Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1994, Page 8

Skinfaxi - 01.08.1994, Page 8
Frjálsar íþróttir - á landsmóti UMFÍ1994 Sunna Gestsdóttir, USAH, gerði góðaferð á landsmótið. Hér tekur hún á móti verðlaunum fyrir langstökkið, ásamt Sigríði Önnu Guðjónsdóttur, HSK, og Hafdísi B. Rafnsdóttur, ÍJMSE. Undirritaður féllst á að fjalla um frjálsíþróttakeppni landsmótsins þó ekki gæfist tækifæri að fylgjast náið með henni. Vona ég að aðstandendur þessarar höfuðgreinar ungmennafé- lagshreyfingarinnar taki viljann fyrir verkið. Frjálsíþróttakeppni 21. landsmóts UMFI var mun jafnari en í Mosfells- bæ. Breiddin hefur aukist og nokkur héraðssambönd eru að byggja upp efnileg framtíðarlið. Sérstaklega hefur staðan batnað hjá Kjalnesingum og Borgfirðingum. Austur - Húnvetning- ar, Skagfirðingar, Eyfirðingar og Þing- eyingar eru með harðsnúin lið. Gömul veldi eins og Snæfellingar og Austfirð- ingar virðast á tímamótum og vantar mikið að þau nái fyrri styrk. Skarphéð- insmenn bera höfuð og herðar yfir önnur sambönd og sigur þeirra á mót- inu var aldrei í hættu. Hart var barist í hverri grein og fáir höfðu afgerandi yf- irburði. Minna varð um það en oft áður að gamlar stjörnur kveddu sér hljóðs á ný eftir hlé og skákuðu yngra fólki. Skýringin er einfaldlega sú að þjálfun- in er orðin mun markvissari en áður. Þeir sem einungis æfa yfir sumartím- ann eiga ekki möguleika á að verða framarlega á landsmótum. Karlar Keppendur frá UMSK unnu þrefalt í 100 m hlaupi. Er það í fyrsta skifti í sögu landsmótanna að einstaklingar frá sama sambandinu raða sér í þrjú fyrstu sætin. Athyglisvert er að enginn HSK- maður komst í úrslitahlaupið, en Skarphéðinsmenn hafa oft unnið þessa grein. Hörður Gunnarsson vann nú 100 m hlaupið í annað sinn á landsmóti. Hann vann einnig í Mosfellsbæ en keppti þá undir merkjum HSH. Egill Eiðsson keppti nú á landsmóti í fimmta sinn. Hann var fyrst með 1978 en missti af mótinu í Mosfellsbæ. Þá tók hann hliðarskref út úr ung- mennafélagshreyfingunni og keppti fyrir KR. Egill er mikilvægur hlekkur í UMSK- liðinu en hann er nú þjálfari þess. Eftir mótið á Laugarvatni hampar hann 16 verðlaunapeningum frá lands- mótum UMFÍ. Hann vann 400 m hlaupið í þriðja sinn og hljóp í fjórða sinn undir 50 sek á landsmóti. Það hef- ur enginn hlaupari leikið áður. Friðrik Larsen sem varð fyrstur HSK- manna til að vinna 800 m hlaup á landsmóti vann bæði 400 m og 800 m í Mosfellsbæ. Hann var nú fjarri góðu gamni vegna atvinnu sinnar. En segja má að handbragð hans hafi sett sinn svip á landsmótið á Laugarvatni. Það var fyrirtæki hans, Brosbolir, sem framleiddi landsmótsbolina. Tvöfalt hjá Þingeyingum Þingeyskir hlauparar unnu nú í ann- að sinn tvöfalt í 800 m hlaupi. í fyrra skiptið voru það Þorkell Aðalsteinsson og Hallur Jósepsson sem komu fyrstir að marki á Hvanneyri 1943. Þá varð Reynir Kjartansson reyndar fjórði. Þeir félagar Sigurbjörn og Hákon komu víða við og skiluðu í stigasafnið níu stigum hvor. Leika þeir sama leikinn í Borgarnesi eftir þrjú ár? Athyglisvert er að enginn þeirra sem voru í sex fyrstu sætunum í Mosfellsbæ voru með nú. Þriðji maður í 800 m hlaupinu, Sveinn Margeirsson, er mesta von ís- lands í millivegalengdarhlaupum. Vart er lengur hægt að tala um hann sem efnilegan, því hann er kominn í fremstu röð aðeins 16 ára gamall. Þá er árangur bróður hans, Bjöms, einnig at- hyglisverður en hann er árinu yngri. Signtar H. Gunnarsson fetaði í fót- spor Jóns Diðrikssonar og Brynjólfs Hilmarssonar og vann bæði 1500 og 5000 m hlaupin. Skagfirðingurinn ungi fylgdi honum fast eftir í 1500 m, en Olympíufarinn á skíðum, Rögnvaldur B. Ingþórsson, var sem skugginn í lengra hlaupinu. Sigurvegarinn frá því í Mosfellsbæ, Gunnlaugur Skúlason, varð að gera sér þriðja sætið að góðu. Þegar rennt er yfir úrslit landsmót- anna kemur í ljós að Borgfirðingar hafa oftast unnið 5000 m hlaupið eða fimm sinnum, en hlauparar frá UMSE, UNÞ, UÍA og HSK hafa tvívegis unnið það. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.