Skinfaxi - 01.08.1994, Qupperneq 12
Þórdís Gísladóttir:
Keppt í hávaðaroki
„Ég var nokkuð sátt við árangur
minn á landsmótinu. Þar hafði ég tvo
sigra, í hástökki og grind. En veðrið
brást og það setti strik í reikninginn.
Engu að síður var gaman á landsmót-
inu og aðstaðan frábær.
Ég stefndi að því að vera í topp-
formi í kringum mótið. Þegar við
stukkum á fimmtudeginum, þá lentum
við í því, að það var hávaðarok. Auð-
vitað varð maður svolítið súr, því það
var vitað mál, að það breytir atrennu,
skreflengd og öllu að vera með níu
vindstig í bakið. í hlaupunum fengum
við svo rokið á móti, þannig að ekki
voru tímarnir glæsilegir þann daginn.
En svo lægði, sem betur fer.“
Þetta sagði Þórdís Gísladóttir, HSK,
sem vann besta afrek kvenna á lands-
mótinu, stökk 1,80 í hástökki.
Þórdís sagði að hún hafi ekki fengið
nógu mörg tækifæri til að keppa í sum-
ar. „Ég er í þeirri aðstöðu að ég fæ
ekki nógu mikla keppni hér heima.
Mér fannst því sumarið líða alltof
fljótt. Ég keppti einungis tvisvar er-
lendis og það er of lítið.
Eftir sumarið er ég ánægðust með
árangurinn í Evrópubikarkeppninni á
írlandi. Þar stökk ég 1,83 og hafnaði í
2. sæti, sem var besti árangur konu í
Skinfaxi
Ert þú áskrifandi?
Það getur þú
gerst í síma
91-682929
Þórdís segist vera ánœgðust með árangur-
inn í Evrópubikarkeppninni eftir sumarið.
landsliðinu í þessari keppni. Þetta var
persónulegur sigur fyrir mig, því mér
gekk illa í byrjun. Ég varð að berjast í
gegnum þetta og gefa ekki eftir, en
staðan var sú að ég hefði getað lent í 5.
sæti. Þetta var mín 10. Evrópukeppni,
þannig að þetta var nokkuð minnis-
stætt. í 8 skipti af 10 hef ég hafnað í
fyrstu þrem sætunum og mér fannst
mikilvægt að koma svona ofarlega út
úrþessari keppni nú.“
Þórdís sagðist stefna að því að æfa í
vetur og brenna sig ekki aftur á því að
keppa of lítið. Draumahæðin sé 1,90
sem sé árangur á heimsmælikvarða.
„Þá gæti ég skilið mjög sátt við þetta.“
Bjart framundan
Þórdís sagði, að bjart væri fram
undan í frjálsum íþróttum. Hún sagði,
að faglega væri unnið í Frjálsíþrótta-
sambandinu, landsliðsþjálfari hefði
markað stefnu þess, FRÍ 2000. Væri
FRI eina sambandið sem sett hefði
fram slíka afreksstefnu. Þá væri það
eina sambandið sem væri búið að gefa
skýrslu til Ólympíunefndar vegna
Ólympíuleikanna 1996.
„En það sem háir okkur frjáls-
íþróttamönnum er að við eigum enga
boðlega innanhússaðstöðu. Við verð-
um að fara að átta okkur á því að
frjálsíþróttir eru líka innanhússíþróttir.
Þegar ég vaknaði í rigningunni á lands-
mótinu, þá hugsaði ég hvort ekki væri
tími til kominn að við færum að sætta
okkur við að þetta eru líka innanhúss-
íþróttir. En við höfum ekkert innan-
hússtímabil hér hvað keppni varðar.
Við höfum bara meistaramótið, þar
sem við þurfum að hlaupa á milli bæj-
arhluta til að keppa, sem aftur þýðir að
við fáum enga áhorfendur til að hlaupa
út um allan bæ. Það væri enginn vandi
að fylla húsnæði eins og Laugardals-
höll af áhorfendum á llottu innanhúss-
móti, þar sem kepptu bestu íþrótta-
mennirnir í frjálsum íþróttum. Þá
þyrftu mótshaldarar ekki að hafa á-
hyggjur af fjárhagnum og veðrinu.
Varðandi frammistöðuna á stórmót-
um erlendis vil ég benda á, að bara
með því að ná lágmarki á þessum mót-
um sýnir viðkomandi að hann er þegar
búinn að ná tilteknum árangri. Þetta er
ekki íslenskt lágmark, heldur alþjóð-
legt lágmark, sem reiknað er út frá
heimsgetu hverju sinni. Með því að ná
því er maður kannski búinn að vinna
hundrað manns. Það fólk, sem við
erum að keppa við, býr við allt aðrar
aðstæður en við, hvað varðar fjárhags-
legan stuðning og aðstöðu. En kröfurn-
ar eru þvílfkar, að halda því fram að
við getum verið meðal tíu efstu í hverri
grein!
Við sjáum boltamennina okkar ekki
í úrslitum á Ólympíuleikum eða Evr-
ópumeistaramótum. íslenskt afreksfólk
í frjálsum íþróttum er flest að nálgast
eldri kantinn. Þegar það hættir kemur
stórt gat. Þá verður farið að klappa fyr-
ir árangri, sem ekki er einu sinni skrif-
að um í dag. Og þá verður örugglega
farið að skrifa um að sú hafi nú tíðin
verið, að við höfum átt frjálsíþróttafólk
á Ólympíuleikum og Evrópumótum!“
12
Skinfaxi