Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 30
Næsta ár verður ungbændaráðstefnan haldin í Noregi. Ungmennaskipti „Hvað varðar ungmennaskiptin, þá bjóðum við upp á að íslensk ungmenni geti farið til Svíþjóðar eða Finnlands og dvalið þar í þrjá mánuði," sagði Sæ- mundur. „Dvölin sjálf er þeim að kostn- aðarlausu, en þau verða að greiða sjálf farið fram og til baka. Þau geta valið um að eyða öllum tímanum hjá einni fjölskyldu, eða skipta honum milli 2ja eða 3ja staða. Tvö undanfarin ár hafa komið sænsk ungmenni hingað til lands í slíkum skipt- um. Það gekk mjög vel og var skemmti- legt í alla staði." Þess má svo að lokum geta, að á næsta ári verður haldin svokölluð markmiðsráðstefna hér á landi á vegum UMFÍ. Þingfullírúar í móttöku hjá Forseta Jslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Ungmennafélagið íslendingur: „Sveinn sálugi“ á sviðið Þann 7. nóvember síðastliðinn var mikið um að vera hjá Ungmennafélaginu íslendingi. Þá rann upp sú stóra stund að frumsýnt yrði leikritið „Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og sam- sveitunga hans,“ eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Unni Guttormsdótt- ur. Verkið er gamanleikur, þar sem sveita- rómantíkin blómstrar í tali og söng. Tónlistin og textarnir eru eftir Árna Hjartarson. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson, en ellefu leikarar taka þátt í uppfærslunni, auk tveggja hljóðfæraleikara og annars starfsfólks. Leikendur eru úr Skorradal og Andakílshreppi. Verkið hefur áður verið sýnt hjá Hugleik í Reykjavík. Úr sýningu Ungmennafélagsins íslendings á „Sveini sáluga. “ 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.