Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1992, Page 28

Skinfaxi - 01.12.1992, Page 28
Körfuknattleikur: Snæfell í uppsveiflu Snæfell hefur staðið sig vel í körfuboltanum það sem afer tímabilinu. Er skemmst að minn- ast sigursins yfir Val, sem vannst með 74:72. Það var Bárður Ey- þórsson, sem skoraði sigurkörf- una í þeim leik. Raunar var útlitið ekkert sérstak- lega gott hjá Snæfellingum í vor. Þá urðu þeir að leika aukaleik um áframhaldandi veru sína í úrvalsdeildinni. En þeir unnu þann leik og hafa síðan sannað að þeir áttu fullt erindi i deildina. „Liðið hefur verið í uppsveiflu," sagði Bergur Hjaltalín formaður Ungmenna- félagsins Snæfells í Stykkishólmi, þegar Skinfaxi sló á þráðinn til hans. „Þeir byrjuðu á að vinna Tindastól, síðan Hauka og loks Breiðablik. Þetta voru allt baráttuleikir, en þeir náðu að vinna. HlK>ðkerti hussms HITACHI Frá leik Snœfells og Vals aó Hlíðarenda. ÍJR & StíART Bankastræti 6. Sími 18600 Allir leikir liðsins í haust hafa verið bar- áttuleikir, og því hörkuspennandi.“ Nýrþjálfari Við fengum Kristin Einarsson frá Njarðvík í liðið. Svo kom nýr þjálfari, Ivar Ásgrímsson, frá Haukum. Loks fengum við útlendinginn okkar aftur, Tim Harvey. Þetta er þriðja árið hans í liðinu. Liðið er góð og sterk heild og virðist ná vel saman. Það virðast vera minni sveiflur hjá lið- inu, heldur en var. Áður tapaði það stundum stórt, en leikur jafnar og betur núna. Nú virðist vera meiri styrkur yfir því, þannig að það detti ekki niður í ein- hverjar lægðir. í fyrra náðu Njarðvíking- ar að vinna þá stórt og svo KR-ingar með 50 stiga mun. Þess ber þó að geta að ÍBK vann þá með talsverðum mun núna og það kom satt að segja á óvart, því þeir virðast vera ákveðnir í að halda fengnum hlut, piltarnir." ora Skínfaxí 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.