formanns félagsins til að grennslast fyrir um starf þess svo og þá stórbættu aðstöðu, sem það getur nú boðið skíðafólki upp á. „Við hófum uppbyggingu svæðisins í fyrrahaust og höfum verið að byggja það upp síðan. Nú eru hér tvær lyftur, en það er raunar lengra síðan að þeim var komið upp. Samanlagt eru þær um 1200 metrar. Nýlega keyptum við svo SG-einingahús, og er grunnflötur þess um 180 fermetrar. Það er á tveim hæðum ogerefri hæðin litlu minni en sú neðri. Efri hæðina ætlum við að nota undir gistingu. Þar má gera ráð fyrir um 40 svefnpokaplássum, auk þess sem við er- um með tvö herbergi með fimrn rúm- um.“ Á neðri hæð hússins er salur, snyrting, cldhús og önnur aðstaða fyrir skíðafólk. Skálinn er svo að segja tilbúinn, en útilokað er að gera sér grein fyrir nýt- ingu hans með hliðsjón af aðsókn að svæðinu síðastliðinn vetur. Það kom nefnilega tæpast snjókorn úr lofti allan veturinn, þannig að lítið fór fyrir skíða- iðkun á svæðinu. „Ég á von á nýtingin á húsinu verði góð í framtíðinni,“ sagði Jóhann. „Við erum yfirleitt með eitt bikarmót hérna á ári í einhverjum flokknum. Þar kemur nýi skálinn alveg örugglega að góðum notum. Það gætu verið um 100 manns sem sækja til dæmis mót fyrir 13-14 ára og þá veitir ekki af góðri gistiaðstöðu. Þá ætlum við einnig að senda bréf í skóla og auglýsa staðinn. Það hafa komið hingað heilu bekkirnir, en við höfum ekki getað boðið upp á gistingu, þannig að þarna er orðin þörf breyting á. Áður höfðum við ekkert nema skúrana sem fylgja lyftunum, svo að það er eiginlega hægt að tala um byltingu. Áður var það þannig, þegar ekki var hægt að þjálfa vegna veðurs, að þá urðu —r- / snjóleysinu var gripið til þess ráðs af fara með snjótroðara á þau svœði, þar sem menn gátu rennt sér. 24 Skinfa.vi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.