Skinfaxi - 01.08.1994, Síða 6
Þegar miðaldra menn
urðu ungir í annað sinn
Frá setningarathöfn landsmótsins að Laugarvatni.
Það var sannarlega ljúf stemning
sem ríkti á landsmótinu á Laugarvatni í
júlí sl. Þrátt fyrir að veðurguðirnir
hefðu getað verið vinveittari, þá létu
viðstaddir það ekkert á sig fá, en nutu
þess að vera saman á þessum fallega
stað þá daga sem mótið stóð yfir. Mikil
þátttaka var að venju í keppnis- og
sýningargreinum og á kvöldin var boð-
ið upp á margháttuð skemmtiatriði,
sem voru sniðin fyrir alla fjölskylduna.
Þetta var gott landsmót, sem skilur eft-
ir góðar minningar, eða eins og hann
Jóhannes í Syðra-Langholti orðaði
það: „Þarna urðu miðaldra menn ungir
í annað sinn.“ Hvað vilja menn hafa
það betra?
Óvænt fjölgun
Mótið hófst á fimmtudaginn 14. júlí
með keppni í knattspyrnu, blaki, lýð-
veldishlaupi og skák. Þegar leikar
stóðu sem hæst varð skyndilega mikil
og óvænt fjölgun á svæðinu. Þar voru
komnir stórir flokkar herskárra
mýflugna, sem hugðu sér gott til glóð-
arinnar í nánu samneyti við landsmóts-
gesti. En forráðamenn mótsins höfðu
séð fyrir þessu eins og öðru, því fáan-
leg voru flugnanet í sjoppum á svæð-
inu. Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um söluna.
Á föstudag var keppni fram haldið í
hinum ýmsu greinum. Fara úrslit og
umfjöllun góðra manna hér á eftir og
verður því ekki farið nánar út í þá
sálma.
Eftir hádegið var hinn nýi og glæsi-
legi íþróttavöllur á svæðinu vígður. At-
höfnin hófst með því að Þórir Haralds-
son, formaður landsmótsnefndar, á-
varpaði gesti og bauð þá velkomna. Þá
tók til máls Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra og loks flutti sr.
Sigrún Óskarsdóttir bæn og blessaði
völlinn.
Að aflokinni vígslu vallarins afhenti
Þórir Jónsson formaður UMFÍ Laug-
dælingum reit með áletruðum steini og
trjágróðri umhverfis, til minningar um
21. landsmót UMFÍ. Steinninn er
skreyttur merki UMFI og landsmóts-
merkinu og á hann er letrað eftirfar-
andi:
„Ungmennafélag íslands óskar skól-
unum að Laugarvatni og Laugvetning-
um til hamingju með glæsilegan
íþróttaleikvang. Þökkum fyrir góða að-
stöðu og veitta aðstoð við 21. landsmót
UMFÍ 14.-17. júlí 1994.
Ungmennafélag Islands.“
Klukkan átta að kvöldi föstudagsins
var landsmótið svo formlega sett við
hátíðlega athöfn Þórir Jónsson, for-
maður UMFÍ, setti mótið og síðan af-
henti Kristján Sveinbjörnsson formað-
ur landsmótsnefndar 1990 Þóri Har-
aldssyni formanni landsmótsnefndar
1994 landsmótsfánann. Ávörp fluttu
forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
Ólafur G. Einarsson menntamálaráð-
herra, Össur Skaiphéðinsson umhverf-
isráðherra, Þórir Þorgeirsson á Laugar-
vatni, sem var heiðursgestur lands-
mótsins og Þórdís Gísladóttir frjáls-
íþróttakona, sem talaði fyrir hönd
íþróttafólks. Að því búnu fóru fram
sýningar í glímu, axlatökum og fim-
leikum. Heldur var veður hryssingslegt
meðan á athöfninni stóð, í fyrstu kaldi
og undir lokin svolítil úrkoma.
Um kvöldið áttu gestir þess kost að
bregða sér á ball, annað hvort á Borg í
Grímsnesi eða í hinu rúmgóða sam-
komutjaldi sem reist hafði verið á
mótsstaðnum. Sögðu kunnugir, að það
hefði verið „þéttingsfjör“ á báðum
stöðum.
Morgunstund
Á laugardagsmorguninn fengu
morgunhressir eitthvað við sitt hæfi,
því þeir gátu tekið þátt í morgunleik-
fimi með Magnúsi Scheving. Þolfimi-
meistarinn vinsæli var svo á svæðinu
þann dag og á sunnudag og efndi til
ýmissa uppákoma og leikja, sem nutu
mikilla vinsælda.
Síðan rak hver keppnisgreinin aðra
fram eftir degi. Máttu áhorfendur hafa
6
Skinfaxi